Offramboð á hótelum?

Gagnleg lesning á fréttinni "Spáir erfiðum árum fyrir hótelin" og viðmælandinn Ortlieb veit greinilega hvað hann er að tala um, enda með mikla reynslu.

Fyrir nokkrum árum þegar hótelturnar voru að spretta upp spurði ég: "Hver á að þrífa þetta?" Þeir sem þrífa hótelherbergin eru e.t.v. að miklu leyti erlent vinnuafl á vegum starfsmannaleiga.

Í dag, þegar ég er á ferð um ákveðna borgarhluta, sé ég nánast hótel á öðru hverju götuhorni. Og ég hef ekki farið varhluta á mörgum byggingakrönum þar sem hótelbygging er í gangi.

Maður hefur velt fyrir sér ... næsta hrun verður kannski ekki bankahrun, heldur hótelhrun og/eða eitthvað sem tengist ferðamannaiðnaðinum.

Landið er dýrt, og þeir sem koma í vikuferð, geta veitt sér 2ja vikna ferð fyrir sama verð til annars lands. Þetta hef ég eftir Þjóðverjum sem ég hitti hér. 

Ísland er of dýrt.


mbl.is Spáir erfiðum árum fyrir hótelin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Offramboð á hótelum var fyrirséð. Augljóst er að ferðamannaiðnaðurinn mun eiga í verulegur erfiðleikum í nánustu framtíð.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.6.2019 kl. 16:03

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Við verðum bara að vona það besta í stöðunni, að það verði ekki stór-hrun eins og 2008, en vissulega ganga ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki vel, enda hafa þau sprett upp eins og gorkúlur á undanförnum árum.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 24.6.2019 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband