Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Of mikið álag á leiðtogum þjóða

Þiggur Mike Pence hádegisverðarboð forseta Íslands eða ekki? Skv. áætlun lendir vél hans hér um hádegi. Og síðan er áætlað að hann hitti utanríkisráðherra í Höfða og einnig borgarstjóra, og þá hvar? Mig minnir að Pence eigi fund með einhverjum áður en hann flýgur til Íslands. Einn fundurinn á fætur öðrum.

Svona var þetta einnig þegar Angela Mercel kom hingað til lands um daginn: hún fundaði að morgni, þeystist til Íslands með flugi og sem betur fer gat hún skroppið í bæinn þar sem hún gisti á Hótel Borg, áður en hún fór út í Viðey á fund. Heilsa Mercel hefur ekki verið nógu góð, enda mikið álag í starfinu.

Þetta fólk er komið af léttasta skeiði og það eru takmörk fyrir því hversu mikið það getur tekið að sér á einum degi.

Skv. mínum heimildum, þá t.d. mætti Donald Trump seint á G7 fundina í síðustu viku og jafnvel dottaði á fundunum.

Þessi stutta heimsókn Mike Pence er ekkert smáræði: mikill undirbúningur og vinna, ýmsar lokanir á götum o.s.frv.

Þetta er annar tími miðað við þegar Nixon kom hingað í heimsókn: þá fékk hann sér góðan göngutúr niður Skólavörðustíg og Laugaveg ... og jafnvel heilsaði upp á fólk.

En ég ætla allavega að fá mér göngutúr í Borgartún á mogrun, í tilefni dagsins, og kem við í Landsbankanum í leiðinni. En í dag fór ég framhjá Höfða (fyrrverandi vistarstað Einars Ben.) og þar var búið að setja upp grindverk austan og sunnan megin, og fleiri grindverk biðu þess að verða sett upp, líklega í nótt eða snemma í fyrramálið.

Og svo spyr ég að leiðarlokum: Gerir Mike Pence tilboð í Ísland? Vill Kaninn kaupa skerið, þar sem Grænland fór í vaksinn?


mbl.is „Margbúið“ að skipuleggja komu Pence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump er farinn í fýlu

Hættur við að fara til Danmerkur. Grænlenskir og danskir ráðamenn hafa greinilega gert karlinum alveg ljóst að Grænland sé ekki til sölu.

Japanir ku líka hafa áhuga á Grænlandi. En það eru líka fleiri sem hafa haft áhuga á landinu. En í dag er Grænland með heimastjórn og það er bara spurning um hvenær meirihluti Grænlendinga kjósa um algjört sjálfstæði.

Trump er álitinn galinn, með því að viðra þessa hugmynd að USA festi kaup á Grænlandi. En hefur Einar Benediktsson einhvertíma verið álitinn galinn? 

Í bókinni "Seld Norðurljós" sem var viðtalsbók við samferðamenn Einars, þar sem Björn Th. Björnsson ræðir við 14 fornvini Einars,  segir Dr. Alexander Jóhannesson eftirfarandi um Grænlandsmálið: 

"Meðal þeirra mála sem Einar Benediktsson hafði áhuga á var Grænlandsmálið. ... Vildi hann að Íslendingar gerðu ákveðnar kröfur til Grænlands, hinnar fornu nýlendu sinnar.


mbl.is Hættur við að funda með Frederiksen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamenn alls ekki óvanir landakaupum!

Danskir pólitíkusar eru að fara á límingunum yfir ummælum Trumps, að hann hefði áhuga á að kaupa Grænland. Þeim finnst þetta vera eins og aprílgabb og sýna að karlinn sé endanlega orðinn galinn.

Þeir sem þekkja Trump, vita að hann hefur vílað og dílað gegnum tíðina, keypt lóðir og byggingar í USA. Hann kaupir þar sem hann sér tækifæri. Hann sér tækifæri í að USA eignist Grænland. Líklega væri hann til í að eignast Grænland persónulega.

Það er í blóði Ameríkana að kaupa land/landspildur. Fyrrum félgai hans Jeffery Epstein keypti sér t.d. eyju í Karabíska hafinu. Af hverju er það skrýtið að Trump hafi augastað á mun stærri eyju í Atlantshafinu sem getur gefið töluvert af sér þegar snjórinn bráðnar?

Bandaríkjamenn keyptu Alaska af Rússum árið 1867 á 7.2 milljónir dollara. Að kaupa land er eins og hver annar bisness í augum þeirra í USA. Ekkert aprílgabb þegar slíkt ber á góma.


mbl.is Segir Dani ekki geta selt Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Epstein lögsónkin er mjög stórt mál. En verður það þaggað niður?

og mbl.is er að fjalla um það í fyrsta skipti. Margir þekktir einstaklingar áttu í samskiptum við Epstein og voru farþegar í flugvélum hans til einkaeyjar hansí Karabíska hafinu. Þar á meðal Donald Trump, Andrew prins og Bill Clinton. 

Epstein er sakaður um barnaníð, með því að ráða stúlkur undir lögaldri í vændi, og þær voru til taks fyrir hann sjálfan og viðskiptavini á eyjunni ásamt fleiri stöðum.

Þegar Epstein var handtekinn fyrr í júlí, gerði lögreglan húsleit á heimili hans í NYC og lagði hald á ýmis gögn, þar á meðal svokallaða svarta bók sem inniheldur fjölda nafna á heimsfrægu fólki sem var í samskiptum við hann og jafnvel flaug með vélum hans um heiminn.

Það veit enginn neitt, t.d. hvort þessir aðilar hafi notfært sér aðgang að ungum stúlkum sem höfðu verið vélaðar í vændi af hálfu Epstein og líklega Maxwell 'vinkonu' hans til margra ára. Epstein hefur aldrei verið kvæntur og lauk aldrei háskólaprófi þótt hann hafi stundað nám í háskóla í NYC, þar sem hann er fæddur. En hann varð ríkur.

En hver konan hefur komið fram á fætur annarri með ásakanir á hendur manninum um nauðgun og/eða atferli við vændi.

Nú síðast í gær, 31.7.2019, var hann kallaður fyrir rétt (hvort sem hann hafi mætt sjálfur,eða bara lögmaður hans, fyrir hans hönd, vegna ákæru frá konu sem kærir hann fyrir nauðgun þegar hún var 15 ára.

Epstein er á sjálfsmorðsvakt.  Hann hefur ekki játað neitt. Sasóknnari vonast til að málið verði tekið fyrir í júní 2020. En mikil vinna er framundan, enda telur málið yfir eina milljón málsskjala.

Epstein fékk málamyndadóm á Flórída árið 2008 í álíka máli.

Spurningin er: hvað gerist með þessa saksókn? Fer það sinn gang í réttarkerfinu eða kippir einhver þekktur og valdamikill einstaklingur í spotta til að þagga það niður, vegna þess að þessi einstaklingur gæti átt hættu á að upp komi um þátttöku í að notfæra sér ungar konur undir lögaldri?

 


mbl.is Epstein vildi auka kyn sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver græðir?

Þó að moldríkar systur hafi lánað listasafni málverk, má allt eins gera ráð fyrir að systurnar hafi gert samning við safnið að styrkja það í staðinn fyrir einhverja X-upphæð, þó að ekkert  slíkt sé minnst á í fréttini.


mbl.is Ríkar systur græða á ríkislistasafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg afgreiðsla á umsóknum hælisleitenda

Það er með ólíkindum hvað tekur langan tíma að afgreiða hælisleitendur. Jafnvel þótt þeir komi frá landi sem þeir hafa fengið vilyrði fyrir hæli.

Lítil börn sem ílengjast hér og fá leyfi til að stunda nám eru fljót að aðlagast. Hælisleitendum sem á að vísa úr landi sem hafa verið hér mánuðum saman, t.d. tæpt ár, verður það þungbært að yfirgefa landið, sérstaklega börnum.

Ef yfirvöld vilja fylgja Dyflinnarreglugerðinni til hlýtar, er hælisleitendum gert mikið ógagn með því að halda þeim hér mánuðum saman upp á von og óvon.

Hér fyrr á árum, þá voru hælisleitendur sem leituðu til Bretlands geymsir í geymslum á Heathrow á meðan mál þeirra voru afgreidd. Geymsla á flugvelli er engin lausn. En það verður að finna einhvern meðalveg til að afgreiða hælisleitendur. Hröð afgreiðsla hlýtur að vera lausn.


mbl.is Yfirvöld hætti við umdeilda brottvísun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var vega næði á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur?

Barnabörnin svöruðu strax "já" en karlmennirnir tveir sem sátu við hliðina á mér við borðið snéru höfðinu á sér, í takt, í áttina á mér og litu á mig spyrjandi. Fjölskylda mín hafði komið frá Akureyri daginn áður, og daginn eftir, 30. maí s.l., sátum við úti í garði í blíðskaparveðri að halda upp á 9 ára afmæli barnabarns míns.

Tilefnið fyrir spurningu minni um þetta "vega næði" var að þann 14. maí las ég fyrirsögn á frétt á visir.is sem ég skildi ekki alveg: "Veganæði á hlutabréfamörkuðum." Hugsaði mér mér: Bíddu, hvað er í gangi, er svona rólegt á hlutabréfamörkuðum ... og hvað hefur þetta með vegi að gera ...? Þegar ég las fréttina skýrðist málið, þetta snérist ekki um neitt næði, en málið var að fjárfestar hafa verið áfjáðir í að fjárfesta í vegan-fyrirtækjum. Sem sagt: VEGAN-ÆÐI á hlutabréfamörkuðum.

En ég fékk spurningu minni svarað, sem var sett fram í gamni: Það var veganæði á leiðinni suður!


mbl.is Nettó leikur sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offramboð á hótelum?

Gagnleg lesning á fréttinni "Spáir erfiðum árum fyrir hótelin" og viðmælandinn Ortlieb veit greinilega hvað hann er að tala um, enda með mikla reynslu.

Fyrir nokkrum árum þegar hótelturnar voru að spretta upp spurði ég: "Hver á að þrífa þetta?" Þeir sem þrífa hótelherbergin eru e.t.v. að miklu leyti erlent vinnuafl á vegum starfsmannaleiga.

Í dag, þegar ég er á ferð um ákveðna borgarhluta, sé ég nánast hótel á öðru hverju götuhorni. Og ég hef ekki farið varhluta á mörgum byggingakrönum þar sem hótelbygging er í gangi.

Maður hefur velt fyrir sér ... næsta hrun verður kannski ekki bankahrun, heldur hótelhrun og/eða eitthvað sem tengist ferðamannaiðnaðinum.

Landið er dýrt, og þeir sem koma í vikuferð, geta veitt sér 2ja vikna ferð fyrir sama verð til annars lands. Þetta hef ég eftir Þjóðverjum sem ég hitti hér. 

Ísland er of dýrt.


mbl.is Spáir erfiðum árum fyrir hótelin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð markaðssetning hjá upprennandi krimmahöfundi

Shane Morris sem deilir sögu sinni um 'heróínsmygl' á Twitter starfar í tölvugeiranum og er ótrúlega handlaginn í bílaviðgerðum, skv. sögu hans. Ég tek eftir að hann er mjög vel ritfær. Líklega er hann að prófa sig áfram á ritvellinum. 

Hann er greinilega mikill aðdáandi John Grisham enda minnir lesningin svolítið á að vera kominn á kaf í Grisham-krimma.

Þessi gaur á eflaust framtíðina fyrir sér á krimma-skrifvellinum.


mbl.is Plataði heróínsala og komst upp með það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er 'eðlilegra' að vera skotinn í leikurum og söngvurun

frekar en forsætisráðherra einhvers lands?

Það virðist a.m.k. vera viðhorf fréttaritara mbl.is

Klemens, söngvari Hatara, segist vera skotinn í Theresu May. Sumum finnst ekki eðlilegt að ungur maður verði skotinn í sér eldri konu. En er það óeðlilegra en að vera skotinn í leikurum og söngvurum sem eru eitthvað yngri?


mbl.is Skotinn í Theresu May
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband