Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Forsetinn og frú komin í '2007' gírinn, enn og nú ...

... enda hefur forseti Íslands gefið það sterklega til kynna, að hann hafi ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta á næsta tímabili.

En kjörtímabili Ólafs er ekki lokið, en samt er kallinn og frúin á fínni boðssiglingu til Suðurskautslandsins, á meðan almúginn hér á landi á ekki til hnífs og skeiðar.

Þessi Suðurskautstúr gefur það steklega til kynna að forsetinn ætli að sinna erindum sem hann hefur áhuga á, og það felur ekki í sér að hann hafi áhyggjur af að tugir þúsunda fjölskyldna hér á landi eigi ekki til hnífs og skeiðar þegar líða tekur á mánuðinn, eða eigi fyrir mat almennt, eftir að bankinn hefur millifært greiðslur af húsnæðislánum og öðrum reikningum, sem hafa hækkað langt fram yfir getu bæði þeirra sem eru í launaðri vinniu, sem og atvinnulausra. 

Er það ekki bara fagnaðarefni og merki um hrós fyrir forseta vor, hversu vinsæll hann er, þannig að honum var nú bara boðið alla leið til Suðurskautslandsins? 

Hversu margir Íslendingar, sem eiga sárt um að binda og eiga ekki fyrir mat í dag, nú í mánaðarlok, ætla að hvetja Ólaf Ragnar Grímsson til að bjóða sig aftur fram til forseta? 


mbl.is Cameron ferðafélagi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íkveikjuárattan er af kynferðislegum hvötum.

Málið er að margir ungir menn eru haldnir íkveikjuáráttu vegna þess að eldurinn sem kviknar örvar þá kynferðislega. Kannski er þetta hluti af spennufíkn, eða ein deild þeirrar fíknar. Sumir fá mikið út úr því að skjóta upp mikið af flugeldum. En mig grunar að íkveijufíkn, sé ekki tengt því.
mbl.is Eldur í starfsmannabústað við Kleppsspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

'Sterk' vindmilla er framtíðin í orkusköpun!

Þetta er góð frétt! Enda hafa vindmillur sannað ágæti sitt fyrir að framleiða hreina orku. Bara að uppsetningin verði viðundandi og að millan hrynji ekki eins og millan hér á su-vestur horninu hér um daginnn.
mbl.is Vindmylla á Rauðalæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknrænt séð er Ólafur óléttur ...

og kominn langt á leið, þó að hann sé ekki kominn á steypirinn.

En það fæðist engin litil mús hér.  Þvert á móti.  - Mín tilfinning er sú að ársins 2012 verði minnst sem ársins þegar íslensk stjórnmál og flokkapólitík kúvendust, og þega ákveðnir flokkar og flokkskólfar liðu undir lok.


mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband