Bakhlið bréfsins snýr að myndavélinni!

Það vekur athygli mína að þeir sem skoða myndina með fréttinni sjá bakhlið bréfsins. Trump hefði átt að snúa framhlið bréfsins að linsunni. Því það væri áhugavert að sjá hvernig bréfið er stílað á forsetann. T.d. er það handskrifað eða vélritað? Er það stílað á nafn hans og titil eingöngu, eða er heimilisfangið einnig tilgreint, o.s.frv.

Þegar myndin er stækkuð má sjá að Trump hefur þegar opnað bréfið, og það hefur verið innsiglað með límmiða sem búið er að rífa af. Ég skal taka hann trúarlegan þegar hann segist ekki hafa lesið bréfið, þótt hann hafi opnað það, enda hefur ekki gefist tími til þess (að lesa til fulls?) þar sem sendifulltrúinn er þarna ennþá á skrifstofu hans.


mbl.is Kim sendi Trump „risastórt“ bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Kannski hefur Trump ekki enn lesið það, því að hann kann ekki kóreönsku. Kim Jong-un myndi varla skrifa það á ensku.

Aztec, 2.6.2018 kl. 23:20

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Aztec, ekki vanmeta Kóreumennia. Þeir hafa ritara, karla og/eða konur, sem kunna ensku og hafa vit á að senda bréf til Trump á ensku. En ef svo vill til að bréfið hafi verið ritað á kórenónsku, þá er ekki skrýtið að Trump hafi sagst ekki hafa lesið það. En látum hann njóta vafans.

En það væri gaman að fá að vita síðar frá honum, á hvaða tungumáli bréfið var ritað. Kveðja, Inga.

P.S. Mig langar til að senda Trump bréf, (ég styð hann sem forseta), hrósa honum fyrir vinnuaðferðir í byggingafræmkvæmdum á turnum í USA o.s.frv. og biðja um að fá sent undirritað póstkort af þeim forsetahjónununum.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.6.2018 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband