Minningar skómógúls - þræl skemmtileg lesning!

Átti erindi í Kringluna f. viku síðan. Fer ekki þangað nema í brýnustu erindum, og þar sem tannlæknirinn minn er með stofu þarna, var erindið auðvitað tannlækningar. Ég heimsótti Borgarbókasafnið eftir tannsaheimsóknina, eins og ég geri yfirleitt. Keypti 2 afskrifaðar bækur á 100 kall stk. og þegar ég gekk út, var hilla með einhverju bókadóti með gefins bókum. Greip ég strax bók eftir Phil Knight með titlinum: Shoe Dog.

Veit ekki af hverju hann kallar sig Shoe Dog. En höfundurinn er kynntur á bókakápunni: A Memoir by the creator of Nike.

Sem sagt, stofnandi Nike hefur gefið út endurminningar (2016). Ég er á bls. 137, árið 1969, þegar þetta er skrifað. Þetta hefur verið mjög áhugaverð lesning og skemmtileg, hingað til.

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að lesa einhverja ævisögu amerísks skómógúls, sem reyndar stundaði hlaup á sínum tíma.

Er spennt að lesa restina af bókinni.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Kné fylgir kviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband