Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Fuglarnir eru að flykkjast til landsins!

Ég varð vör við fyrstu sílamávana í mínu hverfi þann 3. apríl (105 Rvk). Kríjan er komin þangað fyrir nokkru síðan. Líklega um miðjan apríl. Ég gef fuglum stundum snemma á morgnana og mávurinn, hrafninn og smáfuglar eru fljótir á staðinn til að næla sér í. Ég er ekki nógu mikill fuglasérfræðingur, en ég held að þetta sé kríjan sem hefur verið þarna á sveimi.

Það er ekki mikið um æti fyrir fugla hér á höfuðborgarsvæðinu eftir að fiskvinnsla lagðist að mestu leyti niður, ég tala nú ekku um fiskimjölsverksmiðjuna á Kletti sem lagði upp laupana fyrir rúmum áratug. Hver man ekki eftir stóra strompinum sem var felldur árið 1999 ef mig minnir rétt með ártalið.

 


mbl.is Krían kom á sumardaginn fyrsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er réttlætanlegt að hafa þessa fjallgönguleið opna yfirhöfuð?

Þetta er alltof hættulegur ferðamannastaður. Og sem hefur tekið allt of mikinn toll, bæði af innfæddum sem og áhugafjallgöngumönnum.

Mér veður hugsað til foreldra þeirra Íslendinga sem eru nú staddir í grunnbúðunum. Hvernig ætli þeim líði, vitandi vits að 'börn' þeirra ætli á fjallið.

Það ætti að LOKA ÞESSU DÆMI á stundinni. Tveir Íslendingar fóru á fjallið 1988 og komu aldrei til baka. Það virðist ekkert geta stöðvað fjallgöngumenn. Anna þeirra fór á fjallið, þrátt fyrir að hann átti von á barni. Barni sem fékk aldrei að hitta pabba sinn.

Hugsaðu þér, t.d að ef einhverjar fjallaferðir hér á Íslandi væru svona hættulegar, þannig að innfæddir og áhugamenn væru að láta lífið við klifur og/eða á jöklum, sem væri hægt að telja á báðum fingrum, yrði eitthvað gert í málinu? Yrðu slíkar ferðir stöðvaðar?

Það eina sem ég veit, að ferðir á Vatnajölul hafa ekki verið stöðvaðar, þrátt fyrir óbeint dauðsfall af völdum falls í jökulsprungu hafi átt sér stað. Kannski þarf fjöldagröf til að eitthvað yrði gert í að stöðva svona svaðilfarir. - En ég veit ekki með Everest.

 


mbl.is Þurftu að hlaupa frá snjóflóðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður vinsæll - þarf ekki að skeina

Berlúskóni karlinn verður örugglega vinsæll starfsmaður meðal aldraðra: þarf að hafa ofanaf fyrir þeim og leiða þá til kirkju. Hann er örugglega ræðinn, enda veit hann margt. En hversu trúaður hann er veit ég ekki, en hann getur örugglega kjaftað sig út úr hverju sem er, þannig. En ég held að hann verði vinsæll meðal aldraðra með sína milku reynslu úr stjórnmálum og viðskiptum. Og það skiptir sköpum að hann þurfi ekki að standa í því að skeina milli þess sem hann deilir sögum af spjölum sögunnar úr viðskiptalífinu.
mbl.is Berlusconi mun starfa á hjúkrunarheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað læra nemendur í "Yale World Fellows"?

Það sem mé finnst merkilegt, eða ómerkilegt, við þennan fréttaflutning, er að það kemur ekki fram

neitt um hvað þessi einstaklingur er að fara að læra. Bara að hún hafi komist að á einhver námskeið, og ekki síðan söguna meir. Það væri meiri frétt ef hún sjálf svaraði bloggum frá okkur og segði okkur hvaða námskeið hún hefði áhuga á að sækja í Yale og fleira. - En þetta er Ísland í dag: allt í fyrirsagnastíl - lítið innihald. :)


mbl.is Þóra Arnórs á leið í Yale
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dularfullt hvarf malasískrat farþegaþotu.

Þetta hvarf þotunnar er með ólíkindum. Virðist hafa flogið af leið, í allt öfuga átt en stefnt var að. Og enginn um borð hafð reynt að hringja úr gsm símum sínum um að eitthvað óeðlilegt væri á seiði (nema atriðum sé haldið leyndum fyrir heimsbyggðinni). En það sem hefur oft gerst, er að siglingatæki flugféla verða óvirk, þegar óþekktar flaugar, eða diskar, komast í nánd við jarðneskar flugvélar. Til eru nokkur þekkt tilvik er flugvélar hafa horfið og/eða farist eftir að hafa komist í nánd við óþekkt fljúgandi fyrirbæri.

Þess vegna dettur manni í hug að malasíska þotan hafi flogið á móts við óþekkt fyrirbæri. En auðvitað eru engin yfirvöld tilbúin tll að tilkynna um eitthvað slíkt. - Enda mannkynið ekki tilbúið til að frétta um slíkan atburð. A.m.k. ekki að mati bandarískra yfirvalda. Enda yrði hrun í þessum buisness sem heitir flug, ef eitthvað óeðlilegt fréttist sem gæti gerst á flugleiðum almennra farþega.

 

Á sjöunda áratugnum, hér á Íslandi, þegar bandaríski herinn var hér á Keflavíkurflugvelli, fórust tvær bandarískar orustuþotur úti fyrir ströndum Reykjaness. Herinn varð var við ókennilega hluti á flugi úti fyrir ströndum Íslands og sendi strax tvær á loft. Þær fórust. Fóru í sjóinn. Herinn náði þeim upp. Aðstandendur flugmannanna var sagt að þeir hefðu verið á hefðbundnu eftirlitsflugi. Þeir sem vissu um þetta atvik, þ.e.a.s. bandaríkjamenn sem voru að vinna hjá hernum þarna uppi á vellli, máttu ekki kjafta frá þessu atviki. Sá sem sagði frá þessu á sínum tíma, í viðurvist aðila sem starfaði á vegum bandarísku stjórnarinnar við rannsóknir á UFO, snéri sér að veggnum á skrifstofunni þegar hann sagði honum frá atfvikinu. En hann yrði uppvís að segja einhverjum að þessu atviki suður af Keflavík, þá gæti hann átt á hættu að missa eftirlaun sín.

 

En svona er þetta - þó að við lesum ýmislegt í fréttum að þá fáum við barta að vita örlíið smá brot af sannleikanum.


mbl.is Er flugritinn fundinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband