Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Bandaríkjamenn á hálum ís

ef það er satt að þeir drepi meðlimi Al-Qaeda, án dóms og laga, með því að nota mannlausar flugvélar.

En mér finnst það ótrúverugt að Brennan, ráðgjafi Obama, upplýsi að þeir noti mannlausar vélar til slíkra verka. Ef BNA menn væru að þessu, þá væri það ríkisleyndarmál. En svo er það spurning hvaða upplýsingum aðilar leki í aðdraanda kosninga, til að þeirra maður héldi völdum.

 

En tæknin er þvílík, að það er ómugulegt að ráða í hvaða aðferðum þeir beita, ef fréttin er sönn, með ómönnuðum vélum.

Kannski er SR-75 vélin orðin úrelt hjá Könunum: en hún getur (gat)  flogið á þremur tímum til hvaða staðar í heiminum. Hún er búin mörgföldum skynjurum, tölvuvæddum rödurum, og leiserbúðani, svo eitthvað sé nefnt.

Hraði þessarar vélar hljómar eins og úr vísindaskáldsögu, og þessi vél er ekki ný af nálinni, þannig að það ætti ekki að koma á óvart að Ameríkanarnir séu komnir með mun fullkomanri mannlausr vélar. En þessi SR-75 hefur komist í 120 þúsund feta hæð, og hefur farið hraðar en Mach-5 (eða 5 sinnum hraðar en hljóðið). Sem sagt þessi vél kemst 3300 mílur á klukkustund. Hún getur flogi' frá Nevada til Norð-austur Rússlands og til baka á þremur klukkutímum. - En þessi vél er mönnuð (eða var).

Þannig að það kæmi manni ekki á óvart að tæknimenn (ekki endilega allt Ameríkanar) væru búnir að fullgera flugvél með slíka hæfni, en án þess að lifandi flugmaður þyrfti að stjórna henni. En þríir áhafnarmeðlimir voru við stjórnvölinn í SR-75 vélinni.

Að því er mér best skilst, þá var það Lockheed sem framleiddi þessar SR-vélar. En það er önnur saga.

En það er illt í efni að notaðar séu mannlausar vélar, eöa vélar almennt, til að ryðja hryðjuverkamönnum úr vegi, án dóms og laga. Ef þetta er staðreynd, er hætta á að svona vélar verði notaðar á aðra glæpamenn, eða annað, leynilega. Án dóms og laga. Og án þess að fórnarlamb fái hönd við höfuð reist.


mbl.is Nota mannlausar vélar til mannvíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband