Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ef þú ert búinn að gleyma gulláti viðskiptamanna erlendis á árunum fyrir hrun, og hefur ekki heyrt af ósk forsetafrúar vorrar um að bara ferðast út í geym, þá er bara 2007 að koma aftur með tilheyrandi hruni. Eða hvað?
Þegar Sigmundur Davíð sagði af sér um daginn, nefndi hann að hann ætlaði í ferðalag, en ekki út geim. Ég skildi ekki þá hvað hann átti við. En í ljósi staðhæfingar forsetafrúarinnar, sem langar að kaupa sér far út í geim, skil ég hvað hann átti við.
Auðvitað hefur forsetafrúin efni á að kaupa sér far út í geim. Það er hennar mál hvert hún kýs að fara í sínum fríum.
En er það við hæfi, á erfiðum tímum í þjóðfélaginu, að forsetafrú tilkynni um langanir til dýrrar geymferðar á sama tíma og heilbrigðismál eru í molum, efnalítið fólk á vart fyrir lyfjum og jafnvel ekki matvælum.
Mér finnst ekki við hæfi að forseti/forsetafrú auglýsi dýrar langanir eða meinlifnað á meðan jafnvel glorsoltinn almúginn á mat eða lyf, lesi eða heyri svona tilkynningar frá Bessastöðum.
Óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi. Við þurfum góða ríkisstjórn fram að næstu kosningum. Það þarf starfhæfa ríkisstjórn, hvort sem kosningar verða hér strax í vor eða sumar, eða næsta haust. Ég segi bara að vonandi fái þessi ríkisstjórn frið til að vinna að sínum verkefnum fram á haust. Mér líst ekki á að óundirbuúnir og óánægðir flokkar, á borð við Pírata og vinstri öfl komist hér til valda. Í þeim herbúðum ríkir óvissa um forystumenn og stefnu.
Sama gildir raunar um stjórnarflokkana. Framsókn er ekki í framsókn, þar sem formaður flokksins hefur sætt gagnrýni. Sjálfstæðisflokkur er líka í krísu varðandi formann, sem hefur sætt gagnrýni.
Tel að það sé nauðsynlegt fyrir þjóðina, að stjórnmálamenn fái svigrúm til að endurskipuleggja stjórnmálaflokka sína. Þjóðin gefi núverandi ríkisstjórn vinnufrið til að ljúka ákveðnum verkefnum fram að kosningum í haust.
Okkar fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð, mætti með ríkistösku til Bessastaða á mánudaginn, eins og frægt er orðið. Þ.a.s. starfsmenn ráðuneytis mættu með honum þangað með töskuna, með tilbúnum pappírum, til undirskriftar fyrir forseta Íslands, til að rjúfa þing, að sögn. Forsetinn sagði að þessir starfsmenn hefðu beðið í eldhúsinu á Bessastöðum á meðan á fundi hans og forstætisráðherra stóð.
Ég hefði viljað heyra fréttamenn sem voru staddir á Bessastöðum spyrja hvort þessum ráðuneytisstarfsmönnum hefði verið boðið upp á kaffi meðan þeir biðu þarna í eldhúsinu með töskuna. En í augum fréttamanna virðast ríkisstarfsmenn vera núll og nix, ekkert frettnæmt efni.
En varðandi téöa tösku, þá dettur mnér í hug, að þar sem David Cameron kom hingað fyrir stuttu, og hitti Sigmund Davíð, að sá síðarnefndi hafi kannski farið að fylgjast meira með breskum stjórnmálum eftir það. En í Bretlandi hagar svo til, að þegar fjármálaráðherrann leggur fjárlagafrumvarpið fyrir þingið, gengur hann meö rauða skjalatöksu út úr húsi í Downingstræti, heldur henni uppi, þannig að allir geta séð. Þetta er svona táknræn athöfn, og örruglega aldagömul þarna.
Datt í hug að Sigmundur Davíð hefði kannski viljað koma á legg táknrænum atburði, t.d. þegar ráðherra ætti erindi við forseta Íslands, og gera þetta táknrænt með því að nota skjalatösku ráðuneytisins.
En spurningin er: hvernig var skjalataksan á litinn sem fór þarna á Bessastaði í vikunni???
P.S. Og fengu starfsmennirnir kaffi og jafnvel meðlæti á meðan þeir biðu???
Ný ríkisstjórn tekin við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2016 | 01:10
Öflugri öryggisgæsla við Keflavíkurflugvöll mikilvæg!
Nú er mikilvægt að öryggisgæsla á Keflavíkurvelli verði efld til muna. Mikilvægt að leita sérstaklega á þeim sem ætla að fara úr landi. Hverjir fara úr landi fyrir utan Íslendinga og almenna ferðamenn? Það geta verið ýmsir, sem hafa komið til Íslands á ýmsum forsendum.
Ef hryðjuverkamenn komast gegnum öryggisgæslu á íslenskum flugvelli, og geta sprengt sprengjur í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, eins og gerðist í Brussell í gær, þá getum við bókað að það verði hrun í ferðamannastraumi hingað til lands.
Hver vill hrun í þessum geira? Fólk er fullsatt á hruninu 2008. Nú verða yfirvöld að bretta upp ermarnar og virkja flugstöðina í mestu hættumörk, þó að það kosti meira fjármagn. Skv. lögreglustjóra Suðurnesja, var ekki virkjað mesta hættustig á flugvellinum, en lögreglulið var aukið (þó að ég viti ekki muninn). Öflugri gæsla er mikilvæg - það er betra að vera öruggari, þó það kosti meiri féútlát, en að láta taka sig í landhelgi vegna vanmáttar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.4.2016 kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2016 | 23:04
Spurning um stöðu forsætisráðherra. Afsögn?
og hvort það væri skynsamlegur tími núna að hann segi af sér. Í mínum hug hefur Sigmundur hegðað sér og haft uppi tilburði eins og einræðisherra. Það er eins og hann fatti ekki eða viti ekki, að þó að hann sé forsætisráðherra, að hann er í raun hluti af teymi, sem samanstendur af íslensku ríkisstjórnini. Ef forsætirráðherra landins hefur ekki fattað að hann er hluti af teymi, sem á að vinna saman að velferð þjóðarinnar, þá er bara kominn tími til að þessi forætisráðherra segi einfaldlega af sér.
Treysti ekki Vilhjálmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.4.2016 kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2016 | 23:05
Vont veður á fjallvegum - Veit unga fólkið um þetta?
Í dag, 15. feb. ferðaðist ég með strætó frá Akureyri til Rvk. Snarpar vindhviður voru á Öxnadalsheiði, Þverfjalli, og við fjöllin báðu megin við Akranes. Ráðlagði ungri konu sem ætlar aftur norður í fyrramálið, að athuga hvort strætó fer yfirleitt norður, þar sem veðurspáin er slæm. Lét hana hafa númerið hjá þjónustuveri Strætó.
Mér skilst á bílstjórum Strætó bs. að tryggingafélög séu farin að setja skorður við ferðum þegar veðurspá er slæm: tryggingar falla niður miðað við ákveðið veður.
Þetta er öðruvísi en áður var, þegar bílstjórar lögðu í'ann í hvernig veðri sem var og burt séð frá veðurspám. Enda heyrir maður lítið orðið af bílstjórum, fólki og farartækjum sem hefur lent í ófærð á heiðum uppi. Strætóbílstjóri tjáði mér að nú orðið er sá háttur á, að vegum og heiðum er hreinlega lokað, þegar veður gerast váleg. Það er eitthvað af viti, í stað þess að almúginn og ekki síður fávitir ferðamenn leggja í'ann á hættulegar heiðar um hávetur á Íslandi.
Hviður geta farið upp í 50 metra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2016 | 03:02
Hvernig tala Akureyringar? Smá test í framburði en ...
... þetta með að hvernig Akureyringar tala: þeir bjóða góðan daginn. Ég er Reykvíkingur. Og þegar ég er þarna fyrir norðan, þá finn ég mun á Reykvíkingum og Akureyringum. Hvar sem ég fer fyrir norðan, á göngustígum eða annars staðar: alltaf býður Akureyringurinn góðan daginn af fyrra bragði. Ég hef ekki undan á að vera undan honum.
En hér á höfuðborgarsvæðinu er fólk meira niðri í sandholunni, en samt er þetta fólk að koma til, ef maður býður því góðan dagin á almanna færi. Á sumum svæðum svarar fólk ekki svona kveðju, af því að það rignir upp í nefið á því vegna snobbs. En ég geri í því að bjóða fólki góðan daginn, t.d. í strætóskýlum, og oft eru þetta nýbúar sem taka vel undir kveðjuna.
En ég hef fyrir löngu tekið eftir því að Akureyringar eru mun kurteisari en Reykjavíkurbúar, að bæði bjóða góðan daginn og stoppa fyrir manni á götu.
Tala Akureyringar svona? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2016 | 00:36
Ég kalla þetta leikskólaveður ....
það veður sem geysar nú á austurströnd Bandaríkjanna. Og ég kalla einnig veður sem var á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, þegar snjóaði mikið, leikskólaveður m.v. hversu mikið snjóar fyrir norðan. Ég gekk í snjó upp fyrir hné í byrjun desember 2015 þarna fyrir norðan. Það var reyndar á göngustígum og svæðum sem vélar höfðu rutt upp snjó. Sem sagt Reykjavík og Bandaríkin eru á leikskólastiginu m.v. Norður-Ísland sem er á háskólastiginu hvað varðar snjókomu og ófærð varðar. - En vissulega eru svæði í Bandaríkjunum þar sem snjóar mikið og vandræði skapast á þjóðvegum. -
En nú er ég komin út á hála braut, með samanburði á vondu veðri hér og þar. Best að hætta núna. En ég segi alltaf: ef þú ætlar út á land, kynntu þér veðurspána, áður en þú leggur í'ann.
Eins og meðalveður í Vesturbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2016 | 01:03
Ekki hafa farsíma inni í sama herbergi og ungabarnið ...
Þetta sagði ég dóttur minni í fyrra sem eignaðist barn í árslok 2014. Það þarf ekki endilega að slökkva á farsímanum, en ekki er heilsusamlegt að hafa farsíma í sama herbergi og ungabarn, eða sofa með farsímann á koddanum yfirleitt.
Farsímar gefa út frá sér sterkar radíóbylgjur. Sem geta verið skaðlegar. Ég eignaðist fyrsta farsímann minn árið 1995, Motoróla eintak. Ég fletti upp á netinu á þeim tíma upplýsingum um þann síma. Þegar verið var að þróa farsímann, var starfsmaður í verkerfninu stöðugt með símann á eyranu. Hann greindist síðar með krabbamein í heila.
Ég hvet fólk í dag að skilja síma sína eftir í stofu eða eldhúsí á nóttunni. Ekki hafa neina síma í svefnherbergjum hjá sér eða börnunum.
Við spyrjum bara að leikslokum: til lengri tíma litið, vitum við lítið hvaða áhrif radíóbylgjur frá farsímum hafa á okkur eða börnin okkar.
Gamli góði heimasíminn, er alltaf bestur, þegar allt kemur til alls!
Foreldrar slökkvi á símanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2016 | 23:46
Bessastaðír afþreying fyrir ferðamenn?
Er ferðamönnum fjölgar á landinu, er mikilvægt að nægileg afþreyging sé í boði fyrir það góða fólk sem heimsækir landið.
Útivist er ekki besti kosturinn megin hluta ársins, þannig að ferðamenn taka fagnandi að komast í einhverja góða heimsókn. T.d. í mat til íslenskrar fjölskyldu, sem er orðið í boði hér á landi.
Elísabet forsetaframbjóðandi vill virkja Bessastaði, og ég er viss um að ferðamenn taki því fagnandi að geta heimsótt þennan sögufræga stað, og jafnvel hoppað á trampólíni þarna í leiðinni.
En skv. frétt mbl.is segir frambjóðandinn m.a.: "Ég vil nú fyrst og fremst hafa það huggulegt á Bessastöðum og geta haft góð laun og svo mun ég bjóða öllum þangað. Bessastaðir eiga að vera opnir og mikil traffik af fólki. Þetta á ekki að vera hús í fjarska heldur á að liggja þjóðbraut þangað."
Það væri kannski mögulegt að breyta stjórnarskránni þannig að hlutverk forseta væri ekki bara að taka á móti háttsettum gestum, þar sem væri boðið upp á dýrt áfengi og snittur, heldur selja aðgang að afþreygingu þar sem fjölskyldur og ferðamenn gætu gætt sér á kakó, kaffi og kleinum, hoppa á trampólíni og jafnvel hlusta á fyrirlestur um sögu Bessastaða?
Vill þjóðbraut á Bessastaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2016 | 02:52
Gengur Gnarrinn með?
Já, það er nú spurning hvort Jón Gnarr á nú von á sér. En skv. fréttinni hér á mbl.is fá landsmenn að vita það á 365 miðlum, föstudag.
Og það verður fróðlegt að frétta á næstunni hvort fleiri landsmenn eiga von á sér.
Í mínum huga ganga ýmsir með forsetann í maganum, eru jafnvel óléttir, þó að þeir taki aldrei skrefið með að tilkynna um óléttuna.
Jón Gnarr er til alls vís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |