Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Ömurleg Reykjavík fyrir túrista á jóladag

Það gerist varla verra fyrir túrista á jóladag að vera á ferðinni í miðbænum og nánast allt lokað. Hitti 2 góðar konur sem vinna í fjárfestingabransanum í Singapore, sem voru að leita eftir opinni búð í miðbænum í dag. Ég tjáði þeim að 10-11 verslunin sem þær stóðu framan við, yrði opnuð á miðnætti.

Ég sjálf var á leiðinni í búð sem ég hafði frétt að væri opin á jóladag, en það var Pétursbúð, sem er nálægt St. Jósefsspítala. Konurnar þáðu boð mitt um að verða mér samferða í búðina. Það var hryllilega kalt þarna í dag, en við áttum ágætt spnjall, en á leið okkar var ekki einn einasti staður opinn þar sem hægt var að kaupa sér kaffi, setjast niðu og spjalla. Reyndar voru Bæjarins bestu opnar. Og einhver kaffihús á Skólavörðustíg.

Frétti svo í kvöldfréttum að 25 flugvélar hefðu komið til landsins daginn ágður með 11 þúsund ferðamenn á aðfangadag. Og margir ferðamenn með þeim vélum gripu í tómt: allt lokað og jolamaturinn bara samlokur.


Íslenskur ríkisborgararéttur þýðir: engin fyrirgreiðsla frá Útlendingastgofnun

Mig grunar að vinnuveitandinn, múarinn, sem var með Albanskan mann í vinnu hjá sér, hafi nú ekki gert sér grein fyrir því hvað hann var að fara útí þegar hann sótti um ríkisborgararétt fyrir albanska fjölskyldu.

Þegar fjölskyldan kemur til baka til landsins, fær hún ekki fría íbúð og inneign á greiðslukorti. Þess vegna verður téður Hermann Ragnarsson að finna íbúð fyrir fjölskylduna. Ekki getur fjölskyldan verið á götunni. Íslenskir ríkisborgarar verða að sjá um sig sjálfir (með hjálp góðra manna).

Í fréttinni á mbl.is segir Hermann að söfnunin gangi ekki nægilega vel. Við hverju má svo sem búast hér á Íslandi um miðjan desember, rétt fyrir jól? Margar íslenskar fjölskyldur eru að sligast fjárhagslega vegna jólagjafakaupa og að kaupa í jólamatinn.

Mín tilfinning er sú, að fólk vill vel með því að læka, en það hefur nóg með sig á þessum árstíma, sem og öðrum árstímum, þannig að Hermann verður í bíta í það súra epli, að ef útlendingar fá ríkisborgararétt, þá verða þeir að reyna að lifa af eins og hver annar Íslendingur, sem berst hér í bökkum, og sem er að reyna að eiga í sig og á.


mbl.is Við tekur íslenskur veruleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð frétt að margir ætli að senda jólakort með bréfapósti.

Það er alltaf skemmtilegt að fá umslag með frímerki inn um póstlúguna. Og alltaf áhugavert að sjá hvernig jólafrímerkin líta út. Samskipti eru orðin allt of nettengd. Korta og frímerkjalaus!

Fyrr á árinu rakst ég á auglýsingu þar sem fólk er hvatt til að senda hvort öðru póstkort (meðö frímerkjum auðvitað). Vefsíðan postcrossing.com er miðillinn. Hef átt í áhugaverðum samskiptum við fólk út um allan heim. Og íslensk póstkort (og frímerki) sem ég hef veið að senda fólki hefur verið að slá í gegn.


mbl.is Flestir senda jólakort með bréfpósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bardagi Gunnars, Gunnar þetta, Gunnar hitt, fjölmiðlar meðvirkir ...

Bardagaíþrótt sem Gunnar nokkur keppir í, og er ekki keppt í hér á landi, og sem fæstir vita um hvað gengur út á, gjörsamlega tröllríður fjölmiðlum hér á landi þegar Gunnar keppir erlendis.

Í vikunni fékk almúginn að sjá í fréttum, rækilega, út á hvað þetta gegnur út á: Gunnar nokkur mætti í viðtal, eftir að hafa verið barinn sundur og saman. Hann var allur krambóleraður í andlitinu eftir að hafa tapað fyrir stórum erlendum bardaga-bósa.

Þeir sem höfðu fylgst með íþróttafréttum fóru ekki varhluta af lokabardaganum, þegar bósinn lagði Gunnar: bósinn barði hann sundur og saman, og barði höfuð hans ótt og títt í gólfið.

Er þetta íþrótt sem þú óskar eftir að sonur þinn, eða dóttir eigi eftir að taka þátt í, í nánustu framtíð?

Ég hugsaði með mér, að ef ég fengi að ráða, að þá ætti að banna að sýna þessa íþrótt á ríkisfjölmiðlum. Ofbeldið er nóg í þjóðfélaginu og það væri að bera í bakkafullan lækinn að sýna þvílíkt ofbeldi sem sjálfsagða íþrótt.

Hef alltaf furðað mig á því hversu íþróttabullur fjölmiðla eru áfjáðir í að segja fréttir af téðum Gunnari og bullum og bósum sem hann keppir við að berjast við til sigurs.

Legg til að RÚV loki á sýningar og fréttir af Gunnari og álíka ofbeldisbósum.


mbl.is Gunnar lenti á slöngureit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hélt ég væri að lesa ameríska frétt

þegar ég las frétt um Sæþór og fjölskyldu sem fékk glerbrot yfir sig á Höfðabakkabrú í dag. Já, þetta et ótrúlegt, að fjölskyldan hafi sloppið ósködduð frá þessum ósköpum. Í huganum gerast svona slys bara í Ameríku, í huganum ... en því miður geta svona slys orðið hér á litla Íslandi.


mbl.is Fengu glerdrífuna yfir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er ásættanlegt að póstútburði sé ábótavant

Fólk gerir ekki nógu mikið að því að kvarta, þegar það fær ekki póstinn sinn og/eða að það fær ókunnugan póst inn um lúguna hjá sér.

Lenti í þessu fyrir nokkrum árum og var dugleg að hringja í þjónustuver póstsins. Nýbúi var að bera út í hverfinu hjá mér, og útburðurinn var skelfilegur. Þegar ég eftir dúk og disk, fór t.d. með bréf sem kom inn í mína lúgu, en átti að berast til nöfnu minnar í næstu götu, varð ég fljótlega vör við nýjan bréfbera.

Til mikilla bóta: þessi íslenski bréfberi setur réttan póst í póstkassa. En t.d. í sumar þegar hún fór í frí, fór ég að fá rangan póst í póstkassann.

Póstútburður er nákvæmnisverk. Ég sætti mig ekki við póstdreifingu þar sem starfsmaður heldur að hann/hún komist upp með að setja bréf ínn í lúgur, þar sem þau eiga ekki heima.

Þetta snúst um að starfsmaður lesi rækilega utan á umslögin, og setji á réttan stað.

En þjónustuver póstsins tekur á móti kvörtunum og líka hrósi. Ég hef líka hringt inn þangað til að hrósa. Það er hundleiðinlegt að hringja sífellt inn með kvartanir.


mbl.is Skilaði pósti fyrrverandi bréfbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband