Ferð á Langjökul í dag lýsir græðgi ferðaþjónustufyrirtækis,

en sem betur fer, eru týndir túristar fyrirtækisins fundnir heilir á húfi. Farið var í vélsleðaferð, þrátt fyrir slæma veðurspá og illt ferðaveður. Þetta er ekkert nýtt. Hér fyrr í vetur ultu tvær rútur með túristum á Þingvallavegi með nokkurra vikna millibili. Veðurspár voru slæmar, en samt voru túristarútur á ferðinni. Með slæmum afleiðingum.

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru ekki góð til afspurnar þegar þau ferja túrista milli staða í afleitum veðrum með skelfilegum afleiðingum. Það er eithvað að þegar svona fyrirtæki ferja túrista á staði, þegar vitað er að veðurspáin er mjög slæm.

Kunningjakona mín er fararstjóri fyrir franska ferðamenn hér. Ég ætla að vara hana við að taka túra þegar veðurspáin er slæm. Hún tekur fastar vaktir yfir sumarið en á veturna er hún á útköllum. Efast um að hún geri sér grein fyrir íslenskri veðráttu yfir veturinn.


mbl.is Parið er fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband