Neyðarlán til Kaupþings: á almenningur rétt á að

hlusta á upptöku á samtali Davíðs og Geirs H. mánudaginn 6. október, þegar þeir tóku ákvörðun um að veita fallandi banka hátt lán, á sama tíma og gjaldeyrisvarasjóður var í lágmarki? 

Starfsmaðurinn Sturla í Seðlabankanum er mikilvægur hlekkur í þessu ferli, þar sem fréttin á mbl.is snýst um hann. Það sem mér finnst áhugavert er að hann segir að hann reikni með "að í bönkunum væri að finna hreyfingar sem ættu uppruna sinn í því að menn töldu góðar líkur á að þeir færu á hausinn."

Spurningin er: vissi hann um einhverjar "hreyfingar?" Líklega hafði hann frétt eitthvað frá því fyrir helgina; hann hlýtur að hafa haft góð sambönd.

Það var þegar búið að loka peningamarkaðssjóði Glitnis og yfirtaka bankann. Ég hafði fjárfest í peningamarkaðssjóði í Kaupþingi og ég þurfti að nota þessa peninga í dýra aðgerð sem ég bar búin að panta. Föstudaginn 3. okbóber 2008 tók ég upp símtólið, kl. rúmlega 13:00. Ég ætlaði að selja það sem ég átti í sjóðnum. En maður varð að vera búinn að selja fyrir kl. 14:00 til að fá greitt næsta dag. Ég beið í meira en hálftíma á línunni.

Mín hugsun var: það er greinilega verið að gera áhlaup á bankann. Ég rétt náði sambandi við starfsmann í símanum rétt fyrir kl. 14:00. Og tapaði því engu. En það er ekki sömu sögu að segja um marga sem höfðu fjárfest þarna.

Lexían sem stjórnmálamenn þurfa að læra er að lána ekki einka-fjármálastofnunum að óþörfu. 

 

 

 


mbl.is Braut trúnað í aðdraganda neyðarlaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þeir vissu báðir, bæði Geir og Davíð að þetta fengist sennilega aldrei greitt. Samt var lánið veitt. Og sjálfstæðisflokkur með mest fylgi samkvæmt skoðannakönnunum, Það er eitthvað mikið að í þessu landi.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 00:50

2 identicon

Thá Steindór er náttúrulega ekkert ad thví fólki sem

vill kjósa VG, er thad nokkud. Hér er tekid med bessaleyfi frá

Jóni Steinari athugasemd vegna thessara peninga.....

Ég get frætt þig um hvað varð af þessu láni Magnús. Það var tekið veð í Danska bankanum FIH og Steingrímur og Mar innleystu þetta veð svo fyrir 103 milljarða. Þ.e. seldu vogunarsjóðum bankann og fengu þetta því ríflega til baka.

Hörmungin er hinsvegar sú að kaupendurnir seldu bankann strax aftur á 1200 milljarða.

Það væri oskandi að RUV fylgdi málinu til enda og segði frá því að þessi krafa tapaðist ekki heldur var innheimt með 28 milljarða plús, en hefði getað verið seld á 1100 milljörðum betur ef Steingrímur og co hefðu haft eitthvað milli eyrnanna. Þetta er raunar enn einn skandallinn frá fyrrverandi ríkistjórn til viðbótar við gjafagerningana til hrægammana við sölu Glitnis og Kaupþings, sem nú eru í óljósri eigu erlendra hrægamma sem gefnir voru á 1600 milljarða á meðan verðmætið var 3600 milljarðar. Kaupendurnir fengu svo óheft skotleyfi á íslenska skuldara og kröfurnar notaðar til að mjölka síðustu blöðdropana úr þeim.

Skaði þessa glópsskapar var svo mikill að það setti landið nærri á hliðina.

Jón Steinar Ragnarsson,

 

Og svo má thetta náttúrulega ALDREI gleymast...

skráð af Sigurði Oddssyni í Morgunblaðinu í dag. Sigurður segir:(Bloggari leyfir sér að feitletra að vild)

"Steingrímur. Í kosningum fékkstu skýr skilaboð um að þinn tími væri liðinn. Þrátt fyrir það skorti þig hvorki brigsl né ísmeygileg hnýfilyrði í garð ríkisstjórnar og nú ert þú aftur í framboði. Þú ættir að draga framboðið til baka.

Þú getur ekki gert formanninum það að dröslast með ykkur Björn Val í skottinu eina ferðina enn.

Loforð um að halda þjóðinni utan ESB sveikstu strax eftir kosningar. Til að liðka fyrir aðild að ESB sendir þú vin þinn að semja um Icesave. Sá kom með samning, þegar hann nennti ekki lengur að standa í samningaströgglinu. Þið kröfðust þess að þingmenn samþykktu samninginn án þess að sjá hann. Líkt og blindir kettlingar. Það gekk ekki og Jóhanna kallaði þitt fólk villiketti, sem ekki væri hægt að smala. Samningurinn var kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefðuð þið átt að segja af ykkur strax.

Næstu kosningar fóru á sömu leið, en áfram sátuð þið samt. Rúin trausti í annað sinn. Stóradóm fenguð þið í alþingiskosningunum. Í viðbót við ESB, Icesave og veiðileyfi til hrægamma kunna eftirfarandi atriði að vera ástæða fallsins:

*Þið hleyptuð AGS inn og lögðuð blessun yfir hækkun stýrivaxta úr 12 í 18%. Kostnaðurinn lagðist á landsmenn. Margir misstu heimili sín og aldrei hafa jafn mörg fyrirtæki farið á hausinn. Snjóhengjubraskararnir fengu 18% vexti í gjaldeyri, sem streymdi úr landi þrátt fyrir gjaldeyrishöftin.

* Seðlabanki Íslands (SÍ) braskaði með skráð gengi krónu. Skilyrði var fjárfesting á Íslandi fyrir krónurnar. Ekki var spurt hvaðan gjaldeyririnn kæmi eða hvernig hans var aflað.

Á þinni vakt var SÍ peninga- þvottastöð á sama plani og bankarnir í Tortóla. Fékk skatturinn lista yfir þá sem keyptu útsölukrónur af SÍ?

*Þið kærðuð ekki Breta fyrir að setja á okkur terroristalög af ótta við að fá ekki að vera memm í ESBklúbbnum.

Ekki þorðuð þið að tala máli þjóðarinnar þegar allar „vina- þjóðirnar“ réðust á okkur. Forsetinn sá að ekki gekk að hafa markið galopið með engan í marki. Hann fór í mark og í sóknina með þeim árangri að landinn þurfti ekki lengur að horfa á tærnar á sér í samræðum við útlendinga.

*Þið gáfuð hrægömmum veiðileyfi á almenning og fyrirtæki. Atvinnutæki voru hirt af verktökum fyrir slikk og seld úr landi fyrir gjaldeyri. Milliliðir hirtu gróðann. Fyrrverandi eigendur sátu eftir jafn skuldugir og áður. Mörgum hefði mátt bjarga með því að bjóða út grunn að nýjum spítala.

*Óskiljanlegt er að þið skylduð selja Kaupþing í Lúxemborg án þess að gramsa fyrst í því hvað bankinn hefði að geyma. Sagt var að fyrr myndi snjóa í helvíti áður en sæist hvað þar væri falið. Sérstakur þurfti svo að fara bónleiðina til að fá gögn úr bankanum, sem var mjatlað í hann.

*Þú felldir niður tugmilljarða skuldir hjá ýmsum fyrirtækjum, sem t.d. í sjávarútvegi seldu seinna kvóta úr byggðarlaginu. Kvóta sem var og er þjóðareign. Eitt loforða þinna var að skila honum til þjóðarinnar.

*Skjaldborgin um heimilin var skjaldborg um fjármagnseigendur. Með 20% leiðinni héldu lánardrottnar áfram að innheimta lán. Verðtryggingin sá um hækkun höfuðstóls.

Á nokkrum árum varð staðan enn verri.

* Svo var það Hitaveita Suðurnesja, Sjóvá, Sparisjóðurinn, Askja, Straumur-Burðarás, Byr, VBS, Saga & Askar Capital, Drómi og allt hitt.

*Í liði VG var góður hagfræðingur, Lilja Mósesdóttur. Lyklafrumvarp hennar hefði bjargað mörgum heimilum.

Jarðfræðiþekking þín vó þyngra en hagfræðikunnátta hennar og um að gera að losna við hana sem fyrst úr stjórninni.

* Jón Bjarnason stóð vörð um fullveldið og makrílkvótann, sem þið Össur vilduð semja um við ESB. Jón vildi setja samskonar kvóta á makrílinn og var á skötuselnum, en fékk ekki. Þú vildir losna við Jón úr ráðuneytinu. Það tókst sem betur fer ekki fyrr en í lokin.

*Þið læstuð niður skjöl í meira en 100 ár vegna persónuverndar, sem tók við af bankaleynd. Hvað er svo ljótt að skal falið 4-5 kynslóðum?

*Þið senduð reglulega tilkynningar um það hversu mikið ástand heimila og fyrirtækja hefði batnað undir ykkar stjórn. Hvernig gat annað gerst, þegar þeir verst settu höfðu misst íbúðir sínar og mörg þúsund fyrirtæki farið á hausinn?

Við það bættist landflótti fólks sem ekki átti sér viðreisnar von í landinu okkar góða. Er ekki ljóst að þeir sem lifðu af stóðu betur en hinir, sem þið gáfuð veiðileyfi á? Þú munt segja þetta tóma dellu miðað við hvað þið skiluðuð góðu búi þrátt fyrir rústirnar sem þú tókst við.

Ég spyr, hvernig hefði þetta endað hjá ykkur hefði almættið ekki blessað þjóðina með makríl og túristum? Hvað væri skuldin há hefði ykkur tekist að fá að greiða Icesave og deila makrílnum með ESB? Að lokum:

Er trúverðugt að svara því sem kemur fram í skýrslu Vigdísar með því að skýrslan sé klippiplagg og ekki-skýrsla full af stafsetningarvillum? Reyna svo að gera Vigdísi ótrúverðuga hjá alþýðu manna með í senn ísmeygilegum og illyrmislegum ásökunum rætnifullra rægitungna um gegndarlaust og einskis nýtt hjal um stafsetningarstagl.

Þykir mér sýnt að trúverðugleiki Vigdísar vaxi við að þú, Steingrímur, reynir að gera hana ótrúverðuga. "

Sigurður á þakkir skildar fyrir að skrifa þessa króniku. Hún má ekki gleymast múna þegar VG er að gera hosur sínar grænar fyrir kjósendum.

Steingrímur J. Sigfússon er hinn illi andi á bak við brosmildan formanninn.Hans saga má ekki gleymast.

 Já Steindór. Thad er eitthvad mikid ad á thessu landi thegar 

19% vitleysinga vilja fá thennan hroda yfir sig aftur.

 

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 10:01

3 identicon

Takk fyrir þetta, Sigurður K. og Jón Steinar. Ég mun geyma afrit af þessum upplýsingum í skjali merktu "Glæpir Steingríms J." og það verður aðgengilegt öllum mínum afkomendum í 100 ár þeim til varúðar.

Það er undarlegt að meirihluti þjóðarinnar hyggst kjósa yfir sig pólítíska fávita eina ferðina enn, sem ekki aðeins frömdu efnahagsglæpi, heldur gerðu allt sem þau gátu til að koma atvinnuvegunum fyrir kattarnef. Ég veit ekki hver lætur blekkja sig með brosi strengjabrúðunnar, en ég er ekki einn af þeim.

Ein af mælistikum þess hversu vel eða illa gengur í sérhverju þjóðfélagi er hversu auðvelt eða erfitt er fyrir venjulega launþega að fá vinnu. Þegar vinstristjórnin tapaði kosningunum 2013 var þjóðfélagið ein rjúkandi rúst, enda hafði kreppan dýpkað á þessum 4 hörmungarárum með vitleysingunum við völd. Árið 2013 voru nær engar stöður auglýstar nema fyrir lögfræðinga. Vinir þingmannanna og embættismannanna fengu svo að sjálfsögðu opinberar stöður sem ekki voru auglýstar, svo að nepótisminn þreifst vel. Í dag eru hundruð starfa auglýst í fjölmiðlum, bæði hjá einkaaðilum og hinu opinbera eftir þrjú ár með núverandi ríkistjórnarflokkum. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband