Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Öflugri öryggisgæsla við Keflavíkurflugvöll mikilvæg!

Nú er mikilvægt að öryggisgæsla á Keflavíkurvelli verði efld til muna. Mikilvægt að leita sérstaklega á þeim sem ætla að fara úr landi. Hverjir fara úr landi fyrir utan Íslendinga og almenna ferðamenn? Það geta verið ýmsir, sem hafa komið til Íslands á ýmsum forsendum.

Ef hryðjuverkamenn komast gegnum öryggisgæslu á íslenskum flugvelli, og geta sprengt sprengjur í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, eins og gerðist í Brussell í gær, þá getum við bókað að það verði hrun í ferðamannastraumi hingað til lands.

Hver vill hrun í þessum geira? Fólk er fullsatt á hruninu 2008. Nú verða yfirvöld að bretta upp ermarnar og virkja flugstöðina í mestu hættumörk, þó að það kosti meira fjármagn. Skv. lögreglustjóra Suðurnesja, var ekki virkjað mesta hættustig á flugvellinum, en lögreglulið var aukið (þó að ég viti ekki muninn). Öflugri gæsla er mikilvæg - það er betra að vera öruggari, þó það kosti meiri féútlát, en að láta taka sig í landhelgi vegna vanmáttar.


Spurning um stöðu forsætisráðherra. Afsögn?

og hvort það væri skynsamlegur tími núna að hann segi af sér. Í mínum hug hefur Sigmundur hegðað sér og haft uppi tilburði eins og einræðisherra. Það er eins og hann fatti ekki eða viti ekki, að þó að hann sé forsætisráðherra, að hann er í raun hluti af teymi, sem samanstendur af íslensku ríkisstjórnini. Ef forsætirráðherra landins hefur ekki fattað að hann er hluti af teymi, sem á að vinna saman að velferð þjóðarinnar, þá er bara kominn tími til að þessi forætisráðherra segi einfaldlega af sér.


mbl.is Treysti ekki Vilhjálmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband