Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hefur Berlusconi áhuga á fleiru en berfættum stúlkum? Berlusconi Taka I

Í mars 2006 hófust vafasöm viðskipti tengdum aflandseyjum á þröskuldinum á Downingstræti 10. Ýmis fyrirtæki voru stofnuð, í London og á Karabísku eyjunum. Reyndust þessi fyrirtæiki hafa verið stofnuð í þeim tilgangi Silvio Berlusconi, þáverandi utanríkisráðherra Ítalíu, að geiða mútur til bresks lögmanns að nafni David Mills, eiginmenni þáverandi menningarmálaráðherra Breta, Tessa Jowell. En henni tókst á sínum tíma að halda embætti sínu fyrir tilstuðlan Tony Blair, þar sem hann sagði að hún hefði ekki haft vitneskju um neitt óeðlilegt varðandi viðskipti eiginmannsins, snemma á árinu 2006.

 

En málið snýst ekki um litlar ásakanir. Störf lögmannsins Mills, fyrir Berlusconi, hafa verið sífellt í fréttum í breskum og ítölskum fjölmiðlum frá árinu 1996. Getur verið að viðskipti eiginmanns Jessa Jovell, þá ráðherra bresku krúnunnar, hafi farið alfarið fram hjá henni og að hann hafi sætt rannsóknum vegna skattsvika og bókhaldssvika?

 

Hún er þess meðvitandi í dag að ítalska lögreglan staðhæfir að eiginmaður hennar hafi eytt bókhaldsgögnum sem ítölsk og breks yfirvöld voru að leita að. Skaðsamar fullyrðingar yfirvalda geta skaðað pólitískan feril hennar.

 

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að David Mills, eiginmaður ráðherrans, hafi stofnað ýmis leynifélög í London og á Karabísku eyjunum fyrir hönd fjölmiðlamógúlsins Silvio Berlusconi. Uppbygging félaganna voru stofnuð með það í huga að komast hjá ítölskum fjölmiðlalögum, braska með bókhaldið varðandi hagnað og sneiða hjá ítölskum reglugerðum varðandi gjaldeyrisviðskipti.

 

Þann 7. júlí 2006 voru Mills og Berlusconi ákærðir á Ítalíu fyrir fjárdrátt, bókhaldssvik, skattsvik og peningaþvætti.

 

Berlusconi hafði byggt upp Fininvest, sem varð annað stærsta ítalska fyrirtækið á eftir Fíat, og sem samanstóð af fjölmiðlafyrirtækjum, þar á meðal þriggja af stærstu sjónvarpsrásum Ítalíu, sem og fjölmörgum fjármagnsfyrirtækjum.

 

Fininvest og dótturfélög þess, eiga stóra hluti í fjölmiðla- og útgáfufyrirtækjum á Spáni, og annars staðar í Evrópu. Skv. tímaritinu Forbes er Berlusconi ríkasti maður Ítalíu. Í árslok 2005 var hann metinn á 12 billjónir dollara. Það gerði hann að 25. ríkasta manni veraldar á þeim tíma.


mbl.is Reynir að stöðva myndbirtingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einræðisherrar virðast ríkja alls staðar: Sarkozy og Bersusconi eru við völd, en sem betur fer erum við laus við Ásgrímsson, Oddsson, og fyrirbæri á borði við Ingólfssyni!

Ég veit lítið um bakgrunn Sarkozy en það getur sagt manni heilmikið ef karlinn ætlar að fækka rannsóknardómurum. Það segir heilmikið. Hver ætli hafi þrýst á hann um að taka þetta skref og hvað ætli hann hafi fengið borgað mikið undir borðið fyrir að taka þessa ákvörðun?

Hef ekki fylgst nægilega með Berlusconi undanfarin misseri, en ef einhver getur flokkast sem spilltur stjórnmálamaður þá er að hann.

Við almenningur erum og höfum verið of grunlaus gagnvart stjórnmálamönnum, bæði hér heima og erlendis. Þegar þessir karlar komast til valda virðast þeir komast upp með ólíklegustu uppátæki, eins og við þekkjum hér, eða þykjumst vita. Enda er það líklega bara toppurinn á ísjakanum sem við vitum um brask og sjálftöku íslenskra stjórnmálamanna. Hvað þá er varðar þá ítölsku, og þá bresku?

Í frétt mbl. sem ég er að blogga um segir "Silvio Berlusconi er hættulegur" að mati Joly rannsóknardómara. Ég veit ekki í hverju hættan felst: er karlinn karlinn kannski ofbeldishneigður og líklegur til að leggja hönd á konur, börn og aðra karla? Nei, það held ég ekki, í bókstaflegum skilningi.

En til eru karlar sem beita aðra fjármálalegu ofbeldi, þó að höndin laus komi þar aldrei við sögu. Margir Íslendingar hafa orðið fyrir fjármálalegu ofbeldi karla og kerlinga sem sölsuðu undir sig bankana og mötuðu ehf félög sín á fjármunum sem voru teknir beint út úr bönkunum.

Í dag sitja margar fjölskyldur, feður, mæður, börn, afar og ömmur sem hafa lent í klónum á aðallega íslenskum ofbeldismönnum á sviði fjármála; það er erfitt fyrir þetta fólk að fá slíkan löðrung frá þáverandi velmegtandi mönnum. Margir landsmenn sitja uppi með tómar bankabækur og stórt tap vegna fjárfestinga í bönkum sem ofbeldisfullir fjárglæframenn áttu hlut í og stjórnuðu með harðri hendi.

En þetta með Berlusconi karlinn, þá hefur hann farið víða í skattaparadísum og braksað og hefur verið einn stærsti eigandi fjölmiðla á Ítalíu s.l. ár (kannast einhver á Íslandi við svona: hver/hverjir hafa átt stærstan hlut í fjölmiðlum hér á landi undandarið?). Karlar á borð við Berlusconi eru kannski ekkert allt of skynsamir: hann hefur líklega farið að ráðum lögmanns síns, á sínum tíma, sem hvatti hann til að stofna ehf á aflandseyjum. Lögfræðingurinn fær greidda stóra fúlgu við aðstoð við slíkt. 

Ef Berlusconi hefur farið þessa leið, sem og hann fór, og braskaði mikið, þá er ekki ólíkleg tað íslenskir fjárglæframenn og fjölmiðlamógúlar hafi farið sömu leið. Enda með lögfræðinga í vinnu sem hafa allir lært á sömu bókina.

En þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að við almúginn kunnum ekki á svona klæki, enda upp til hópa daufdumbir daglaunamenn og kunnum ekki á alþjóðabraskið sem hefur viðgengist hér í ótal mörg misseri. Við fáum bara vitneskju um braksið þegar kerfið hrynur og fólk vaknar upp við vondan draum þegar það tapar innistæðum sínum. Sama virðist gilda um lífeyrissjóðina sem höfðu sömu tröllatrúnna á íslensku fyrirtækjunum sem þeir fjárfestu í. Greinilega gaphausar sem eru þar við stjórnvölinn og algerlega úti á túni; aðilar sem eiga að tryggja fjármuni okkar til framtíðar.

Einræðisherrar eru hættulegir. Eða er það ekki? Hitler ku hafa verið hættulegur. En ég er farin að halda að þessir ofbeldisfullu fjármálamógúlar sem hafa stýrt fjármagninu okkar undanfarið séu 100 sinnum hættulegi en Hitlar var nokkurn tíma.

Silvio Berlusconi er hættulegur að mati Evu Jolie. Eigum við að taka mark á því? Já, líklega, ef hann stórnar því sem birtist í fjölmiðlum á Ítalíu og jafnvel í fleiri löndum.

Og við verðum að reyna að gera okkur grein fyrir því hvort einhverjir ofbeldisfullir fjármálaeinræðisherrar séu að reyna að stjórna fjölmiðlum hér á landi.

En saga Silvio Berlusconi er meira en lítið skrautleg og ætla ég að reyna að segja hana hér, eða hluta af henni, í næsta bloggi. Við verðum að vera meðvituð um hvernig þessir karlar vinna.

Ég veit ekki til þess að Sarkozy sé bisnesskarl. En eins og að ofan getur, grunar mig frekar að hann sé handbendi bisnesskarla, sem kaupa hann til ákveðinna skítverka.


mbl.is Joly snuprar Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarvargurinn þrumu lostinn yfir vondu veðri á Hellisheiði!

Ég hélt að ég væri að lesa frétt á mbl.is frá s.l. vetri um vont veður á Hellisheiði. Hér í Reykjavík er gróður kominn á gott skrið og sumarið komið í mínum huga. Var þetta vonda veður kannski á Hellisheiði eystri? Nei, greinilega ekki. Í fréttinni kemur fram að bíll lenti útaf á Hellisheiði og tveir í Þrengslunum. Sem þýðir Suðurland og svo urðu þrumur og eldingar. Ég borgarvargurinn, er greinilega ekki meðvituð um válynd veður sem geysa í næsta nágrenni við höfuðborgina. Þó að mér finnist sumarið sé komið. En loftið er kalt og gluggaveðrið getur stundum gabbað mann.

En hefur nokkur heyrt af veðurspá Dalvíkurmanna sem spá árlega í sumarveðrið með því að lesa í innyfli dýra??? Hef ekkert heyrt af þessum góðu Dalvíkurmönnum þetta vorið.  Gaman væri að heyra fréttir frá þeim þarna norðan heiða!


mbl.is Snjór og þrumur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóliði brýst inn í Kaupþing banka og verður ákærður, en hvað með íslensku útfararvíkingana sem átu þennan banka að innan s.l. ár?

Er þetta eitthvað djók með þessa frétt að sjóliði í vímu brjótist inn í Kb banka í Austurstræti? Aumingja KB banki í eigu ríkisins. Er þetta kannski sami banki og margir lögðu peningana sína inn í, t.d.  Peningamarkaðssjóði og töpuðu mikið á því? A.m.k. hafa ekki verið gerð greinanleg skil milli    gamla og nýja Kb. Ekki á skattskýrslunni a.m.k. Og af hverju töpuðu íslenskir einstaklingar á Peningamarkaðssjóðum KB? Jú af því að fyrirtæki á borð við stærstu eigendur bankans sjálfs voru með skuldabréf í Peningamarkaðssjóði í sjálfum sér, og svo af því að sjóðum KB banka var lokað fyrir útttekt að kvöldi 3. október 2008, mörgum að óvörum.

Í ársbyrjun 2008 var farið að bera á vanskilum á skuldabréfum aðila sem Peningamarkaðssjóður KB banka fjárfesti í sem leiddi til lækkunar á gengi sjóðsins. Af hverju var það? Nú af því að stórir braskarar á borð við Bakkabræður, félög/félag í eigu Ólafs Ólafssonar og aðra sem fóru geyst hér fyrr á misserum við stofnun gífurlegra skulda, líklega var Jón Ásgeir og fleiri í þessu líka, við banka, sem voru í eigu hins almenna hluthafa. En þetta var ala 2007 og fyrr, en er liðin tíð ...

On hvað með það núna? Nú á að leiða danskan sjóliða í gálgann vegna þjófnaðar í KB banka, en þeir sem hafa étið gamla KB banka að innan og rænt bankann og almenna hluthafa hans stórum fjármunum á stuttum tíma með hlutabréfabraksi, yfirgengilegum launum og feitum bónusum, eru ekki taldir sem sjóliðar, þó að þeir eigi og stýri stórskútum. Þeir eru alltaf taldir í hópi svokallaðra "víkinga" en sú stétt er viðurkennd sem slík og litið er upp til víkinga fyrir að 'rupla og ræna.' Og þessir víkingar spóka sig um í erlendum skattaparadísum (London þar með talin), þó að flestir þeirra geri sér ekki alveg grein fyrir því að Bretinn er farinn að herða að skattaól fjárglæframanna. En samt ganga ýmsir þeirra lausir þar, svo sem lögfræðingar sem hafa sérhæft sig í fjárfestingum í skattaparadísum fyrir mógúla á borð við Berlúskóní og jafnvel maka ráðherra í Uk. En það er ekkert skrýtið. Allt fjárglæfraliðið á Íslandi gengur laust og hefur haft marga mánuði til að farga gögnum í pappírstæturum um land allt.

En gúrkutíðin hér er greinilega töluverð þar eð frétt snýst um sjóliða á dönskum dalli sem fær hjartaáfall við að mæta íslenskum laganna vörðum.

Er ekki kominn tími til að íslensk yfirvöld sýni hinum íslensku banka- og fjárglæframönnum skoltinn á sér, svo um munar? Afætum íslensku bankanna og öðrum fyrirtækum veitir ekki af smá íslenskum aulahrolli, svona í sumarbyrjun.

P.S. En þetta með íslenska fjárglæframenn eða "víkinga" á breskri grund, að þá efast ég um að það eigi eftir að væsa um þá á þarna. Engilsaxar komust upp með þetta á sínum tíma: þeir gengu á land, sölsuðu undir sig þorp við strendur Bretlands og víðar, þar sem þeir fóru um rænandi og ruplandi. Mörgum þeirra tókst jafnvel að véla konur til fylgilags við sig, o.s.frv.

Í dag má reyndar finna mörg engisaxnesk staðarnöfn og lánsorð í málinu til forna, sem rakið er til þessara engilsaxnesku víkinga. Og var ekki London kölluð "litla Reykjavík" hér fyrr í vetur þegar einhver breksur banki fór á hausinn þarna og kreppan var á fullu skriði inn á strendur Bretlands?

Kannski er þess ekki langt að bíða að finna megi götunöfn í Bretlandi á borð við "JonBonusStreet" eða "JonDebptStreet" - "OlafurAllé" og jafnvel "BakkaLine" eða hvaðeina ...

En aðalfréttin í fréttinni verður auðvitað: hvað varð danska sjóliðanum til lífs og hvað orsakaði hjartaáfallið fyrst og fremst?


mbl.is Braust inn í banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama að skoða útrýmingarbúðir - hann sem hefur verið að skjóta í Afganistan að undanförnu!

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til Egyptalands í næsta mánuði. Þar mun hann ræða tengsl Bandaríkjanna við múslíma, en margir hafa beðið eftir þeirri ræðu forsetans. Talsmenn Hvíta hússins greindu frá þessu.

Obama er væntanlegur til Egyptalands 4. júni. Daginn eftir mun hann heimsækja Dresden í Þýsklandi og skoða útrýmingarbúðir nasista í Buchenwald.

Hver er tilgangur forsetans með þessu? Á meðan hann skoðar útrýmingarbúðir, er her hans að skjóta villt og  galið á fólk í Afganistan.  En í frétt á mbl.is 5. maí s.l. má nefnilega lesa eftirfarandi hluta úr frétt:

"Talið er að a.m.k þrjátíu manns liggi í valnum eftir loftárás sem bandaríski flugherinn stýrði í héraðinu Farah í vesturhluta Afganistan í fyrrakvöld. Talsmaður Alþjóðarauða krossins staðfesti í samtali við AFP að konur og börn hefðu verið meðal þeirra sem létust. "


mbl.is Ávarpar múslíma í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Who cares. Ef Björgólfur er gjaldþrota? Koma þarf heimilum upp úr því kviksyndi þar sem þau eru á við sökkkvandi skip!

Braskið á þessum manni og syni hans í Landabanka og öðrum fyrirtækjum hér á landi, hefur eflaust komið mörgum landanum í hryllilga aðstöðu.

Frétti það hér um árið hjá starfsmanni Landabanka, á fyrirtækjasviði,  að ákveðinn aðili sem hann þekkti fylgdi alltaf Björgúlfi, þ.e. hvar hann væri að fjárfesta. En gvuð minn góður, hvar skyldi þessi aðili vera staddur í dag. Ætli þessi aðili hafi grætt eitthvað á símafyrirtækjum í Austur-Evrópu? Eða bara Landsbankanum, áður en hann fór í þrot? Vonandi!

Ísland er eins og sökkvandi skip. Nú gildir bara: hver fyrir sig. Enda er 'skipperinn' stokinn fyrir borð.

Björgunarbátar ku vera á leiðinni og margir vilja bjarga farþegum af skútunni, en verður lítið ágengt: landsmenn eru að drukkna í skuldum sem bankarnir veittu þeim í gerfi-góðærinu þegar þeir hinir sömu hvöttu landsmenn til að taka myntkörfulán í stórum stíl.

Bankarnir, sem eru í ríkiseigu í dag, verða að bjarga þessu fólki frá drukknun með því að gera eitthvað í málinu. Annað er hrein aftaka í drekkingarhyl frjálsa bankagímaldsins, sem Sjálfjstæið og Framsókn komu landsmönnum í hér um árið, stuttu eftir aldamótin síðustu.

Það er skýlaus krafa almennings að stjórnvöld bjargi heimilum landsins upp úr því kviksyndi sem glæfrafjárfestar bankanna komu þeim í. Ef það tekst ekki, er það á við að mörgum landsmönnum sé komið fyrir kattarnef í drekkingarhyl fyrrverandi óábyrgra stjórnvalda.


mbl.is Björgólfur ábyrgur fyrir 58 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki láta bugast af svona fréttum!

Borðaðu hvítlauk og annað viðeigandi er varðar viðhald góðrar heilsu eins og ég hef bloggað um hér að undanförnu.
mbl.is Svínaflensan hugsanlega komin til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband