Bloggfærslur mánaðarins, mars 2019

Lestrarhestur!

Þetta er í fyrsta skipti, að því er ég man, að dýr hafi jákvæða merkingu, í nútíma tungumáli. Hesturinn var duglegur, hann dró plóg og flutti fólk bæja og landsfjórðunga á milli.

Ég óska Bjarka Þór alls hins besta og vona að hann hafi alltaf nóg að lesa sér til skemmtunar, fyrir utan skólabækurnar. Vonandi fær hann og aðrir landsmenn áhuga íslenskunni og hvernig hún er notuð.

Því miður man ég bara eftir neikvæðum orðum tengd hestum og það kvenkyns: hún er helví... trunta, bykkja. Hér er verið að niðurlægja kvenkyns hest, eins og hesturinn sé ekki góður kostur sem kvenkyn. Þetta er það sem ég flokka sem dýraníð í tungumálinu.

Markmiðið er að útrýma dýraníði í íslenskri tungu.


mbl.is Bóklestur í forgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu flugfélaginu færra.

Minni mengun. Eins og er.


mbl.is WOW hætt starfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta fyrirtæki er gjaldþrota ...

En það er enginn tilbúinn til þess að viðurkenna það, eða staðfesta. Einfaldlegasta lausnin er að láta fyrirtæið falla og vera ekkert að veseneast í að reyna að bjarga því. Því miður, því þetta er flott fyrirtæki. En hefur ekki verið rekið í samræmi við raunveruleikann.

Nóg er af flugfélögum sem fljúga hinga til lands og frá því. Heimurinn hrynur ekki þó að Wow falli.

Ef Wow fellur, tapar Isavia einhverju, í nafni okkar skattborgaranna, og einhverjir aðrir.

En það sem við græðum á falli Wow er að kolefnafótsporum í háloftunum fækkar.

Spyr sjálfa mig hvort ekki verða sett hömlur á ferðir flugfélaga í framtíðinni til að sporna við mengum í háloftunum.

Ef Wow fellur, verður einu flugfélaginu færra til að menga jörðina.


mbl.is WOW færi sömu leið og Air Berlin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrgangur jarðarbúa á eftir að tortíma jörð og hafi

og einnig dýralífi, sem við höfum séð í dæminu um álftina sem goggaði áldós. Plast finnst í fiski. Ótrúlegu magni af rusli er sturtað niður úr klósettum þessa lands. T.d. eyrnapinnum.

Er ekki kominn tími til að Veitur gangi fram og hreinlega banna að nokkru sé sturtað niður úr klósettum þessa lands, nema þvagi og saur. Ef landsmenn eru aldir upp við þá hefð að ekkert fer í klóið nema það, gæti það bjargað einhverju. 

Ég tók eftir því þegar ég var í Frakklandi og í löndum við Miðjarðarhaf, þá var klósettpappír ekki settur í klósettið, en settur í ruslafötu sem stóð við hliðina á því.

Það er verðugt verkefni fyrir Veitur, grunnskóla og aðrar stofnanir til að hvetja fólk til að ganga vel um, og jafnvel hreinsa umhverfið með ploggi, og efna til umhverfisverðlauna fyrir fyrirmyndar plogg/tiltekt.

Íbúar þessa lands verða að vakna upp gagnvart þeirri hættu sem dýralíf stafar af úrganginum frá mannskepnunni.


mbl.is Austurríska áldósin á álftinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjórinn eða síminn ógn í akstri?

Þegar leyfa átti bjórsölu hér á krám og í ríkinu 1989,voru margir svartsýnir, treystu ekki landanum til að fá sér sopa, t.d. alþingismenn, og héldu að landinn færi einfaldlega að dekka bjór í vinnunni. Þetta rættist ekki. Íslendingar þekkja sín mörk og detta í það á viðeigandi stað og stund.

Ekki heldur var Íslendingum treyst til að detta ekki í það á Alþigishátíðinni 1974: ríkið var lokað í tvo daga fyrir hátíðina sem haldin var á Þingvöllum.

Í dag eru önnur vandamál á ferðinni: fólk í akstri, sem horfir á símann sinn, allsgáð, en er of upptekið í símanum og skapar hættur í umferðinni.

 

 


Ekki keyra og vera í símanum á sama tíma!

Ég er búin að taka fyrir það að fara í bíl með dóttur minnni, nema ég hafi símann hennar í minni vörslu.

Allt of algengt er að fólk sé að kíkja á símann sinn í akstri. Stundum þykist það vera bara að kíkja á klukkuna!

Ég segi bara núna: ekki keyra bíl, og verða að kíka á símann, og svo kannski að keyra á lítð barn á veginum, sem þú sást ekki vegna þess að þú varst að kíkja á símann þinn.


mbl.is „Ég ók skömm­ustu­leg­ur á brott“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband