Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.11.2018 | 00:49
Fyrsta snjókoma vetrarins!
Nú falla snjókorn á höfuðborgarsvæðinu, sem ég vil kalla fyrstu snjókomu vetrarins. Byrjuðu að falla kl. 00:27.
Til viðmiðunar skráði ég hjá mér veðrið fyrir um ári síðan: 9. nóvembr 2017: Skýjað, gott veður. Snjóar örlítð kl.18. Fyrsta snjókoman. Daginn eftir var éljagangur.
13.9.2018 | 22:10
Geirfinnsmálið 'full vinna' á sínum tíma.
Geirfinnsmálið var fyrirferðamikið í fjölmiðlum á sínum tíma. Þá var ég unglingur og þegar ég kom heim úr skólanum eftir hádegi og fékk mér að borða las ég blöðin í leiðinni. Mogginn og Þjóðviljinn voru í áskrift á mínu heimili. Það var nánast full vinna að lesa blöðin á þessu tímabili. Og vissulega voru sakborningar í mínum huga glæpamenn.
En í gegnum tíðina, eftir að farið var að rannsaka málið betur, og hvernig málum hafði verið háttað, og hvernig rannsóknaraðferðir gagnvart sakborningum hafði verið háttað, fór ég vissulega að efast um sakhæfi 'glæpamannanna'.
Mikilvægt að skilja við fortíð málsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2018 | 00:04
Minningar skómógúls - þræl skemmtileg lesning!
Átti erindi í Kringluna f. viku síðan. Fer ekki þangað nema í brýnustu erindum, og þar sem tannlæknirinn minn er með stofu þarna, var erindið auðvitað tannlækningar. Ég heimsótti Borgarbókasafnið eftir tannsaheimsóknina, eins og ég geri yfirleitt. Keypti 2 afskrifaðar bækur á 100 kall stk. og þegar ég gekk út, var hilla með einhverju bókadóti með gefins bókum. Greip ég strax bók eftir Phil Knight með titlinum: Shoe Dog.
Veit ekki af hverju hann kallar sig Shoe Dog. En höfundurinn er kynntur á bókakápunni: A Memoir by the creator of Nike.
Sem sagt, stofnandi Nike hefur gefið út endurminningar (2016). Ég er á bls. 137, árið 1969, þegar þetta er skrifað. Þetta hefur verið mjög áhugaverð lesning og skemmtileg, hingað til.
Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að lesa einhverja ævisögu amerísks skómógúls, sem reyndar stundaði hlaup á sínum tíma.
Er spennt að lesa restina af bókinni.
Kné fylgir kviði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2018 | 02:45
Ástandið orðið óhuggulegt í Svíþjóð
Hver er orsökin? Eru það unglingar sem eru orðnir leiðir á að hanga á netinu? Eða fullorðnir einstaklingar sem hafa ekkert fyrir stafni? Man ekki eftir að hafa lesið svona frétt frá Svíþjóð hér fyrr á árum. Getur verið að Svíar séu að komast út í ógöngur varðandi mikinn fjölda innflytjenda, þó að ég sé ekki tlbúin til að skrifa þessa íkveikju endilega á þá. En í gegnum tíðina hefur Svíþjóð verið friðsælt land. En nú til dags les maður fréttir þaðan sem fjalla um ofbeldi, svo ekki sé talað um krimmana sem maður les eftir sænska höfunda; þeir endurspegla ástandið.
Enginn vill stríðs- eða ofbeldisátök í sínu landi. Mikilvægt fyrir Norðurlandaþjóðir að leggja áherslu á að þessi lönd haldi sig utan stríðsátaka, og þar af leiðandi setja hertari takmörk í innflytjendamálum. Ekki auðvelt, en margar þjóðir eru farnar að skella í lás.
Kveikt í tugum bíla í Gautaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2018 | 01:30
Hvar fær mbl.is upplýsingar um slysið? Og lögreglan ...
"Karlinn ..., er minna slasaður og liggur á almennri deild. Konan er með alvarlega innvortis áverka." Kannski hefur blaðamaður mbl góð sambönd á Landsspítala. En ég hefði haldið að upplýsingar um sjúklinga séu trúnaðarmál. Sama er að segja um lögregluna. Ég hefði haldið að þeir tjái sig ekki um einstök mál. Hér er tjáð sig um aldur fórnarlamba. Fær maður næst að lesa að viðkomandi hafi verið af ákveðnu þjóðerni, sé svertingi, eða jafnvel komist á sakaskrá???
Alvarlegir innvortis áverkar eftir bílslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2018 | 02:21
Lítið fjallað um kjarabaráttu ljósmæðra.
Ljósmæður eru mikilvægar í þjóðfélaginu. Aðilar gera sér ekki grein fyrir því, af því að þeir muna ekki eftir fæðingu sinni. Stjórnvöld gera lítið úr ljósmæðrum með því að semja ekki við þær. Það er út í hött að þar sem ljósmæðranám er viðbót við hjúkrunarnám og að þegar menntaður hjúkrunarfræðingur fer að starfa sem ljósmóðir að þá lækkar viðkomandi í launum. Það er eitthvað öfugt við þetta.
Allt stefnir í verkfall á miðvikudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2018 | 01:24
Hættið að kaupa plastpoka í matvörubúðinni !!!
Plastið er að ganga að dýrum dauðum: sjófuglumog hvölum vegna plastmengunar í hafi.
Þegar þú verslar hafðu með þér margnota poka. Ég geri það, upphaflega til að spara pokakaup.
Afþakkaðu plastpoka í verslunum þar sem þeir eru fríir. Hafðu með þér margnota, þegar þú verslar.
Er löngu hætt að kaupa plastpoka í matvörubúðum, er alltaf með margnota poka með mér.
Þar sem ég sel vörur á markaði um helgar, lendi ég stundum í vandræðum með að eiga nógu stóran poka undir notaðan fatnað fyrir viðskiptavininn. En ég leysi þetta með því að búa til poka úr gömlum og slitnum bolum sem eru óseljanlegir.
Þessir bola-pokar hafa mælst vel fyrir í 99% viðskipta!
Sjófuglar fullir af plasti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2018 | 23:15
Er boltinn orðinn of fyrirsjáanlegur ... klisjukenndur?
Eftir að hafa horft á marga leiki á HM og EM, kemur mér þetta fyrir sjónir eins og hvert annað skákborð: uppstillingin og hvernig einstaka leikmaður hreyfir sig/eða má/eða á að hreyfa sig, er fyrirsjáanlegt fyrir andstæðinginn.
Í skákinni var/er margt orðið fyrirsjáanlegt, alltaf sömu byrjarnirnar o.s.frv. þannig að Bobby Fischer kom með útspil gagnvart þessu. Afsakið, en ég man ekki hvað það hann kallaði það.
Í fótbotanum virðist það sama að vera að gerast: sama uppstilling, og andstæðingurinn veit hver á að gera hvað á hvaða stað í mótliðinu. Nú virðist vanta inn í fótboltann eitthvað nýtt og óvænt til að koma andstæðingi í opna skjöldu.
Það gengur ekki til lengdar að andstæðingur gangi eins og skugginn eftir ákv. leikmanni liðs til að hindra hann í að skora mark, af því að hann veit hvaða hlutverk hann hefur.
Það vantar meira óvænt í leiki að koma andstæðingum gjörsamlega á óvart.
Held að taktíkin hafi ekki verið röng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2018 | 01:12
Mætti einnig endurhanna grænu ruslatunnur borgarinnar
sem eru festar á staura við strætóskýli og bekki víða um borgina. Þetta eru litlar tunnur með opnanlegum botni að neðan. Hversu oft hef ég ekki séð að botninn hefur verið barinn úr, og rusl úr jafnvel fullri tunnu flæðir um gangtéttina.
En varðandi strætóskýli og nánasta umhverfi þeirra, þá er umgengni í þeim mismunandi. Ég nota strætó töluvert og eftir að plogg umræðan hófst fannst mér viðeigandi að taka þátt í þessu með því að hirða upp rusl í og við þessi skýli. Maður hefur í rauninni ekkert betra að gera en að týna upp rusl á meðan maður er að bíða eftir vagni.
Mest er um sígarettustubba í og kringum skýli. Einnig er algengt að sjá tóm kaffimál í skýlunum. Fólk virðist ekki nenna að ganga nokkur skref til að fleygja þeim í ruslafötu nokkrum skrefum utan við skýlið.
En sem sagt, ég hef tekið nokkur strætóskýli að mér.
Vill tunnur sem henta íslenskum aðstæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2018 | 20:08
Bakhlið bréfsins snýr að myndavélinni!
Það vekur athygli mína að þeir sem skoða myndina með fréttinni sjá bakhlið bréfsins. Trump hefði átt að snúa framhlið bréfsins að linsunni. Því það væri áhugavert að sjá hvernig bréfið er stílað á forsetann. T.d. er það handskrifað eða vélritað? Er það stílað á nafn hans og titil eingöngu, eða er heimilisfangið einnig tilgreint, o.s.frv.
Þegar myndin er stækkuð má sjá að Trump hefur þegar opnað bréfið, og það hefur verið innsiglað með límmiða sem búið er að rífa af. Ég skal taka hann trúarlegan þegar hann segist ekki hafa lesið bréfið, þótt hann hafi opnað það, enda hefur ekki gefist tími til þess (að lesa til fulls?) þar sem sendifulltrúinn er þarna ennþá á skrifstofu hans.
Kim sendi Trump risastórt bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |