Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Nýbúar - Taka 8 - "Á ég að þora að spyrja?"

itti konu í dag með 2ja ára son sinn og hún var dugleg að tala við hann, og greinilega máltakan hjá dregngum í fullum gangi. En ég er að selja vörur á flóamarkaði, þangað sem margir nýbúar versla. Konan vakti athygli mína, þar sem hún talaði nánast lýtalausa íslensku.

Ég lét vaða, og spurði hana hvort hún hafi komið til Íslands þegar hún var lítil. Svarið var "nei." Hún tjáði mér að hún hefði komið til Íslands um tvígugt og nú væri hún fimmtug! Ha.. ha!! Mér skjátlaðist þá svona um aldurinn á henni en hún var svo ungleg og líklega er ég farin að sjá illa! Litli drengurinn var barnabarn hennar.

Tjáði hún mér að hún væri frá Króatíu, og það væri hennar metnaður að skilja tungumál í því landi sem hún býr. Nefndi hún sérstaklega að geta skilið það sem stæði í skattaskýrslu ofl.

Mér finnst alltaf skemmtilegt að hitta eistaklinga sem hafa gaman af að læra nýtt tungumál og vilja aðlagast nýjum aðstæðum í nýju þjóðfélgi. Annað gott dæmi um þetta er okkar nýja forsetafrú, Eliza Reid. Hún talar ótrúlega góða íslensku.


Forsetafrúin á Grænlandi um daginn.

Mér þótti vænt um að lesa frétt um daginn að Eliza Reid, hin nýja forsetafrú okkar Íslendinga hefði farið til Grænlands og tekið elsta son sinn með til að styðja við skákina á Grænlandi, sem taflfélagið Hrókurinn hefur staðið að í gegnum árin.

Ef einhver sem les þetta, og þekkir til, þá er ég alltaf aflögufær með að koma sendingu til Grænlands, þ.e. til grunnskóla þar. Enda hef ég frétt að það er alltaf þörf á efni til handavinnukennslu: efnum, tvinna, garni og öðru sem getur nýst í kennslunni.

Hvet lesenda þessa bloggs að safna slíku efni, sem væri hægt að senda til Grænlands án kostnaðar. Spurning er hvort félagið Hrókurinn gæti komið gjafasendingum frá Íslandi til Grænlands án þess að þeir sem gefa, þurfi að greiða sendingargjöld.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband