Reykjavíkurfundur Trump og Pútín - góður kostur

Trump bregst mér ekki þegar hann velur Reykjavík sem fundarstað til að hitta Pútín. Fyrst þegar ég frétti af Trump á 8. áratugnum hélt ég að þessi maður væri bara algjör braskari. En eftir að hafa lesið eina bók hans, fékk ég innsýn í hans líf og störf. Sjá bóklestur minn á síðunni.

Trump fór ungur út í byggingar (samt ekki sem smiður) á íbúðum og hótelum sem urðu turnar í NYC og víðar. Hann hafði fetað í fótspor föður síns í þessum bransa. Og það sem hann hafði lært var að skila öllum byggingum í fullkomnu ástandi: fara yfir byggingarnar og sjá til þess að allt væri í lagi. Ekki skila neinum turni í slæmu ásigkomulagi.

Trump hefur verið í bygginga-business sem og margir aðrir. En hann hefur lært að gera hlutina betur en margir aðrir.

Frábært yrði að fá Trump og Pútín á leiðtogafund hingað til lands. Ég met Pútín mikils. Og Trump er skynsamur að boða til fundar utan USA og/eða USSR.

En ég er hrædd um að Pútín neiti að mæta til Íslands á fund við Trump vegna viðskiptabanns við Rússland af hálfu íslenska ríkisins. :(

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Trump vill funda með Pútín í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband