Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.4.2018 | 00:58
Eru þeir að grínast?
Manni blöskraði þegar hús Hæstaréttar var troðið fyrir framan Arnarhvál og þétt upp við Þjóðleikhúsið. Og nú er í bígerð að byggja aftaníossa við Stjórnarráðið. Stórnarráðið er sérstakt hús, sem var tukthús á sínum tíma. Húsið á að fá að njóta sín eins og það er. Þetta á eftir að líta hryllilega út þegar búið er að klessa viðbyggingu við.
Það er virkilega verið að þjarma að 101 Reykjavík með þvílíkum steinsteypuklumpum, og það að bæta steinsteypuhala við gömlu stjórnarráðsbygginguna er nánast síðasti naglinn á líkkistuna.
Undirbúa viðbyggingu við Stjórnarráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2017 | 00:27
Þetta er bara taktik
Framsókn fer í stjórnarmyndunarviðræður, fyrsti fundurinn haldinn heima hjá formanni Framsóknar, ekki amalegt að það sé í fallegri sveit. Svo er pöntuð pizza í matinn og þetta lýtur út eins og gott helgarpartý sem á eftir að enda vel. Jafnvel þó að allir viti að um eins manns meirihluta er að ræða.
Sú sem leiðir umræðurnar, klappar hundi Framsóknarkarlsins í beinni, og er í góðri trú um að karlinn sé viljugur, skotheldur. Hverju öðru á hún að trúa eftir svona heimboð?
En, nei. Þetta var of gott til að vera satt. Það var kominn mánudagur. Vaknaði einhver upp við vondan draum eða timburmenn? Nei, nei líklega ekki.
Gestgjafinn úr sveitinni ákveður að hætta við allt saman, slítur viðræðum, og þar með er leiðtoga VG sparkað. Sveitamaðurinn er líklega hrifinn af annarri, eða öðrum karli til að hefja viðræður við.
Einungis var boðið í partýið og síðan sparkað frá sér til að geta orðið sem fyrst í röðinni til að reyna við nýjan partner.
Svona gerast bara kaupin í pólitíkinni. Og það er ekki frýnilegur svipurinn á Framsóknarmanninum á myndinni sem fylgir fréttinni.
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2017 | 22:54
Logandi fyrirbæri á himninum
Loksins fékk ég að sjá stjörnuhrap í gærkvöldi. Sat úti á lokaðri verönd, að skrifa póstkort til útlanda. Mér verður litið upp og sé skært ljós svífa yfir hverfið. Ég stekk upp og opna út og fylgist með fyrirbærinu. Það voru neistandi eldblossar aftan úr þessu. Þetta sveif í boga í átt til jarðar en svo slokknaði á þessu þarna í lausu lofti kr. 22:49.
Þetta var ekki líkt neinum flugeldi, en ég var ekki viss.
En það er skemmtilegt að hafa upplifað að hafa séð þennan vígahnött. Og ekki líklegt að upplifa aðra eins sjón á ævinni.
Og rúsínan í pylsuendanum: ég sá glitrandi hvít norðurljós út um allt þarna í gærkveldi. En ég hafði ekki orðið vör við norðurljós yfir höfuðborgarsvæðinu síðan í byrjun október 2016.
Vígahnötturinn á stærð við golfkúlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2017 | 23:15
Áhugaverð og skemmtileg frétt á mbl.is
Þetta er eflaust áhugaverðasta og skemmtilegasta íslenska frétt sem ég hef lesið hér á mbl, eftir því sem ég man eftir. Ég var einmitt að hlusta á söng í útvarpinu þegar ég álpaðist á netið í símanum og sá þetta frétt.
Það er ekkert skemmtilegra en góður söngur, og gott lag auðvitað. Mig dreplangar á tónleikana í Langholtskirkju á morgun, og gaman væri að heyra Guðfreð Hjörvar ofl. syngja. En ég er að vinna og það verður hvort sem er uppselt þarna og líklega stútfullt út úr dyrum.
En þeir sem komast á tónleikana: góða skemmtun!!
Ég eignaðist þar góða vini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2017 | 00:32
Óskaplega tók langan tíma
fyrir stjórnvöld að átta sig á að framfærslan væri líklega aðdráttaraflið. En kannski á máltækið "nýjir vendir sópa best" hér við, enda stutt síðan nýr ráðherra útlendingamála tekinn við.
Framfærslan talin aðdráttarafl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2017 | 00:05
Sterkur leikur hjá Macron,
að ryðja sér leið til að standa við hliðina á Trump. Macron veit alveg hvað hann er að gera.
Macron tróð sér leið að Trump Myndskeið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2017 | 22:39
Herþota í lágflugi yfir miðborg Reykjavíkur!
Flugáhugamenn sem vilja leika sér og sýna sig, eiga að halda sig frá því að fljúga beint yfir miðborgina. Þarna eru ferðamenn í hundraðatali á götum úti og mörg hundruð manns saman komnir á aðal markaðstorgi borgarinnar, Kolaportinu. Slíkt lágflug vakti óhug meðal fólks þarna inni, og munaði litlu að vélin rétt slyppi við að sneiða af efsta lagi tollhússins sem hýsir markaðinn.
Og svo er flogið í stefnu á Alþingishúsið okkar Íslendinga.
Það er ekki boðlegt að bjóða gestum og gangandi upp á slíka uppákomu í miðbænum. Flugsýningar eiga ekki að eiga sér stað í svona fjölmenni.
Hver er ábyrgur fyrir þessu? Ef eitthvað ber út af, en það er nú ekki óalgengt á svona flugsýningum, og fólk spyr sig: hver mun axla ábyrgð ef slys ber að höndum?
Létu borgina vita af herþotunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það virðist ekkert lát á að nota dýr sem "djók" en það hefur einnig viðgengist í málnotkun Íslendinga gegnum tíðina: hann er algjört "svín" - hún er helvítis "belja" eða "tík." Og lengi mætti telja. Þetta tíðkast einnig í ensku: "a son of a bitch" eða "bitch" o.sv.frv.
Í gamla daga, þá var fólki líkt við þessar skepnur, þegar tala þurfti illa um það. Bændur og búalið líkti fólki við skepnurnar á sveitabænum; skepnurnar á bænum sem færðu þeim fæðu. Velti fyrir mér af hverju svona lítil virðing var haft við dýrin.
Og ekki batnar það í nútímanum. Veitingastaður í Austurstræti ber heitið "The Drunken Rabbit." Ég spyr: hver hefur séð drukkna kanínu?
Hér fyrr í vor var ég að lesa yfir nokkrar ljóðabækur og rakst á eftirfarandi vísu sem lýsir því þegar karl flytur úr sveitinni í borgina: (reyni að fara rétt með vísuna en hef bókina ekki við hendina núna):
Upp í sveit ég átti bú, áa, kúa, mera,
en í bænum umgengst nú,asna, svín og héra.
Er ekki hægt að nota eitthvað annað en blessuð dýrin í tungumálinu til að skilgreina fólk?
Dýr eru ekkert grín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.6.2017 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2017 | 00:52
Flugvél Primera Air lendir út at flugbraut
Ef ég hefði verið í þessari vél, hefði ég krafist þess að komast út úr vélinni um leið og hún stöðvaðist. Af hverju voru neyðarútgangar vélarinnar ekki opnaðir þegar hún stöðvaðist? Alltaf er hætta á að kvikni í vél. - Nei, farþegar þurftu að dúsa í vélinni í allt of langan tíma eftir hættulega lendingu.
Þeir ættu að fara fram á skaðabætur frá flugfélaginu vegna glæfralegrar lengingar og að hafa verið innilokaðar í vélinni í allt of langan tíma eftir hræðilega lendingu.
Skyggnið akkúrat ekki neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2017 | 01:53
Kjartan og Finnur: menn ársins 2017?
Þeir Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Þór Vilhjálmsson kynntu skýrslu sína varðandi sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til þýsks banka, og komust að þeirri niðurstöðu að bankinn væri bara leppur annars kaupanda.
Landsmenn hlustuðu á málflutning þeirra með sperrt eyru: enda komu þeir upplýsingum úr skýrslunni til áheyrenda með skeleggum hætti, og án málalenginga. Þrátt fyrir flókna leik- og kaupfléttu raunverulegra kaupenda.
Áheyrendur um land allt voru í raun orðlausir í lok þessarar kynningar. Sem var flutt í Iðnó í áheyrn fjölmiðlafólks.
Kjartan og Finnur svöruðu spurningum fjölmiðla í lokin, sem og á Stöð 2 og RÚV nokkru síðar. Þeir voru með allt sitt á hreinu: það var eins og að horfa á aðila sem voru að verja doktorsritgerð sína, þegar þeir svöruðu. Það var alveg sama hvað fjölmiðlarnir reyndu, að þá létu Kjartan og Finnur aldrei hanka sig á spurningum sem þeim bar ekki að svara, þ.e. spurningum sem 'gammarnir' reyndu að fá svör við, en sem rannsóknarteyminu var algerlega viðkomandi.
Kjartan og Finnur komu flóknu og viðkvæmu rannsóknarverkefni vel á framfæri við alþjóð.
Nú er bara mars 2017, en ef ég ætti kost á að velja mann ársins, nú sem komið er, þá kýs ég Finn og Kjartan!