Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Fosshótel - rísandi turn - en hver á að þrífa þetta?

Hversu oft hef ég ekki keyrt framhjá rísandi turninum undanfarið. Og spurningin er alltaf sú sama: "hver á að þrífa þetta?

Svo fór ég að taka eftir að þetta var merkt "Fosshótel" og ég dáist auðvitað að framsækninni í að byggja svona stórt hótel. En spurningin er alltaf sú sama: "hver á að þrífa þetta?" Sækja einhverjir Íslendingar um vinnu þarna, eða verður vinnuafl flutt inn, til að þrífa þetta?

Í gærkvöldi nefndi ég þetta á nafn í gestaboði, og kom ákveðið nafn þrifafyrirtæiis til sögunnar. Líklega fá þrifafyrirtæki samninga við svona hótel, sem ráða til sín nýbúa og kannski nokkra Íslendinga, á skítalaunum, til að þrífa þetta. 

Götumyndin þarna í nágrenninu getur tekið á sig ýmsar myndir. Ég var oft farþegi í bíl á leið til vinnu eldsnemma að morgni. Í eitt skiptið var útigangsmaður að skila stóru af sér við hornið á turninum í Borgartúninu, rétt hjá Fosshótel. 

Það merkilegasta var að maðurinn var með hvítan pappír til að skeina sig á, þó að hann ætti í erfiðleikum með það vegna ölvunar. Hvítur pappírinn blakti í golunni.

Þetta er bara spurning um hvort hótelgestir verði ánægðir með þrif á hótelinu og að þeir geti gengið óáreittir í nágrenni hótelsins, án þess að mæta ofurölvi útigangsmönnum.


mbl.is Gestir inn - iðnaðarmenn út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konan í Hraðfréttum, hm

Gaman að lesa viðtalið við Hraðfréttakonuna. Aha! hugsa ég með mér. Anna Líaa Wium Douieb, heitir kerlan. Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar hún dúkkar upp í Hraðfréttum. Svo er hún kannski pósk í þokkabót?

Kom að máli við kunningjakonu fyrr í vetur, sem ég veit að á systur. Spurði hana hvort að systir hennar væri að leika í Hraðfréttum. Svarið var "nei" en ég sagði að það væri kona í Hraðfréttum sem væri lík týpa og hún sjálf. 

En, bara áfram Hraðfréttir ....


mbl.is Friðurinn úti með Hraðfréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju hefur það tekið tízkumógúla áratugi að fatta flottar stelpur?

Þá á ég auðvitað við stelpur, eða konur, sem nota fatastærð 42+

Konur og stelpur sem nota fatastærðir í 42+ vilja vera vel klæddar, smart, og fylgja týzkunni, alveg eins og konur sem nota litlar fatastærðir.

En í gegnum tíðina hefur það kannski verið erfitt fyrir 42+ konur að finna á sig tízkufatnað, þar sem fjöldaframleiddur týzkufatnaður er í meirihluta í minni stærðum.

Svo ekki talað sé um týzkusýningar frægra hönnuða, þar sem sýningardömurnar líkjast vannærðum unglingum eða jafnvel beinagrindum. 

Konur í 42+ eiga erfitt með að samsama sig slíkum verum, og halda að týzkuföt tilheyri bara horgrindum.

Konur eru í alls konar stærðum og mismunandi að lögun. Þannig að nú er kominn tími til að 42+ fái uppreisn æru og fái eitthvað ærlega smart á sig, sem vimmufatnað og spari. Og auðvitað þarf góða ofurfyrirsætu til að sýna fatnaðinn. 

Loksins uppgötvaði einhver týzkumógúllinn Tess Holliday. - Vonandi er "Tess" týzkan komin til að vera.

Hókus-pókus - 42+ konurnar eiga eftir að rúlla tízkunni upp!


mbl.is Stærsta ofurfyrirsæta sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga loðdýr heima á kaffihúsum?

Kaffihús eru undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits. Sú stofnun gerir ákveðnar kröfur varðandi hreinlæti og fleira. Ekki veit ég hvort Heilbrigðiseftirlit horfi eftir hunda- og kattarhárum.

En vandamálið er, að þessi dýr eru alltaf að fara úr hárum, eins og maður sjálfur, þannig að það væri ekki á það bætandi að loðdýr væru leyfð á kaffihúsum.

Ég hef oft séð og handfjatlað fatnað fólks sem er með hunda eða ketti. Dýrahárin loða við flýkurnar í hundraðatali.

Þeir sem reka kaffihús, og þeir sem vinna þarna og þurfa að þvífa þetta, eiga í nógu að snúast, þó að hunda og kattahár bætist nú ekki í þrifa-flóruna.


mbl.is Vilja leyfa dýr á kaffihúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV maður í meðferð - dýrt fyrir okkur skattborgarana

RÚV hefur ekki verið að græða feitt undanfarið. Og veikindafrí starfsmanna vegna áfengisneyslu bæta ekki ástandið. Ég er ekki sammála stjórnvöldum um að sá sem neyti áfengis sé haldinn sjúkdómi. Hvað með t.d. starfsmann á RÚV sem reykir, og vill hætta að reykja? Fengi hann frí á fullum launum í af-reykingarmeðferð?

Fullt af fólki ánetjast ýmsu: áfengi, sígarettum, eyturlyfjum og læknadópi.

Ok, þá er mín spurning: sá sem ánetjast læknadópi og er í vinnu hjá ríkinu, fær viðkomandi veikindafrí á fullum launum til að fara í afvötnun?

En ég óska Sigmari alls góðs, og sakna hans úr Kastljósinu. En hann veður að eiga það við sjálfan sig hvort hann sé virkilega haldinn sjúkdómi eða einfaldlega haldinn ákveðinni fýkn. - Stattu þig strákur!


mbl.is Sigmar í meðferð á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótel við Höfðatortg - hver á að þrífa þetta?

Hef horft uppá að Fosshótel reisi ofurturn við Borgarún. En hver á að þrífa öll þess herbergi, þegar ferðamenn koma þangað? Þetta er hótel uppá margar hæðir, sem gnæfir yfir umhverfið þarna.

Sá sem ég hef ekki séð þarna, er fiðlarinn á þakinu. Held að hann hafi ekki hætt sér þarna upp. En hann sást víða á húsþökum á árunum fyrir hrun. Kannski hefur hann lært af reynslunni: að hætta sér uppá húsþök hótela og annara mannvirkja nú á tímum, af ótta við að verða fallvaltur við næstu niðusveiflu.


mbl.is Stendur tæpt en mun takast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstök frétt um flutning Fiskistofu norður: aðeins forstjórinn fer

Ég horfði á fréttir á RÚV um væntanlegan flutning Fiskistofu til Akureyrar. Nú er víst búið að ákveða að Fiskistofa flytji, en starfsmenn stofunnar þurfa ekki að fylgja með. Nema forstjórinn.

Þetta er svolítið skondið. Ef heil stofnun er að flytja úr Hafnarfirði til Akureyrar og einungis forstjórinn þarf að flytja norður, þá væri hægt að sjá þetta fyrir sér að þyrla hífi upp húsnæði Fiskistofu, með forstjórann hangandi í eftirdragi.

Og restin af skrifstofuliðinu standi húsnæðislaust í nepjunni í Hafnarfirði. Hvar og hvernig á að vinna verkin, ef enginn vill flytja norður?

En vissulega geta starfsmenn stofnunar verið dreifðir út um borg og bý til að sinna verkum stofnunar, nú á vef-tækni-öld.

En skv. fréttinni, hljómaði þetta að forstjórinn einn yrði á Fiskistofu á Akureyri og restin af liðinu hér á höfuðborgarsvæðinu. Það væri auðvitað alveg út í hött. Enda fylgdi ekki fréttinni hvort þeir sem vildu ekki fylgja forstjóra norður, héldu stöðu sinni.

 


Gargandi kríjur á Lækjartorgi

Um síðustu helgi varð ég vör við töluvert af kríjum á Lækjartorgi. Man ekki eftir að hafa séð kríjur þarna áður, á þessum árstíma, jafnvel aldrei. En í frétt á mbl. segir Jóhann Óli, fuglafræðingur á Stokkseyri, að hann hafi orðið var við fyrstu kríjurnar fyrir um viku síðan á Stokkseyri.

Hugsanlega voru kríjurnar á Lækjartorgi nýkomnar til landsins, og kannski ekkert æti fyrir þær úti á Seltjarnarnesi, þar sem kríjur verpa vanalega. Líklega lítið um æti við ströndina þar.

En alls konar fuglar leita á Lækjartorg, enda hefur einhver hugulsamur hent brauði á steinblómabeð reglulega, og svo er alltaf alls konar afgangur frá fólki sem leytir skyndibita, t.d. pylsum og öðru í miðbænum. Og fuglar njóta góðs af þessu.


mbl.is Krían um viku síðar á ferðinni en vanalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd háskólanema, en

vita þeir að ekki má selja mat í heimahúsum? Það má kannski gefa að brða í heimahúsi, t.d. handa túristum, en ekki taka gjald fyrir það.

Hef oft séð túrista vafra um á 101 Rvk. og annars staðar, þegar kvölda tekur. Það eina sem þeir eiga kost á er að fara inn á einhvern skyndibitastaðinn, kannski enn eina ferðina, til að fá sér kvöldmáltíð: hamborgara eða piszzu. Án þess að hitta nokkurn, eða eiga í samræðum, nema við hvort annað ef þetta er par.

Matarmenning svokölluð, gæti gert mikið fyir ferðamenn hér á landi. Þetta  er lítð land, og fátt um að vera m.v. stórborgir. Það gæti gert mikið fyrir ferðamenn ef þeir fengju tækifæri til að geta mætt í mat inn á íslensk heimili. Ekki bara til að borða mat, heldur til að spjalla við heimamenn.

En þetta má víst ekki. Ekki má selja mat í heimahúsum, eftir því sem ég best veit.

Vonandi taka nemendur í HR þetta með í reikninginn, þegar þeir hugað þessari viðskiptahugmynd sinni.

 


mbl.is Matarmenningin tengir fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær fara ferðamenn að brjóta og bramla hér á Íslandi?

Kannski er ekkert verðmætt til að brjóta og bramla hér á landi, eða hvað? Það að lita Strokk rauðan kemst sem næst því.

En ferðamenn virðast svífa einskis ef þeir vilja fá "selfie" af sér á ferðamannastöðum. Sbr. frérttina á Mbl.is þar sem ómetanlegt listaverk brotnaði í "selfie."

Ég sé helst fyrir mér að einhver styttan í bænum brotni kannski með svona brambolti á túristum. En helst hef ég áhyggjur af ef lítilsvitandi túristar fari í "selfie" á hættulegum stöðum eins og fjörum eða bara í Strætó bs.


mbl.is Geta „sjálfu“ sér um kennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband