Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Hverrar trúar eru konurnar?

Mikil áhersla er lögð á í fréttinni um "amfetamínmálið" hvers lenskar konunar eru: önnur er frá Rússlandi en hin frá Kasakstan.  En báðar frá Þýskalandi; sem sagt með "þýskan ríkisborgararétt."

Þessi frétt er nákvæm og leggur greinilega áherslu á uppruna þeirra sem eiga í hlut eiga.

En hér vantar greinilega mikilvægan þátt inn í fréttina: hverrar trúar eru þessar konur? Ef þær eru trúaðar og/eða trúa á eitthvað yfirhöfuð?

Ég man ekki eftir, eftir að hafa lesið fréttir á mbl.is að ef einhver Íslendingur hafi verið handsamaður fyrir eitthvað, að blaðamaður hafi farið að kafa ofaní ættfræði viðkomandi; hvaðan hann er upprunninn o.s.frv. 

En þegar aðilar af erlendum uppruna verða uppvísir að glæpum, sem þeir gætu hugsanlega orðið dæmdir fyrir, þá veltur blaðamaðurinn sér upp úr frá hvaða landi viðkomandi er, af því þetta er útlendingur. Ég get ekki túlkað þetta á annan hátt en einhvers konar útledndingahatur (man ekki hvað þetta heitir á íslensku), en er kallað að mig minnir á ensku "discrimination."

Ef blaðamaður er að fjalla um þjóðerni, og/eða ekki þjóðerni, þá ætti honum ekki að vera skotaskuld í því að nefna trúarmál viðkoandi kvenna í leiðinni. Því að lesandinn hefur ekki bara áhuga á því að vita um þjóðerni, heldur líka trú, fyrir utan allt annað. 


mbl.is Rússi og Kasakstani í amfetamínmálinu - ekki Litháar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ríkið að vera að styrkja einkaskóla? Getur þetta ekki staðið undir sér?

Ég bara spyr. Það virðist kosta ríkið, fyrir utan að greiða niður skólagjöld í svona einkaskóka, umtalsvert fjármagn þegar að Ríkisendurskoðun þarf að gera sérstaka úttekt á rekstrinum.

Þetta er allt á kostnað okkar skattborgara. 

Væri ekki hægt að lækka skatta og önnur útgjöld sem lenda á okkur skattborgurum, með því að ríkið léti svona einkaapparöt sigla sinn sjó, og láta þá sjá um sig sjálfa.

Svona 'fínir' skólar eiga bara að rukka inn sanngjörn skólagjöld fyrir þá sem hafa efni á að greiða fyrir "hraðbraut" - enda eru örugglega nógu margir hér í þjóðfélaginu sem hafa efni á "hraðbraut" fyrir sína nemendur. 

Ég er ekki vafa um að margir samlandar mínir séu sammála um að við hættum að greiða niður skólagjöld einkaskóla, þar sem aðeins nokkrir nemendur stunda nám með hraði, en það er aðeins lítil prósenta nemenda sem geta gert þetta. Við hin, eða foreldrar nemenda almennt, getum bara sent okkar börn í almenna menntaskóla.

Legg til að þeir sem eru "hraðvirkir" í námi, borgi alfarið sjálfir fyrir styttra nám á framhaldsskólastigi.

Við sem borgum skatta og lánum ríkinu, erum kannski alveg tilbúin að fjármagna einkaskóla, og sérstaklega ekki ef þeir reynast eitthvað grunsamlegir og þurfa að enda undir smáfjá ríkisendurskoðnar. - En auðvitað eiga allir ríkisskólar að vera undir smásjá ríkisendurskoðunar. En þessi virta stofnun hefur reynst heldur máttlítil í gegnum tíðina; hver man ekki eftir Símamálinu með Símabókarann, bróður hans Kristján Ra og prestssoninn sem mergsugu Símann á sínum tíma. Og stjórn Símans fattaði heldur ekki neitt. 

 


mbl.is Ríkisendurskoðun gerir úttekt á Hraðbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin frétt um hershöfðingja og Obama ...

... sagði hann eitthað?

Ég segi fyir mig, að ef maður á að lesa svona frétt, sem og ég gerði, þá verð ég að fá einhverja frétt út úr þessu. En það var ekki.

Kannski er það meiri frétt, að forseti Bandaríkjanna hefur mun minni völd en peningakallar (eins og ég kalla þá) eða fjármála-mógúlar þarna vestan hafs hafa. Obama hefur ákveðinn aðgang að leynisjölum, en á sama tíma hefur hann enn minni aðgang að últra-topp-leynisjölum sem nokkrir fjármálamógúlar hafa aðgang að; þetta eru ca. 38 aðilar sem eru fjársterkir, og sem stjórna í rauninni heiminum. Og á sama tíma halda þeir hlífiskyldi yfir því sem Obama þarf að vita, eða sem hann vildi vita. Það sem stjórnar heiminum í dag eru nokkrir tugir peningakalla sem halda ákveðnum hlutum leyndum; ef þessir hlutir verða gerðir opinberir, munu þessir "peningakallar" tapa miklu. Og félög í þeirra eigu.

Þetta gildir líka fyrir okkur Íslendinga. Bandaríski herinn var hér. Og hér gerðust hlutir við strendur Íslands, sem fáir vita um. Mörgu er haldi leyndu fyrir almúganun í þágu auðvaldsins.

Forseti Bandaríkjanna fær að vita ýmislegt, en samt ekki nægilega mikið: peningaöflin stórna öllu; líka hér á Íslandi. Því miður.

 


mbl.is Hershöfðingi í vanda vegna Eyjafjallajökuls?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála um að draga eigi aðildarumsókn til baka ... ekki bara út af

... Icesave. En vegna þess að aðild að ESB er ekkert annað en aðild að kerfi á borð við hið gamla Soét. En Sovétríkin eru fallin undir lok. ESB er af ýmsum talið vera "hið nýja Sovét" - en viljum við fara þangað; viljum við vera hluti af því?

Ég set sjálf spurningarmerki við þetta kerfi. Mig grunar að ef þetta kerfi fær að ganga, og að á meðan að það gengur, þá er það gæluverkefni nokkurra aðila sem hafa hagnað að því. Annað ekki.

Þetta er kannski í mesta lagi kerfi, þar sem þeir sem fyrstir gengu inn í það hagnast mest (þ.e. fá mestu völdin, og auðvitað fjármagnið.), en þeir sem koma inn neðar í píramídanum, eða þessari keðju, verða leiksoppar kerfisins. Alveg eins og þeir sem láta glepjast af því að kaupa sig inn í hvers konar keðjubréf, stundum nefndir klúbbar, eða feðaklúbbar ... eða eitthva álíka.

Ég óska Íslandi ekki þess að ganga inn í neitt kerfi, sem gæti rýrt sjálfstæði landsins, sama hvaða gylliboð eru í vændum. Ísland og Íslendingar verða að sporna við hvers konar gylloboðum. Öll gylliboð fela í sér einhvers konar neikvæða ýmind og jafnvel svindl.

ESB minnir óneitanlega á alls konar gylliboð og keðjubréfa boð sem Íslendingar hafa fallið fyrir gegnum tíðina og tapað stórfé á. 

Mottóið er: ef þetta er of gott til að vera satt: þá er það lygi.

Hvað er það í rauninni sem Samfylkingin sér við píramýda-samtök á borð við ESB sem gæti komið Íslandi til góða?

Ég hvet þig, lesanda þessa bloggs,  að líta þér aðeins nær: til Norðmanna. Þeir hafa ekki gengið í ESB, og Norðmenn hafa líka hafnað þessu í kosningum. Norðmenn eru stórtækir en einnig lítillátir. 

Þeir eru upp til hópa hagsýnir, bæði hvað varðar eyðslu og yfirvinnu: þeir eyða ekki um efni fram og þeir vinna heldur ekki yfirgengilega yfirvinnu. Byggingar í kringum þá eru ekki endilega fullkomnar (t.d. skólar) og vegir ekki heldur. En þeir komast af. Enda spara Norðmenn og eiga eitthvað til mögru áranna (fjölskyldur og einstaklingar) og þessi sparnaður birtist líka í olíusjóðnum þeirra.

Olíusjóðurinn þeirra Norðmanna er ekki notaður í neitt bull innanlands. En ég skal ekki segja hvort Norðmenn hafa tapað eitthað af sjóðnum eftir fall fjármálamarkaða 2007-2008. En skv. upplýsingum, sem ég fékk frá frænku minni sem hefur búiðí Noregi í mörg ár, hafði ekkert af norska olíusjóðnum verið notað þarna innanlands.

En ég efast um að innganga Íslands í ESB skili miklu, enda er rándýrt að vera aðili að þessu, skilst mér. Hvað kostar það? Veist þú það?

Og ef við hugsum aðildina til enda; hver vill að við Íslendingar missum yfirráð yfir fiskmiðum okkar.

ESB er ekkrt annað en hið nýja "Sovét" - Viljum við lifa í þannig þjóðfélagi? Í svoleiðis ríki yrði landinu ekki stýrt frá Moskvu eins og í denn (þar sem karlar eins og Stalín stóðu í brúnni), heldur yrði landinu stýrt frá Brussel, og karlinn í brúnni væri sá sem hefði mesta fjármagnið á bávið sig.

Hljómar þeta nokkuð kunnuglega í þínum eyrum?

Ef ekki, þá skaltu spyrja þig hvaða aðilar voru aðallega í eyrunum á þér hér á Íslandi 2006-2010?

Þú þarft ekki að nefna nein nöfn, en nokkrir aðilar voru í hávegum hafðir hér í viðskiptalífunu. Það er hættulegt þegar að nokkrir aðilar komast í "guðs" tölu á þessum vettvangi.


mbl.is Baldur krefst þess að aðildarumsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ, Berlusconi karlinn kvartar undan hlerunum.

Þetta er Evrópa í dag. Þetta er heimurinn í dag. Það kæmi mér ekki á óvart ef að Brlusconi sé sjálfur hleraður. Hann hefur sjálfur átt í þvílíku braski á undanfarnum árum og eru sum hver ólögleg að miklum líkundum. Ég setti inn blogg hér um árið "Berslusconi Taka I" en ég hef ekki haft tíma til að koma með framhaldið.

Allir sem eru í braski á við Berlusconi, og aðra, t.d. íslenska útrásarvíkinga, sem hafa stofnað félög á aflandseyjum, eru vafalaust í sjónauka yfirvalda í hverju landi fyrir sig. 

Málið er, að engar símahleranir fara fram í ríki, nema að sterkur grunur sé um að viðkomandi stundi ólögleg viðskipti, og/eða sé tengd(ur) ólöglegu athæfi af hvaða tagi sem er.

Ég segi bara fyrir mig: ef mikið er um hleranir hjá Ítölum, þá er eitthvað mikið í gangi í landinu sem er ólöglegt.

Eru það bara ekki hreinar línur?


mbl.is „Það er verið að njósna um okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjóri mismunar gömlum konum.

Borgarstjóri er greinilega ekki meðvitaður um gamlar konur sem þurfa að sinna sínum erindum hversdags. Borgarstjóra varð starsýnt á gamlar konur í peysufötum á 17. júní. Og vorkenndi þeim, af því að þær fengu ekki sæti.

Borgarstjóri er greinilega í þeim hópi manna, og kvenna, sem fara bara niður í bæ, svona spari, á tyllidögum. Þetta fólk veit ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig dags daglega, og þegar þær gömlu hafa ekki ástæðu til að skarta peysufötunum.

S.l. sunnudag, 13. júní 2010,  datt mér í hug að nú væri endanlega kominn tími til að sparka í Borgarstjórn, sem er einn af rekstraraðilum Strætó bs. Mig langar einmitt til að spyrja hver er stefna rekstrarins gagnvart gömlum konum (reyndar ekki peysufataklæddar, sérstaklega). Og fróðlegt verður að vita hvort einhver innan borgarkerfisins eða á símanum hjá Strætó bs. viti hver er stjórnarformaður Strætó bs., en nýr aðili úr Æ-flokknum var kosinn í þetta nú í vikunni, en það er önnur saga.

Sem sagt, ég var að bíða eftir strætó 13.6. sl. ásamt öðrum á Hverfisgötu. Sú fyrsta sem ætlaði inn í vagninn var gömul kona, sem ég er reyndar vel málkunnug, en því miður ekki peysufataklædd, en hélt á plastpoka í annari og hækju í hinni. Hún átti í mesta basli við að koma sér inn í Strætó bs. Hún reyndi að koma sér inn í vagninn heillengi, en ekkert gekk. Ég stóð fyrir aftan hana, og var alveg til í að bara að lyfta undir hana, upp í vagninn, en kunni ekki við að bjóða fram slíka tilburði. Hélt svo kannski að vagnstjórinn yrði liðlegur og vippaði sér hreinlega úr bílstjóirasætinu og kippti kerlu inn í vagninn. Það hefði verið einfalt. 

En nei takk: ekkert slíkt boð kom frá starfsmanni Strætó bs.

Þetta endaði með því að ég bauðst til að hjálpa ópeysufataklæddri konunni inn í vagninn, með því að hún bakkaði frá, og ég stigi inn í vagninn og kippti henni upp í. Það var samþykkt og ég kippti henni upp í vagninn.

Þar sem ég þurfti að fara út úr vagninum á undan henni, hafði ég áhyggjur af því hvort vagnstjórinn hafi gefið henni nægilegan tíma til að koma sér út úr vagninum ...

En mér er aðallega spurn, hvaða stefnu hefur Strætó bs. gagnvart öldruðu fólki, hreyfihömluðu, sem oft á tíðum á erfitt með að koma sér inn í farartæki Strætó bs.?

Er vagnstjórum kannski bannað að hjálpa öldruðu og hreyfihömluðu fólki inn í vagnana?

En þetta á allt eftir að koma í ljós, annað hvort með svörum við þessu bloggi, eða eftirgrennslan minni við stefnu Strætó bs.

En ljótt er að gömlum konum sé mismunað með tilliti til klæðaburðar.


mbl.is Dagbók borgarstjóra vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapur frétt af dómi í mansalsmálinu. Dómurin dapur og lélegur.

Í frétt um málið segir á mbl.is:

 "Litháarnir fimm voru dæmdir til að greiða 19 ára gamalli litháenskri stúlku, sem var send til Íslands til að stunda vændi, 1 milljón króna í bætur."

Dómurinn er dapur og lélegur. Fimm Litháar eru dæmdir í alvarlegu mansalsmáli. Fórnarlambinu eru dæmdar ein minnjón króna í miskabætur. Þetta er skandall. Og sýnir, enn og aftur linkind íslensks Hæstaréttar.

Eru bara ekki allt of gamlir karlar sem eru hæstaréttarlögmenn í þessu landi?

Í mínum huga á fórnarlambið í þessu máli rétt á að fá skaðabætur í samræmi við fjölda þeirra aðila sem stóðu að málinu: sem sagt fimm milljónir króna; eina milljón per haus, en Hæstiréttur var rétt í þessu bað dæma 5 Litháa fyrir mansal, á einni konu.


mbl.is 5 ára fangelsi fyrir mansal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillary klikkar ekki - og heldur ekki Clinton kallin - Ein með öllu 17. júní, takk!

Ég hafði t.d. ekki hugmynd um að Bandaríkjamenn hefðu verið fyrstir til að viðurkenna íslenska Lýðveldið, eins og kemur fram hjá Hillary í þjóðhátíðarkveðju hennar. Geri aðirir betur: hversu margir utanríkisráðherrar koma til með að senda okkur þjóðhátíðarkveðju, þá meina ég á netinu, svo allir getið séð? Ekki bara svona formlega kveðju til stjónarráðsins og forsetans í formi sem almenningur fær aldrei að sjá.

Clinton karlinn, klikkar heldur ekki í þessu; þó að Hillarý greyjið hafi fengið titilinn "Clinton" í fyrirsögn þessarar fréttar: ég hélt að fréttin væri um Clinton kallinn sjálfan. En, ekki var það svo: þar var Hillary!!!!

En þrátt fyrir það, þá segi ég að "Clinton klikkar ekki"- Það þarf ekki meira en að fá sér eina meö öllu á BÆJARINS BESTU til að endurnýja orkuna, með einni með öllu - og meira en það: Clinton karlinn verslaði þarna um áriið, eftir að hann hafði keypt sér 'spes' skálar í listamannaveslun á Vesturgötunni. - Og svo kom hann við í Bæjarins bestu og fékk sér "aukbita" ...  En sá sem fær sér aukabita eða kaupir sér eina eða tvær með öllu í Tryggvagötunni - kemst ekki hjá því að sjá mynd af Clinton kallinum þegar hann verlsaði þarna. 

Og hvað karlinn verslaði, þ.e. hvernig hann fékk sína "eina meö öllu" fæst bara vitað með því að mæta sjálfur Bæjarins bestu, kaupa sér eina, og spyrja út í þetta með Clinton. Enda ekki annað hægt; enda hangir mynd af Clinton í lúgu pulsubarsins þegar hann kom þarna um árið.

Góðar stundir og gleðilega hátíð á 17. júní 2010.

P.S. Ég á engra hagsmuna að gæta varðandi reksturinn í pylsuvagninum "Bæjarins bestu"  í Tryggvagötunni. Nema þá að þegar ég versla þar, þá vil ég fá "þessa einu með öllu" góða og soðna í gegn. - En mér finnst yfirleitt gaman að kaupa mér munnbita þarna, enda klikkar bitinn ekki, afgreiðslukonan frábær, og er ein af fáum í heiminum sem getur afgreitt kúnnan um "eina Clinton" - en hún ein veit, ásamt öðrum starfsmönnum pylsuskúrsins, hvað "ein Clinton" felur í sér :)


mbl.is Clinton sendir Íslendingum kveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaskattur ráðlagður af þingmanni Samfylkingar ... enda í einkaeigu. Þ.e. bankinn!

Sammála Þórunni Sveinbjörnsdóttur um að sett verða lög um bankaskatt. Þessar einkastofnanir, eða nánast sem þær eru, græða á tá og fingri, og stjórnvöld eiga umsvifalaust að setja lög um einhverskonar hátekjuskatt á þessari stofnanir.

Ef stjórnvöld gera það, gæti það komið í veg fyrir að þeim detti í hug að setja lög um nýja skatta sem koma almenningi illa, hækka skatta við almenning, hvort sem um er að ræða tekjuskatta, virðisaukaskatt, erfðaskatt, eða skatta sem tengjast beint eða óbeint atvinnulífinu.

Allt fjármagn sem kemur inn í bankana, er arfrakstur launatekna einstaklinga og tekna úr atvinnulífinu. Launþegar og atvinnurekendur greiða nú þega nógu háa skatta; þá má ekki hækka, því mikilvægt er að fyrirtækin geti gengið og fjölskyldur geti gengið (án þess að svelta).

Þess vegna er skynsamasta leiðin fyrir ríkisvaldið að krækja sér í skatt hjá fjármálastofnunum á borð við banka og aðrar fjármálastofnanir. 


mbl.is Vill leggja á bankaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegt verður að fylgjast með lokun Rauðalækjar

Geri ráð fyrir að mörg börn fari um þessa götu á leið til skóla; og þá ekki bara börn sem búa við götuna, heldur einnig börn sem búa við Kleppsveg til dæmis.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari lokun nú í sumar, enda bý ég í nágrenninu og mun reyna að fylgjast með þessu. - Sem betur fer er Rauðalækurinn ekki mikil umferðargata, en nógu mikil samt til að foreldrar hafi áhyggjur af börnum sínum sem þurfa að sækja grunnskóla í næsta nágrenni. 


mbl.is Rauðalæk lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband