Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Reykjavíkurfundur Trump og Pútín - góður kostur

Trump bregst mér ekki þegar hann velur Reykjavík sem fundarstað til að hitta Pútín. Fyrst þegar ég frétti af Trump á 8. áratugnum hélt ég að þessi maður væri bara algjör braskari. En eftir að hafa lesið eina bók hans, fékk ég innsýn í hans líf og störf. Sjá bóklestur minn á síðunni.

Trump fór ungur út í byggingar (samt ekki sem smiður) á íbúðum og hótelum sem urðu turnar í NYC og víðar. Hann hafði fetað í fótspor föður síns í þessum bransa. Og það sem hann hafði lært var að skila öllum byggingum í fullkomnu ástandi: fara yfir byggingarnar og sjá til þess að allt væri í lagi. Ekki skila neinum turni í slæmu ásigkomulagi.

Trump hefur verið í bygginga-business sem og margir aðrir. En hann hefur lært að gera hlutina betur en margir aðrir.

Frábært yrði að fá Trump og Pútín á leiðtogafund hingað til lands. Ég met Pútín mikils. Og Trump er skynsamur að boða til fundar utan USA og/eða USSR.

En ég er hrædd um að Pútín neiti að mæta til Íslands á fund við Trump vegna viðskiptabanns við Rússland af hálfu íslenska ríkisins. :(

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Trump vill funda með Pútín í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferð á Langjökul í dag lýsir græðgi ferðaþjónustufyrirtækis,

en sem betur fer, eru týndir túristar fyrirtækisins fundnir heilir á húfi. Farið var í vélsleðaferð, þrátt fyrir slæma veðurspá og illt ferðaveður. Þetta er ekkert nýtt. Hér fyrr í vetur ultu tvær rútur með túristum á Þingvallavegi með nokkurra vikna millibili. Veðurspár voru slæmar, en samt voru túristarútur á ferðinni. Með slæmum afleiðingum.

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru ekki góð til afspurnar þegar þau ferja túrista milli staða í afleitum veðrum með skelfilegum afleiðingum. Það er eithvað að þegar svona fyrirtæki ferja túrista á staði, þegar vitað er að veðurspáin er mjög slæm.

Kunningjakona mín er fararstjóri fyrir franska ferðamenn hér. Ég ætla að vara hana við að taka túra þegar veðurspáin er slæm. Hún tekur fastar vaktir yfir sumarið en á veturna er hún á útköllum. Efast um að hún geri sér grein fyrir íslenskri veðráttu yfir veturinn.


mbl.is Parið er fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt vill verða forsætisráðherra

enda hafði hann óskað eftir umboði frá forseta Íslands um að fá umboð hans til að mynda ríkisstjórn. Hann fékk það ekki. Tveir forystumenn flokka hafa fengið það umboð hingað til, en tilraunir þeirra til að setja saman ríkisstjórn með meirihluta og/eða sáttaumleitunum á málefnum hafa mistekist.

Mig grunar að Viðreisn hafi gert í því að hafa gert Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum erfitt fyrir í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta má flokka undir stjórnkænsku: þegar þessir flokkar hafa skilað inn umboði til stjórnarmyndunar, þá aukast líkurnar á að Viðreisn fái umboðið.

Formaður Viðreisnar er hæfur í samningaviðræðum og enginn nýgræðingur í stjórnun. Ný er Benedkikt á fullu bak við tjöldin að víla og díla með stjórnarmyndun. Það er ekki út í bláinn að Bjarni Ben. hafi mætt til hans í dag. En hver er díllinn?

Auðvitað er mikilvægt að kosnir þingmenn geti komið saman ríkisstjórn sem fyrst.

En það sem mér hugnast ekki, er að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu.

En ég er til í að treysta Benedikt fyrir störfum í ríkisstjórn Íslands, ef hann gefur eftir í Evrópumálum.

 


mbl.is Bjarni kom að hitta Benedikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðlagasjóðshúsunum var komið upp fyrir flóttafólk

frá Vestmannaeyjum á sínum tíma. Fólki sem flúði eldgosið í Eyjum 1973. Mér komu þessi viðlagasjóðshús í hug um daginn, þegar umræða um húsnæðisskort hælisleitenda bar á góma.

Mér datt í hug hvort ekki væri hægt að koma upp svona viðlagasjóðshúsum fyrir hælisleitendur. Ég man eftir svona húsum í Hveragerði, þar sem ættingjar mínir bjugguf í eftir gosið. Þau komu fyrst og gistu hjá okkur og fluttust svo í Hveragerði.

Ég man eftir heimsóknum þangað. Þetta voru svona gámahús og í fínu standi sem heimili. Minnir að þetta hafi verið kallaðir "Lundakofar" á sínum tíma. Þessi hús voru reist á bersvæði, eða í óskipulögðu hverfi. Og voru síðan fjarlægð með tíð og tíma eftir því sem Eyjamenn fluttu sig aftur út í Eyjar.

En til að mæta húsnæðisskorti, væri hægt að endurtaka söguna og koma upp svona viðlagasjóðahúsum/gámahúsum á óskipulögðum svæðum til að mæta húsnæðisþörf vegna hælisleitenda.


mbl.is Rannsakar „Viðlagasjóðshúsin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar á laugardag:

Píratar leggja áherslu á breytingu á stjórnarskrá. Er það svo mikilvægt miðað við stöðuna í þjóðfélaginu? Ég vona að fólk kjósi flokka sem eru skynsamir og sem sjá að mikilvægt er eð styrkja innviðina: gatnakerfið, þjóðveginn, heilbrigðisþjónustuna, þjónusta við aldraða, t.d. minnka biðlista á hjúkrunarheimili, húsnæðismálin og margt fleira. Þetta á að vera í forgangi.

Breyting á stjórnarskrá er gæluverkefni og sem þjónar ekki þörfum samfélagsins eins og staðan er í dag.

 

 


Neyðarlán til Kaupþings: á almenningur rétt á að

hlusta á upptöku á samtali Davíðs og Geirs H. mánudaginn 6. október, þegar þeir tóku ákvörðun um að veita fallandi banka hátt lán, á sama tíma og gjaldeyrisvarasjóður var í lágmarki? 

Starfsmaðurinn Sturla í Seðlabankanum er mikilvægur hlekkur í þessu ferli, þar sem fréttin á mbl.is snýst um hann. Það sem mér finnst áhugavert er að hann segir að hann reikni með "að í bönkunum væri að finna hreyfingar sem ættu uppruna sinn í því að menn töldu góðar líkur á að þeir færu á hausinn."

Spurningin er: vissi hann um einhverjar "hreyfingar?" Líklega hafði hann frétt eitthvað frá því fyrir helgina; hann hlýtur að hafa haft góð sambönd.

Það var þegar búið að loka peningamarkaðssjóði Glitnis og yfirtaka bankann. Ég hafði fjárfest í peningamarkaðssjóði í Kaupþingi og ég þurfti að nota þessa peninga í dýra aðgerð sem ég bar búin að panta. Föstudaginn 3. okbóber 2008 tók ég upp símtólið, kl. rúmlega 13:00. Ég ætlaði að selja það sem ég átti í sjóðnum. En maður varð að vera búinn að selja fyrir kl. 14:00 til að fá greitt næsta dag. Ég beið í meira en hálftíma á línunni.

Mín hugsun var: það er greinilega verið að gera áhlaup á bankann. Ég rétt náði sambandi við starfsmann í símanum rétt fyrir kl. 14:00. Og tapaði því engu. En það er ekki sömu sögu að segja um marga sem höfðu fjárfest þarna.

Lexían sem stjórnmálamenn þurfa að læra er að lána ekki einka-fjármálastofnunum að óþörfu. 

 

 

 


mbl.is Braut trúnað í aðdraganda neyðarlaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýbúar - Taka 8 - "Á ég að þora að spyrja?"

itti konu í dag með 2ja ára son sinn og hún var dugleg að tala við hann, og greinilega máltakan hjá dregngum í fullum gangi. En ég er að selja vörur á flóamarkaði, þangað sem margir nýbúar versla. Konan vakti athygli mína, þar sem hún talaði nánast lýtalausa íslensku.

Ég lét vaða, og spurði hana hvort hún hafi komið til Íslands þegar hún var lítil. Svarið var "nei." Hún tjáði mér að hún hefði komið til Íslands um tvígugt og nú væri hún fimmtug! Ha.. ha!! Mér skjátlaðist þá svona um aldurinn á henni en hún var svo ungleg og líklega er ég farin að sjá illa! Litli drengurinn var barnabarn hennar.

Tjáði hún mér að hún væri frá Króatíu, og það væri hennar metnaður að skilja tungumál í því landi sem hún býr. Nefndi hún sérstaklega að geta skilið það sem stæði í skattaskýrslu ofl.

Mér finnst alltaf skemmtilegt að hitta eistaklinga sem hafa gaman af að læra nýtt tungumál og vilja aðlagast nýjum aðstæðum í nýju þjóðfélgi. Annað gott dæmi um þetta er okkar nýja forsetafrú, Eliza Reid. Hún talar ótrúlega góða íslensku.


Forsetafrúin á Grænlandi um daginn.

Mér þótti vænt um að lesa frétt um daginn að Eliza Reid, hin nýja forsetafrú okkar Íslendinga hefði farið til Grænlands og tekið elsta son sinn með til að styðja við skákina á Grænlandi, sem taflfélagið Hrókurinn hefur staðið að í gegnum árin.

Ef einhver sem les þetta, og þekkir til, þá er ég alltaf aflögufær með að koma sendingu til Grænlands, þ.e. til grunnskóla þar. Enda hef ég frétt að það er alltaf þörf á efni til handavinnukennslu: efnum, tvinna, garni og öðru sem getur nýst í kennslunni.

Hvet lesenda þessa bloggs að safna slíku efni, sem væri hægt að senda til Grænlands án kostnaðar. Spurning er hvort félagið Hrókurinn gæti komið gjafasendingum frá Íslandi til Grænlands án þess að þeir sem gefa, þurfi að greiða sendingargjöld.

 


Nýkjörinn forseti Íslands kominn í '2007' gírinn ...

þennan gír, þegar aðilar í viðskiptalífinu, ásamt forseta vorum, þáðu boð víða um Evrópu um að mæta á ýmis mannamót, þar sem menn og konur, þáðu boð víða að. Og mættu. Og jafnvel gættu sér á gulli. (Lesist: átu gull sem var framborið í réttum). Það var árið 2007.

Landinn gleymir og það fyrnist yfir það sem gekk á i kjölfar hrunsins. Verðandi forseti hafnar VIP-herbergi á Evrópumótinu. En það að þiggja fría miða og jafnvel frítt flugfar til Frakklands jafnast á við að samþykkja staðsetningu í VIP rými.

Af hverju getur forseti Íslands, og/eða verðandi forseti Íslands ekki horft á leiki Íslands á Evrópumótinu hér á Íslandi. T.d. á Arnarhóli meðal þúsunda landa okkar?

Nei, það er vegna þess að forsetinn heldur sig við VIP-ið. Það er ekki nógu fínt að vera meðal almúgans. Boðskortið til Frakklands hefur meira vægi.

En ég verð að segja fyrir mig, að þjóðhöfðingi Íslands eigi að íhuga mætingu á fótboltaleik í landi þar sem hryðjuverk hafa átt sér stað. Ekkert er öruggt á þessum slóðum.

Held þess vegna að það sé kominn tími til að þjóðhöfðingi horfi á mikilvægan leik í sínu landi og með sínu fólki. Það þarf ekki alltaf að fara til útlanda ... eða hvað??


mbl.is Af hverju ætti ég að fara í VIP-herbergi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump á nokkur tromp á hendi sér!

Alltaf fannst mér Trump vera glaum- og viðskiptagosi. En ég skipti um skoðun eftir að hafa lesið bók hans "Think big" og er sú lesning góð fyrir fólk í viðskiptalífinu eða þá sem vilja fara út í bisness.

Pabbi Trumps byggði turna og háhýsi á Manhattan. Trump fetaði í fótspor hans. Trump hefur látið byggja turna og háhýsi víða um Bandaríkin með yfirleitt góðum árangri.

Í bók sinni "Thing big" segir Trump frá því að hann hafi verið alinn upp í því, og lært af pabba sínum, að það hafi verið séð til þess að allt væri tipp topp í þeiri byggingu sem pabbinn byggði og væri að fara að afhenda. Trump segir að hann hafi tekið þennan sið upp.

Trump í mínum huga er karlmaður í alvöru business og gerir hlutina jafnvel betur en samkeppnisaðilinn. Þökk sé "gamla skólanum" þ.e. aðferðinni sem pabbi hans fylgdi.

Þótt að Trump sé kjaftfor, kann hann fyrir sér í viðskiptum. Sem getur komið sér vel í stjórnmálum.


mbl.is Hvaða tromp hefur Trump?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband