Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.2.2019 | 02:41
Rokkstjarna?
Af hverju er þingmanni líkt við rokkstjörnu? Af því að ríkjandi þingmenn líkar ekki við að hún hafi unnið sæti þeirra á þingi.
Af hverju er hún kölluð "rokkstjarna" ? Það er til að gera lítið úr henni.
17.2.2019 | 00:48
Fólk vill gista á flugvelli!
Ég kannast við það að gista á flugvelli. Hef gist á flugvelli í Hllandi. Enda er það klikkað að borga fyrir himinháa gistingu á hóteli í örfáa tíma.
Mig grunar að margir ferðamenn spari sér gistingu hér á landi og eyði nóttunni í Flugstö Leifs Eiríks, frítt. Hef reyndar hitt einn, sem sagðist ætla að "sofa" á Umferðamiðstöðinni áður en hún fór til KEF.
Auðvitað gera margir túristar allt til að spara aurinn í dýrasta landi í Evróu!
Höfðu afskipti af virki í flugstöðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2019 | 23:59
Eldri þingmenn víkja fyrir ungri þingkonu!
Það verður spennandi að fylgjast með AOC, yngstu þingkonu sögunnar í BNA. Eldri þingmenn sem töpuðu fyrir henni er ekki skemmt.
En svona er lífið: yngri kynslóðin tekur við af þeim eldri. Unga kynslóðin gerir kröfur. Sem þeir eldri (og spilltari??) hafa ekki haft áhuga á að leggja áherslu á.
Vonandi getur yngsta þingkona BNA haft áhrif í þinginu. En ég hef áhyggjur af því að hún hafi eignast marga valdamikla óvini. (Þeir sem kunna ekki að tapa).
Alexandria Ocasio-Cortez er samnefnari ungu kynslóðarinnar sem er á leið inn á þing í mörgum löndum á komandi misserum.
En líklega þurfa þessir væntanlegir frambjóðendur lífverði, vegna þess að þeir eru að bjóða ríkjandi valdastéttum bygrinn.
Pólitísk rokkstjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2019 | 22:59
Sammála ritstjóra Reykjavik Grapevine!
Sammála Vali Grettissyni, það eru ekki aðeins túristar sem lesa Reykjavik Grapvine. Ég les þetta blað reglulega. Erlendir íbúar hér, og túristar, geta lesið gagnlegar fréttir í þessu blaði, t.d, hvað er aðallega í umræðunni hér o.s.frv. Og ég er þar ekki undanskilin.
Það er engin nýlunda að aðgerðir stjórnvalda eru klúðurslegar í lagasetningum. Þegnum og öðrum er sífellt mismunað.
Lesendur ekki bara einhverjir túristar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2019 | 02:50
Minnisleysi Gunnars Braga fellur um sjálft sig ... sjáðu til!
Það hefur ekki verið trúverðugt að þingmaðurinn muni EKKERT frá því að hann steig fæti inn á Klausturbarinn og 36 næstu klst. Og svo er reynt að breyta umræðinni, að hann hafi týnt undan sér spjörunum, e.t.v. til að öðlast vorkunnsemi (kjósenda?).
En eftir að ég hlustaði á viðtal við Gunnar Braga á Útvarpi Sögu í gær, fékk ég staðfestingu á því að þessi þingmaður hefur alls ekki sagt satt.
Gunnar Bragi staðhæfir í viðtali við Arnþrúði á Sögu að Bergþór, samflokksmaður hans hafi greitt fyrir alla bjórana sem voru drukknir þarna.
Hvernig veit Gunnar Bragi þetta ef hann var haldinn minnisleysi frá því að hann steig inn á Klaustur??
Týndi fötunum og man ekki neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2018 | 00:10
Er þetta boðlegt fyrir ferðamenn?
Að fljúga hingað til Íslands, hvort sem um er að ræða landa eða túrista, og svo þurfa þeir að dúsa úti í vél í 4 tíma vegna óveðurs. Hefði verið skynsamara að fresta flugferðinni hingað?
Biðu í á fjórðu klukkustund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2018 | 23:03
Yfirborðskennd yfiirlýsing varaþingmanns
Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson hefur ákveðið að taka sæti sem varaþingmaður Gunnars Braga, en var efins í fyrstu og að sögn, eftir að hafa hitt fólk út forystu flokksins, ætli hann að taka sætið ef hann væri þess fullviss að menn sýndu "iðrun" og "yfirbót."
Jón Þór segist fullviss um að flokkurinn vilji "laga þetta." Það er gott og vel. En hvernig ætlar flokkurinn að laga þetta? Á hvaða hátt? Hvaða tól eða tæki ætlar flokkurinn/alþingismennirnir að nota til þess?
Téðir aðilar í flokknum eru greinilega haldnir mikilli reiði. Braust hún út á Klausturbarnum, þegar áfengið fór á síga á þá. Það er e.t.v. ekki besta leiðin til að fá útrás fyrir reiðinni. Amk. afar ósmekklegur staður og stund fyrir opinberan starsmann Alþingis.
Þess fullviss að yfirbætur verði gerðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2018 | 22:40
Brotið á sjúklingi LSP með myndbirtingu
á ljósvakamiðlum. Sjúklingurinn getur ekki borið hönd yfir höfuð sér; ekki varið sig sjálfur gagnvart þessari myndbirtingu.
Í gær var Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra LSP, í viðtali í fréttaþættinum 21 á Hringbraut varðandi þetta mál. Kom m.a. fram í máli hennar að myndatökur væru bannaðar á spítalanum.
Þess vegna þykir mér með ólíkindum að forráðamenn LSP hafa ekki nú þetar farið fram á að miðlar fjarlægi þessa mynd af sínum fréttaveitum.
Gisting á salerni óyndisúrræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2018 | 23:20
Við hækkuðum nokkrar einkunnir nemanda til að koma í veg f. barsmíðar heima.
Sorgleg frétt um drenginn í Frakklandi sem grunur leikur á að hafa verið barinn til bana fyrir að neita að læra heima. Sumt fólk kann ekki annað en að beita ofbeldi til að fá einstakling til að breyta hegðun.
Man eftir nemanda sem ég kenndi f. rúmum áratug, eina grein í grunnskóla og var þetta góður nemandi. Innflytjandi með meiru. Að sögn umsjónarkennara nemandans kröfðust foreldrarnir að nemandinn lærði einnig skv. námsskrá frá upprunalandinu. Hafði kennarinn áhyggjur að of mikið álag væri á nemandanum. Og hafði á orði að foreldrarnir væru nú alls ekki hámenntaðir, en í vinnu sem verkamenn hér á landi, en samt að krefjast mikillar menntunar af afkvæminu.
Við lokapróf eitt árið, stakk umsjónarkennarinn upp á því að við hækkuðum tvær einkunnir nemandans. Nemandinn hafði ekki fengið neitt sérstakar einkunnir í þessu fögum.
Ég var samþykk þessu, enda sagði umsjónarkennarinn að hún yrði hrædd um að nemandinn yrði bara laminn heima hjá sér ef hann fengi ekki nógu góðar einkunnir. Og ég hef alltaf verið sátt við að við gáfum nemandanum þessar "röngu" einkunnir.
Myrtur fyrir að læra ekki heima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2018 | 21:19
Vonandi viðurkennir Alþingi þjóðarmorð Tyrkja á Armenum.
Mjög jákvætt að þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna vilja að Alþingi viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum árin 1915-17. Fyrsti flutningsmaður Margrét Tryggvadóttir, varaþingm. Samfylkingar. Vonandi tekst þetta í þetta sinn.
Armenar eru búsettir víða um heim. Af því að mörgum tókst að flýja undan Tyrkjunum. En Tyrkirnir eru í afneitun og vilja ekki skilgreina drápið á Armenum sem þjóðarmorð.
Ég á nokkra afkomendur, eina dóttur og þrjú barnabörn. Þau eru öll afkomendur Armena í föðurætt, en þessir Armenar, langa ömmur og afar, og langa-langa afar og ömmur, tókst að flýja undan þessum fjöldamorðum Tyrkja og komast til Sýrlands, þar sem þau enduðu sem hælisleitendur.
Alþingi viðurkenni þjóðarmorðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |