Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Brotið á sjúklingi LSP með myndbirtingu

á ljósvakamiðlum. Sjúklingurinn getur ekki borið hönd yfir höfuð sér; ekki varið sig sjálfur gagnvart þessari myndbirtingu.

Í gær var Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra LSP, í viðtali í fréttaþættinum 21 á Hringbraut varðandi þetta mál. Kom m.a. fram í máli hennar að myndatökur væru bannaðar á spítalanum.

Þess vegna þykir mér með ólíkindum að forráðamenn LSP hafa ekki nú þetar farið fram á að miðlar fjarlægi þessa mynd af sínum fréttaveitum.


mbl.is Gisting á salerni „óyndisúrræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hækkuðum nokkrar einkunnir nemanda til að koma í veg f. barsmíðar heima.

Sorgleg frétt um drenginn í Frakklandi sem grunur leikur á að hafa verið barinn til bana fyrir að neita að læra heima. Sumt fólk kann ekki annað en að beita ofbeldi til að fá einstakling til að breyta hegðun. 

Man eftir nemanda sem ég kenndi f. rúmum áratug, eina grein í grunnskóla og var þetta góður nemandi. Innflytjandi með meiru. Að sögn umsjónarkennara nemandans kröfðust foreldrarnir að nemandinn lærði einnig skv. námsskrá frá upprunalandinu. Hafði kennarinn áhyggjur að of mikið álag væri á nemandanum. Og hafði á orði að foreldrarnir væru nú alls ekki hámenntaðir, en í vinnu sem verkamenn hér á landi, en samt að krefjast mikillar menntunar af afkvæminu.

Við lokapróf eitt árið, stakk umsjónarkennarinn upp á því að við hækkuðum tvær einkunnir nemandans. Nemandinn hafði ekki fengið neitt sérstakar einkunnir í þessu fögum. 

Ég var samþykk þessu, enda sagði umsjónarkennarinn að hún yrði hrædd um að nemandinn yrði bara laminn heima hjá sér ef hann fengi ekki nógu góðar einkunnir. Og ég hef alltaf verið sátt við að við gáfum nemandanum þessar "röngu" einkunnir.


mbl.is Myrtur fyrir að læra ekki heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi viðurkennir Alþingi þjóðarmorð Tyrkja á Armenum.

Mjög jákvætt að þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna vilja að Alþingi viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum árin 1915-17. Fyrsti flutningsmaður Margrét Tryggvadóttir, varaþingm. Samfylkingar. Vonandi tekst þetta í þetta sinn.

Armenar eru búsettir víða um heim. Af því að mörgum tókst að flýja undan Tyrkjunum. En Tyrkirnir eru í afneitun og vilja ekki skilgreina drápið á Armenum sem þjóðarmorð. 

Ég á nokkra afkomendur, eina dóttur og þrjú barnabörn. Þau eru öll afkomendur Armena í föðurætt, en þessir Armenar, langa ömmur og afar, og langa-langa afar og ömmur, tókst að flýja undan þessum fjöldamorðum Tyrkja og komast til Sýrlands, þar sem þau enduðu sem hælisleitendur.


mbl.is Alþingi viðurkenni þjóðarmorðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta snjókoma vetrarins!

Nú falla snjókorn á höfuðborgarsvæðinu, sem ég vil kalla fyrstu snjókomu vetrarins. Byrjuðu að falla kl. 00:27.

Til viðmiðunar skráði ég hjá mér veðrið fyrir um ári síðan: 9. nóvembr 2017: Skýjað, gott veður. Snjóar örlítð kl.18. Fyrsta snjókoman. Daginn eftir var éljagangur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband