Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þar fór það ... Engir höfðingjar í Höfða í vor.

Pútín er tilbúinn að hitta Donald Trump í Helsinki í maí. Þannig að við Íslendingar getum afskrifað leiðtogafund höfðingjanna í Höfða. :(

Mig grunar að Pútín afskrifi Ísland sem fundarstað, þar sem Íslendingar hafa sett sölubann á Rússland í fiski. Ákvarðanir stjórnvalda hér koma yfirleitt sem högg á þá sjálfa. Stjórnvöld halda að þau græði eittvað á boðum og bönnum, sem svo í kjölfarið stórtapa á mögulegum tækifærum, vegna neikvæðra aðgerða.


mbl.is Pútín vill hitta Trump í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hélt að stór trukkur hefði keyrt á húsið 1947

Amma á Selfossi, vaknaði eldsnemma 29.3.1947 við mikið högg, og hélt að stór trukkur hefði keyrt á húsið. Afi var farinn til vinnu og mamma var á Héraðsskólanum á Laugarvatni þennan vetur. Amma var ein heima. Hún sagði mér að hún hefði kíkt útum alla glugga en ekki orðið neins var.

Það var ekki fyrr en í hádeginu, er kona ein kom til að versla við hana, en amma var með hannyrðaverslun í sama húsi og heimilið, að hún frétti hjá konunni að Hekla væri byrjuð að gjósa. Amma sagði mér að hún hefði reyndar gleymt að kíkja út um þvottahúsgluggann sem snýr í átt að Heklu. Hefði hún gert það, er líklegt að hún hefði séð strókinn frá fjallinu.

Þegar ég var eitt sumarið hjá afa og ömmu, líklega 1965. Vakna ég upp við mikinn hávaða og húsið nötraði. Ég hélt að stór mjólkurbíll eða trukkur væri að keyra eftir götunni. Amma sagði mér að þetta væri jarðskjálfti. En ekkert eldgos fylgdi þessum skjálfta. Eftir þetta var ég með skjálftafóbíu í mörg ár: ef ég fann hristing, þá stirnaði ég upp og velti fyrir mér hvort jarðskjálfti væri í gangi.


mbl.is Aukinn þrýstingur í Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man einhver eftir sérstökum hækkunum á neysluvörum árið 1975??

Ég er að skoða rafmagnsreikninga húsfélagsins fyrir árin 2015 og 2016, enda aðalfundur framundan. Tek eftir að mikil hækkun er á rafmagni í húsfélaginu, að meðaltali 36% hækkun.

Ég skoða mína rafmagnsreikninga fyrir þessi ár og hækkunin er 30%.

Er allt að hækka svona mikið í þjóðfélaginu núna? Af hverju hefur rafmagn hækkað svona mikið?

Velti fyrir mér hækkun á áfengi árið 1975. Af hverju varð þessi hækkun? Getur einhver svarað því? En ég var að glugga í ljóðabók eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík (útg. 1976). Í lausavísnum hans er þessi:

"Í júní 1975 hækkaði verð áfengis um 30%:

Snauður bjálfi raunir reynir,

ráfar um og þráir vín.

Núna geta auðmenn einir

orðið vitlaus drykkjusvín."


Syngjandi pylsusali í Austurstræti

Já, gæjinn syngur vel við tónlist sem ómar út um söluskálann og selur pulsur sem hungraðir vegfarendur í Austurstræti sækjast í.

Ég var á leið þarna í desember s.l. í góðu verði, og svöng. Ákvað að kaupa mér eina með öllu og þegar ég kom að sölulúgunni, þá hljómaði tónlist og sölumaður lúgunnar söng með, með höfuðið útum lúguna. Það var gott að setjast niður þarna fyrir utan Hressó og seðja hungrið í góða veðrinu sem var í desember.

Í síðustu viku ákvað ég að fá mér eina með öllu á sama stað, eftir vinnuvakt. Þá var enginn söngurinn, enda nokkrir túristar á undan mér í röð. En veðrið var fínt og gott að sitja fyrir utan Hressó og hlusta á fótboltalýsingu í enska á meðan ég var að hesthúsa pylsuna.

En söngur pylsusalans sem ég varð vitni að í desember s.l. var skemmtilegri en sá sem er hér á myndbandinu. Pylsusalinn syngur greinilega með ýmsum lögum, sem manni þykir mis-skemmtilegur.

En ég mæli með að fá sér eina með öllu í Austurstrætinu! 


mbl.is Miðborgargestir ráku upp stór augu í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Costco - Hvað fæst þar?

Í síðustu viku kom auglýsingaspjald frá Costco með Fréttablaðinu. Þar var tilgreint hvað aðild að félaginu kostar o.s.frv. og vísun á vefsíðu. Ég kíkti á vefsíðuna enda langaði mig að vita hvað þeir eru að selja. Þar var engar upplýsingar að finna um vörur eða vöruflokka, eða einstakar vörur sem þeir selja.

Þó að ég hefði áhuga á að versla við fyrirtækið, veit ég alls ekki hvort það er með vörur sem mig vanhagar um.

Mér dettur því ekki í hug að kaupa aðild að þessu fyrirtæki.Ég veit ekki einu sinni hvort ég má koma og skoða hvað er í boði, og ganga út án þess að hafa keypt neitt.

Hver veit?

 

 


mbl.is Þúsundir skráð sig hjá Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengisfrumvarp á Alþingi vekur athtygli!

Er hugsanlegt að þeir sem hafa samið frumvarpið hafa verið beittir þrýstingi frá bandarísku fyrirtæki sem hefur boðað komu sína á íslenskan markað í vor? Costco nokkurt, sem selur vörur til heimilis, gæti hugsanlega viljað selja áfengi í verslun sinni.

Frumvarpið hefur vakið athygli, enda eru fjölmörg mál sem alþingismenn ættu að leggja áherslu á, frekar en að leysa ríkið undan einkasölu.

Tímasetnigin er áhugaverð: getur verið að stjórnendur Costco séu að ota sínum tota að þingmönnum með því að fá þá til að breyta lögum, og þá jafnvel að hygla þeim þingmönnum sem koma því í verk að breyta lögum í þá átt að gera áfengissölu á Íslandi frjálsa?


Útgerðarfyrirtæki bjartsýn

og byrjuðu að koma að aðföngum í skip í gær, laugardag. Ég sá þegar verið var að hífa bretti um borð í Brimnesið. Veit ekki hvað var á brettinu.

Í dag um kaffileytið var fréttabíll frá RÚV við skipið og stuttu síðar var byrjað að rjúka úr strompinum á skipinu. Mér skilst að vélstjóri væri að prófa að ræsa vélarnar til að ganga úr skugga um að skipið virkaði, eftir þetta langa stopp.

20170219_154856  Sendi hér inn mynd af Brimnesinu, þegar vélstjóri var byrjaður að ræsa vélarnar og það rauk úr strompinum.

En ég veit ekki af hverju myndir sem ég sendi inn á bloggið birtast á hvolfi. Ef einhver getur frætt mig um ástæðuna fyrir því, þá væri það vel þegið.

 

 

 


mbl.is 10 til 15 skip þegar farin á miðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta ferðaskrifstofur við ferðir þegar spáð er ofsaveðri?

Nú verður fróðlegt að vita hvort ferðaskrifstofur fella niður ýmsar ferðir, miðvikudaginn 8. febrúar. Þegar þetta er skrifað er farið að hvessa hér í höfuðborginni og Veðurstofan hefur gefið út viðvörun við ofsaveðri á morgun, miðvikudag.

Auðvitað hafa ferðaskrifstofur þegar selt alls konar dagsferðir út um allt, og kannski fyrir löngu. En í dag, miðvikudag, er spáð ofsaveðri og spurningin er hversu margar ferðaskrifstofur fara með túristas hingað og þangað, t.d. gullna hringinn og annað.

En ég fæ að frétta um þetta hjá kunningjakonu minni fljótlega, sem er fararstjóri í útkalli hjá ferðaskrifstofu.

Hér fyrr í vetur bað hún bílstjórann um að fresta ferð um ca. klukkutíma, í von um að veður gengi niður. En hann varð ekki við því. Bílstjórnn keyrði mjög rólega og ferðin gekk upp.

En eiga ferðaþjónustufyrirtæki að vera að taka of mikla sjénsa?

Já, líklega taka þau snénsa af því að þetta snýst allt um peninga.


mbl.is Vill stóraukið eftirlit á þjóðvegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm veðurspá fram undan - Verða margar túsistaferðir?

Ég bloggaði um þetta umræðuefni 6.jan. s.l. þegar ferðamenn urðu útundan í vélsleðaferð við Langjökul. Nú er veðurspáin ekki góð fyrri part vikunnar. Ég ræddi veðurfar og færð við franska kunningjakonu mína um helgina, sem er fararstjóri fyrir erlenda ferðamenn.

Hún er meðvituð um veðurfar hér, þó að hún hafi ekki kynnt sér veðurspána fyrir komandi viku. En áætlunin hjá henni er m.a. að fara "Gullna hringinn" og annað í vikunni. En hún tjáði mér að fyrra þegar hún var bókuð í ferð, og veðrið hafi verið mjög slæmt, hafi hún beðið bílstjórann um að fresta ferðinni þar til lægði. Hann hafði neitað því. - Í okkar samtali komum við okkur saman um að ferðaþjónustufyrirtæki hugsa um það eitt að selja ferðir. Burt séð frá veðri. Og nú þegar hlýtt er í lofti er ólíklegt að ferðamenn sjái nokkur norðurljós í slíkum ferðum.

Fyrirtækin gera út á að lofa túsistum annarri ferð ef engin norðurljós sjáist í fyrri ferðinni.

Held að ferðaþjónustan sér keyrð áfram af græðgi. Það virist vanta upp á gæði, væntingar og öryggi til handa ferðamönnum.


Efast um áhuga Pútin á að funda hér á landi ...

vegna viðskiptabanns á Rússa af hálfu ísleneska ríkisins.


mbl.is Líta mögulegan fund jákvæðum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband