Nýbúar - Taka 8 - "Á ég að þora að spyrja?"

itti konu í dag með 2ja ára son sinn og hún var dugleg að tala við hann, og greinilega máltakan hjá dregngum í fullum gangi. En ég er að selja vörur á flóamarkaði, þangað sem margir nýbúar versla. Konan vakti athygli mína, þar sem hún talaði nánast lýtalausa íslensku.

Ég lét vaða, og spurði hana hvort hún hafi komið til Íslands þegar hún var lítil. Svarið var "nei." Hún tjáði mér að hún hefði komið til Íslands um tvígugt og nú væri hún fimmtug! Ha.. ha!! Mér skjátlaðist þá svona um aldurinn á henni en hún var svo ungleg og líklega er ég farin að sjá illa! Litli drengurinn var barnabarn hennar.

Tjáði hún mér að hún væri frá Króatíu, og það væri hennar metnaður að skilja tungumál í því landi sem hún býr. Nefndi hún sérstaklega að geta skilið það sem stæði í skattaskýrslu ofl.

Mér finnst alltaf skemmtilegt að hitta eistaklinga sem hafa gaman af að læra nýtt tungumál og vilja aðlagast nýjum aðstæðum í nýju þjóðfélgi. Annað gott dæmi um þetta er okkar nýja forsetafrú, Eliza Reid. Hún talar ótrúlega góða íslensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband