Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Er þá ekki best að áfengið fari inn í apótekin, svona í leiðinni?

Nei, alveg örugglega ekki, því þessir þingmenn vilja geta haldið áfram að geta keypt sér sitt áfengi í ÁTVR eins og vanalega.Tóbak er ávanabindandi. Og fólk neytir þess, bæði í einrúmi og í sleskap með öðrum. Áfengi er ávanabindandi, og fólk neytir þess, bæði í einrúmi og í félagsskap með öðrum. Ríkið, aka ÁTVR, er með einkasöluleyfi á bæði tóbaki og áfengi. Ef takmarka ætti tóbakssölu, væri skynsamara að selja tóbak í ÁTVR, frekar en í apótekum.

Þessi þingsályktunartillaga ber greinilega með sér mismunun, og líklega felur hún í sér fordóma: þeir sem reykja tóbak verða að sæta strangari skilyrðum en þeir sem drekka áfengi.

Úps! 

Ég viðurkenni að ég reyki sígarettur, og þó að ég eigi það til að reykja stundum á almannafæri, t.d. í strætóskýli, í húsadundum, eða undir húsgöflum (og reyni að forðast að menga andrúmslolft nærstaddra), þá lendir maður stundum í því á förnum vegi að drykkjumenn og læknalyfjasjúklingar verða á vegi manns. Slíkir einstaklingar loða aðallega við miðbæ Reykjavíkur, þar sem edrú íbúar, sem margir hverjir reykja tóbak, en bögga engan, verða töluvert fyrir barðinu á drykkju- og dópfólki. Þetta fólk er reyndar yfirleitt ekki með nein læti, en það er undir töluverðum áhrifum og það betlar peninga af fólki, sínkt og heilagt.

Ég sé fyrir mér, að ef bannað yrði  með lögum að reykja á götum úti ... já hvað sæji ég fyrir mér? Einhver drukkinn eða dópaður færi að bögga mann, og ég reykingamaður, á förnum vegi, sem væri í útréttingum. Ég reykingamaðurinn/konan verð kannski stressuð vegna böggs drykkjumannsi og kveiki mér mér í rettu, á almanna færi. Þá væri ég að brjóta lög. En hvað með drykkjumanninn/dópistann? Sá, eða sú, er líklega í fullum rétti þrátt fyrir sína neyslu. Og bögg.

En ástandið í miðbæ Reykjavíkur er þannig, að þeir sem koma þangað sjaldan, eru ómeðvitaðir um það. Mig grunar að þingmenn og ráðherrar forðist miðbæ Reykjavíkur. Sé sjaldan þingmenn þarna nú orðið. Þetta eru ríkisstarfsmenn sem eru í áskrift að laununum sínum og búa flestir í fílabeinsturni.

En til að styðja dæmisöguna hér að ofan, ætla ég að deila með ykkur reynslu minni af uppákomu í miðbæ Reykjavíkur í byrjun janúar s.l. Og vil taka fram að ég kveikti mér ekki í neinni sígarettu í þessari ferð, en ef ég hefði kveikt mér í rettu þarna á skattstofunni hefði mér verið umsvifalaust hent út, en maðurinn sem kemur við sögu og sem var sauðdrukkinn, hefði verið látinn vera og fékk hann meira að segja að komast á klósettið á skattinum, þar sem honum var orðið mikið mál. En greinilegt er, að reykingamenn eru sett skör lægra en drykkju- og ef ekki uppádópaðir einstaklingar í þessu þjóðfélagi, í boði nokkurra þingmanna sem eru að vinna við aðgerðaráætlun um tóbaksvarnir. En hvað með drykkju- og læknadópsvarnir? En hér kemur reynslusaga mín úr miðbæ Reykjavíkur:

"Ég tók strætó niðrí bæ þennan dag, 3. janúar 2011, og finn að einhver er að elta mig
í Hafnarstræti. Og hann ropar, þar sem hann labbar þétt upp að mér.

"Greinilega drukkinn," hugsa ég með mér "og vonandi ekki á amfetamíni."
Og hann eltir mig alla leið upp á Skattstofu, þó að ég hafi reynt að rökræða við hann
á leiðinni, um að ég væri upptekin og ætti erindi við "Skattmann."


Hann vantaði greinilega félagsskap og vildi fara eitthvert að borða. Hann var eitthvað
gjammandi frammí uppi á Skattstofu, en var samt ekki með nein læti. Á meðan ég bíð
eftir afgreiðslu held ég áfram að reyna að rökræða við hann: um að ég væri
að fara í vinnuna og það væri dýrt að borða á veitingastað ... En peningar eru
ekkert vandamál hjá honum: hann væri í vinnu í Noregi og á góðum launum o.s.frv.
'Maðurinn er greinilega heima í fríi' hugsa ég með mér 'og er líklega búinn að
vera drukkinn frá því á gamlárskvöld' og spyr svo hvernig honum líkar við
Norsarana og svoleiðis ... Ekki kom neitt sérstaklega jákvætt svar við því hjá honum.

Þegar kemur að mér í röðinni, gef ég mér góðan tíma að fylla út eyðublaðið.
En er á sama tíma að hugsa um undankomuleið. Hann myndi hugsanlega elta mig
upp í strætó þegar ég færi heim, og svo beint upp að dyrum. Kannski kæmist
ég út bakdyramegin þarna á Skattstofunni og skrifa beiðni um það á
snepil sem ég fann í veskinu hjá mér: "Mér var veitt eftirför hingað.
Kemst ég út bakdyramegin hérna? Já eða nei?"

Held síðan áfram að einbeita mér að útfyllingu eyðublaðsins og verð svo
vör við að allt er orðið hljótt í kringum mig. Ég lít við og ég er eini
viðskiptavinurinn þarna inni. Enda komið að lokun, klukkuna vantaði ca.
þrjár mínútur í hálf fjögur. 'Kannski bíður hann eftir mér fyrir utan'
hugsa ég með mér. Beygi mig niður að glugga og teygi álkuna út, þarna uppi
á 4. hæð í Tollhúsinu. En ég kem sem betur fer ekki auga á kauða þarna
fyrir neðan. Líklega búinn að gefast upp á mér.

Um leið og ég rétti úr mér, segir starfsmaður bak við afgreiðsluborðið:
"Hann fór á klósettið."

Ég geng að afgreiðslunni, rétti honum eyðublaðið, og segi í flýti:
"Hann veitti mér eftirför hingað!" Og svo hraða ég mér út. Nú er ég
laus við kauða og vona bara að ég rekist ekki á hann þarna í bænum, þar sem
ég þarf að sinna nokkrum erindum áður en ég fer heim.
...

En ég verð bara að segja fyrir mig, að þessi ferð mín á Skattstofuna í
Reykjavík í Tollhúsinu þennan dag, verður mér minnisstæð. En ekki grunaði
mig þá, að þetta yrði mín síðasta heimsókn þangað, áður en smellt yrði í lás,
og starfsemin flutt upp á Laugaveg.

En ef alþingismenn ætla að gera drykkju- og/eða dópistum hærra undir höfði en okkur reykingamönnum, þá líst mér ekki á blikuna.

Er ekki kominn tími fyrir alþingismenn að stíga út úr fílabeinsturninum. Ég fer amk fram á það, enda er þetta starfsfólk á launum hjá mér.

 

 

 

 


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er það ekki bara fínt mál? Fínt að selja áfengið þarna líka.

Tóbak er ávanabindandi eins og mörg lyf/læknadóp. Áfengið er líka í þessum flokki: lyf/læknadóp, sígarettur og áfengi. Er ekki þá viðeigandi að þetta verði selt á einum og sama staðnum? Fróðlegt væri nú að fá að vita um hversu margir af tillöguflytjendum þessarar þingsályktunartillögu hafa hagsmuni að gæta hvað apótek varðar!!!

En ég ætla að tjá mig betur um þetta mál og sýna fram á að slíkt bann mismuni aðilum sem eru í neyslu. Stay tuned!!!!


Kraftmikil skrúðganga í Austurstræti

Var að koma út úr Landsbankanum í Austurstræti um kaffileytið í dag, þegar herskari af börnum gengu Austurstrætið og börðu bumbur í takt. Hvað er í gangi? Hugsaði ég með mér. Gat ekki greint orðaskil og reyndi að lesa á borðana barnanna.

Ég stóð þarna á tröppum höfuðstöðva Landsbankans. 'Kannski eru þau að mótmæla einhverju varðandi hrunið, eða jafnvel fyrrverandi eiganda Landsbankans.' Hugsaði ég með mér. Securitas maðurinn sem ég stóð við hliðina á þarna á tröppunum sýndi engin svipbrigði. Þannig að ég hætti mér ekki í neinar umræður við hann.

Skrúðgangan var löng, og ég sé eftir að hafa ekki verið með myndavélina á mér. En svo hætti ég mér út í skrúðhafið og gekk við hliðina á konu: "Eru þau að mótmæla einhverju eða fagna einhverju?" spurði ég. "Við erum frá Frístundaheimilum í Vesturbæ, og erum að fara í kassabílarallíkeppni á Ingólfstorgi." - Þar kom skýringin og ég óskaði þeim góðs gengis. Held að hennar flokkur hafi unnið í keppninni. Hún var blámáluð í framan.


mbl.is Kraftmiklir kassabílar kepptu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegt að borgin hafi fjarlægt körfubolta körfu sem og

kastala og sandkassa.

Ég þekki ekki málavöxtu, en skv. fréttinni má skilja á viðmælanda að körfuboltakarfa, sem og sandkassi og klifurkastali hafi verið fjarlægð í Grafarvogi og jafnvel vegna kvartana eins íbúa (kannski fleiri). Skelfilegt að karfa sé fjarlægð nú, eftir að hafa verið uppi í áraug. Hver er eiginlega stefna borgarinnar gagnvart velferð barna- og unglinga? Eiga þeir að mæna göturnar á meðan foreldrarnir krefjast þess að hljóð sé í hverfinu á meðan þeir hlusta og horfa á fréttir og sápuóperur á öldum ljósvakans?

Eftir að hafa lesið þessa frétt, get ég ekki mælt með að Reykjavík sé barnvæn borg.

Nú þurfa krakkar virkilega að láta hendur standa fram úr ermum og mótmæla niðurtöku körfunnar sem og kassans og kastalans.

Næsta skref verður að gera skurk í að ýta á borgarstjóra og stjórn hans hjá borginni og krefjast þess að krakkar í Reykjavík geti notið þess að fá tækifæri til að leika sét úti og að borgin viðhaldi viðeigandi leiktækjum til þess og heimili að sama skapi leik barna á viðeigandi útivistarsvæðum, þ.e. rólóum og leiksvæðum sem eru í eigu borgarinnar. 

Kannski er næsta skrefið að krakkarnir í Grafarvoginum eiga þess ekki annars kost en að mæta með mótmælaspjöld niður í ráðhús uppúr hádeginu á föstudaginn í þessari viku. Tilefnið er nægilega mikið. 

ÁFRAM GRAFARVOGSKRAKKAR!!!!


mbl.is Mótmæli í Grafarvogi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinir Sjonna voru frábærir og ég hafði á tilfinningunni að þeir kæmust áfram ...

iceland.jpg

... sem og þeir gerðu - með stæl.

Ég hef ekki fylgst nægilega mikið með keppninni og hvað þá framlagi Íslands í ár, en ég hef þó hlustað á lagið og eitthvað séð af framvindu sveitarinnar í sjónvarpinu síðustu daga.

Þegar ég horfði á framlag Íslands í kvöld, varð ég stolt af framlagi okkar: þarna voru strákar að spila og syngja, í minningu vinar síns og það sem mér fannst lang flottast var að allir í bandinu sungu - sinna hluta í laginu. Þetta er fallegt lag og bandið kom vel út á sviði, þar sem ekkert var um tiktúrur eða sjónhverfingar. Mér fannst sætt þar einn gæjinn í bandinu kyssti starfsélaga sinn, þegar stutt var liðið á lagið/sönginn, en ég fattaði ekki alveg í hvaða tilgangi það var.

Gaman væri að einhver lesandi þessa bloggs og aðdáandi "I'm coming home" gæti útskýrt fyrir mér afhverju kossinn varð á þessu augnabliki í laginu, eða bara koss yfirleitt. Ekki það að ég sé ekki fyrir það að kyssa án tilefnis, eða þannig.

Áfram Ísland í Eurovision!

 

 


mbl.is Ísland komst áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband