Bandaríkjamenn alls ekki óvanir landakaupum!

Danskir pólitíkusar eru að fara á límingunum yfir ummælum Trumps, að hann hefði áhuga á að kaupa Grænland. Þeim finnst þetta vera eins og aprílgabb og sýna að karlinn sé endanlega orðinn galinn.

Þeir sem þekkja Trump, vita að hann hefur vílað og dílað gegnum tíðina, keypt lóðir og byggingar í USA. Hann kaupir þar sem hann sér tækifæri. Hann sér tækifæri í að USA eignist Grænland. Líklega væri hann til í að eignast Grænland persónulega.

Það er í blóði Ameríkana að kaupa land/landspildur. Fyrrum félgai hans Jeffery Epstein keypti sér t.d. eyju í Karabíska hafinu. Af hverju er það skrýtið að Trump hafi augastað á mun stærri eyju í Atlantshafinu sem getur gefið töluvert af sér þegar snjórinn bráðnar?

Bandaríkjamenn keyptu Alaska af Rússum árið 1867 á 7.2 milljónir dollara. Að kaupa land er eins og hver annar bisness í augum þeirra í USA. Ekkert aprílgabb þegar slíkt ber á góma.


mbl.is Segir Dani ekki geta selt Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og svo vildu Íslendingar kaupa Alaska af Bandaríkjunum, en ekkert varð af því, jafnvel þó vel væri boðið af hálfi Grant forseta.

Gunnar Heiðarsson, 17.8.2019 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband