Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.7.2008 | 02:01
Yfirfullur strætisvagn - sem bilaði svo að lokum
Seinnipartinn í dag þurfti ég að bregða mér bæjarleið og mér fannst strætisvagninn vera seinni en vanalega frá sinni hefðbundnu seinkun. Og viti menn? Þegar hann kom loksins var hann pakkaður af túristum með bakpoka. Ég rétt komst inn og gat teygt höndina í átt að bílstjóranum til að sýna græna kortið. Það er hásumar, og ekki hægt að kvarta yfir að enginn noti strætó á há-annatíma ferðabransans, eða hvað? Túristar eru hagsýnir ferðalangar og notfæra sér auðvitað almenningssamgöngur eins og maður gerir á ferðalögum eins og kostur er.
Kannski ætti maður að haga lífinu dags daglega eins og maður væri á ferðalagi og hefði einungis ákveðinn eyðslueyri, frá degi til dags, þannig að maður færi að skammta sér og halda í við sig? Gæti verið gott mál eftir að öll lán og matur hefur hækkað gífurlega á klakanum síðustu vikurnar. Ég kvarta ekki undan benzínverði í þessari atrennu, þar sem ég þarf ekki að reka bíl núna.
En svo fór strætisvagninn að keyra hægar og hægar og svo drapst á honum. Þetta var nálægt mínum útgöngustað, þannig að ég fór frammí (túristarnir farnir) og spurði hvort hann væri bilaður og bað um að mér yrði hleypt út. En það skal tekið fram að þessi bilun hefur ekkert með bakpokatúristana að gera.
Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég hef lent í strætó sem bilar á miðri leið. Hef oft upplifað að vagn hafi keyrt inn á Kirkjusand og farþegar beðnir um að ganga yfir í annan vagn, en aldrei lent í að vagn drepi á sér í miðjum akstri. En ég hef oftar en einu sinni lent í alvarlegri bilun á einkabíl á ferð minni um landið eða í umferðarþunga höfuðborarinnar.
Strætó bs. er góður út af fyrir sig að vissu leyti, þó að fólk sé orðið langþreytt á lélegri þjónustu félagsins, vegna stopulla ferða, sérstaklega nú yfir sumartímann. Bílstjórar sem ég hef rætt við, bera því við að þeir hafi mjög takmarkaðan tíma til að fara sinn hring, og get ég staðfest það, þar sem að þeir eru yfirleitt 5 mín. á eftir áætlun. Þetta hefur skapað streitu í stéttinni sem ég hef orðið vitni að.
En sem betur fer bila vagnarnir sjaldan og ég vona að vagninn í dag hafi komist eitthvað áfram eftir að ég steig út úr honum, en ég sá að hann hafði komist í gang, en veit ekki hversu langt hann komst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 20:32
Amma á kústi er allt sem til þarf!
Málið er, að með svona innbrjótsblésa, að þetta eru yfirliett svo litlar sálir, og væntanlega með alls konar 'foreldravandamál' að baki, að þegar að á reynir, getur amma gamla á kústi gert kraftaverk. Kannski var þetta amman sem þeir eignuðust aldre og báru virðingu fyrir henni þegar hún reiddi kústinn á loft og þeir forðuðu sér í stað þess að standa uppi í hárinu á ömmunni?
![]() |
Ræningjunum sópað út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
og sýnir að fyrirtæki eru meðvituð um þörf á hörmungarslóðum og safna fé
til að byggja nýjan grunnskóla í Sichuan héraði. Er þetta ekki einmitt það sem við
vildum sjá hér á landi, ef t.d. stór skjálfti myndi ríða yfir landssvæði hér og
allt færi í hrun?
Þá yrðum við þakklát fyrir 'góð fyrirtæki' sem væru til í að leggja okkur
lið ef hrun yrði á hinu eða þessu hér á klakanum.
![]() |
Íslendingar reisa skóla á skjálftasvæðinu í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2008 | 01:02
Blaðamenn á mogga án metnaðar
Já, er það virkilega? Hækkuðu hlutabréf vestan hafs í dag, skv. fyrirsögn á mbl.is?
Síðan kemur fréttin ... sem byrjar á setningunni " Hlutabréf lækkuðu á Wall Street í dag."
Á maður að trúa Mogganum, fyrirsögninni, eða fréttinni? Greinilegt að ónákvæmir blaðasnápar
hafa verið ráðnir í vinnu á sneplinum. Blaðamenn hér hafa greinilega litla getu og lítinn metnað
á að koma frá sér fréttum á trúverðugan hátt.
![]() |
Styrkingar í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2008 | 21:53
Glerþakið - mun það brotna undan næsta skjálfta?
Mikilvægt er að börn fái áfallahjálp eftir skjálftann!
Ég man vel eftir umræðunni um að komast uppúr glerþakinu ár árunum kringum 2000 og síðar, í þeirri merkingu að fleiri konur þyrftu að komast ofar í píramýdann varðandi
stjórnunarstörf og laun hjá fyrirtækjum og stjórnsýslunni. En í dag, eftir þennan öfluga jarðskjálfta á Suðurlandi, fékk þessi umræða í mínum huga nýja merkingu: þ.e. að flýja, áður en að glerþakið sjálft hryndi niður á þá sem væru undir því.
Ég varð hálf gáttuð þegar ég var að horfa á fréttirnar um jarðskjálftann á Stöð2, þar sem að Svanhildur, Logi og fleiri fréttamenn voru stödd á Selfossi með Ölfusárbrú í baksýn, og voru að færa okkur fréttir og myndtengt efni frá ástandinu á svæðinu. Fram kom í máli þeirra að Sjúkrahús Suðurlands hefði verið rýmt (en gamla sjúkrahúsið hafði verið rýmt fyrr í dag vegna skemmda/eða sprungna í veggjum), á þeim tíma sem fréttatíminn var, til öryggis, vegna þess að það hefði glerþak!!
Ja, hérna! Kommon! Hvaða spútník arkitekt skyldi hafa dottið í hug að hanna sjúkrahús með glerþaki? Örugglega mörgum, því gler, og mikið gler, er í tízku í dag, og ekkert að því. Skoðaðu bara Borgartúnið! En að byggja sjúkrahús með glerþaki (það er jú örugglega flott og nýtízkulegt), en, halló, að byggja sjúkrahús á Selfossi með glerþaki er annað mál. Þetta svæði er alræmt jarðskjálftasvæði. Það hafa líklega verið spútník karlar og kerlingar í byggingarnefndinni sem samþykktu byggingu þessa húss, enda líklega frágengið fyrir Skelfi2000 og súpa nú seyðið af þessu vegna Skelfis2008. Og ekki bara vegna jarðskjálfta, heldur líka vegna Heklu. Þegar hún fór að gjósa árið 1947, vaknaði amma upp við vondan draum og hélt að bíll hefði keyrt á húsið, en hún bjó á Selfossi mest alla sína búskapartíð.
Mín fyrsta hryllingsminning um jarðskjálfta, gerðist einmitt á Selfossi, heima hjá ömmu og afa, um kl. 5 að morgni, þegar ég vaknaði upp við að húsið vaggaði til og frá, með miklum hávaða. Hélt að stór mjólkurbíll eða trukkur væri að keyra framhjá. En amma sagði að þetta væri jarðskjálfti. Frá og með þessum morgni var öryggi heimsins í mínum barnsaugum brostið.
Síðan þá, hef ég haft mikla jarðskjálftafóbíu og var alvarlega að hugsa um að flytja í tjald í Laugardalnum eftir Skelfi2000. Ekkert varð reyndar úr flutningum hjá mér í dalinn það ár, en ég var alltaf í viðbragðsstöðu næstu vikurnar: svaf hvorki nakin né fáklædd, en hafði húslyklana og síðbuxur til taks við rúmstokkinn.
Reyndi að leita eftir smá áfallahjálp og komst í samband við mann í Bandaríkjunum sem hafði búið á miklu jarðskjálftasvæði þar, einhvers staðar í Pacific North-West ríkjunum, og sagði hann mér magnaða jarðskjálftareynslusögu (kannski meira um það síðar), og að eiginkona sín væri ekki búin að ná sér eftir þá reynslu, mörgum árum síðar.
Hitti síðan um tveimur árum síðar kunningjakonu á förnum vegi og spurði hana um mömmuna, sem ég vissi að hafði búið á Hvolsvelli og hvort hún hefði lent í tjóni vegna stóra skjálftans árið 2000. Sagði hún mér að móðir sín væri látin en þau systkinin notuðu gamla fjölskylduhúsið sem sumardvalastað. Og viti menn: kunningjakonan hafði verið stödd á Hvolsvelli 17. júní 2000 og var nýkomin út úr húsinu og var á leið á samkomu: Gangstéttinn gekk í bylgjum. Þetta var hryllilegt. Ég hélt að það væri kominn heimsendir. Ég gekk til sálfræðings út af þessu.
Einmitt. Ég sá viðtal við móður og lítinn dreng í Hveragerði á Stöð2 nú í kvöld. Móðirin sagðist hafa verið stödd úti við með litla barnið í vagni, en sá litli var inni og komst ekki út af sjálfsdáðum eftir skjálftann, af því að ekki var hægt að opna hurðina. Drengurinn var greinilega í miklu áfalli. Gráti næst og mátti vart mæla. Gríðarlega mikilvægt er að börn, og líka fullorðnir, sem upplifðu þennan hrylling í dag fái áfallahjálp. Það er gríðarlega mikilvægt, ég veit það best sjálf, vegna þess að ég sjálf ræddi aldrei við neinn um ótta minn eftir skjálftann á Selfossi þarna um árið (kunni það ekki, nema kannski núna) og fékk sting í úlnliðina við minnsta titring (kannski var bara einhver að smyrja sér kexköku við matarborð í kaffiboði).
En þar sem ég veit að ég er ekki laus við skjálftafóbíuna er ég rosalega fegin að hafa fengið frí frá því að finna fyrir skjálftanum í dag. Ég ætlaði út að erindast fyrir hádegi en það dróst. Fór ekki út fyrr en rúmlega tvö og fór hjólandi í smá útréttingar og er á kassa í Bónus í Faxafeni kl. 14:30. Síðan hjóla ég heim og er líklega nálægt Laugardalsvellinum þegar skjálftinn reið yfir.
Kem heim, set ketilinn yfir og kveiki á útvarpinu. Þar var verið að tala við fólk og ég fer að hlusta. Fyrst fékk ég tilfinningu um að ég væri komin til baka í tíma, eða til ársins 2000, þar sem að fólk er að tala um jarðskjálfta. Síðan átta ég mig á sannleikanum.
Ég hafði sem sagt fengið undanþágu frá því að upplifa skjálftahryllinginn í þetta skiptið, þar sem ég var að hjóla úti. Engin umræða var í útvarpinu um hvort fólk í Reykjavík hafði fundið fyrir skjálftanum, enda kastljósinu beint að upplifun fólksins fyrir austan.
Fór síðan í smá leiðangur um sex leytið og hitti fyrir kunningjakonu sem vinnur á Skeifusvæðinu. Spurði hana hvort hún hefði fundið fyrir skjálftanum í dag í vinnunni. Jú, það var nú virkilega: Þetta var eins og högg. Hélt að húsið væri að hrynja. Bróðir minn og konan hans búa á Selfossi. Það er allt í rúst heima hjá þeim. Þau eru bara komin í bæinn og ætla að gista hér.
![]() |
All margir hafa hlotið smávægileg meiðsl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2008 | 20:09
Mannleg mistök orsaka alvarlegt slys í Alcoa
Mér skilst að slysið sem varð í Alcoa í gærkveldi,
hafi verið af völdum mannlegra mistaka. Sprauta þurfti
þann slasaða niður vegna kvala. Sendi honum mínar bestu
óskir um bata. En svona slys gerast vegna galgopaháttar
án þess að gæta fyllsta öryggi. Eftir minni bestu vitneskju
er ökuhraði á tækjum á Alcoa svæðinu 20 km. Þeir sem fara
fram úr þessu fá líklega tiltal.
Átti samtal við konu um daginn sem vinnur þarna og nefndi hún
það sérstaklega við mig að þetta væri hættulegur vinnustaður.
Skildi ekki alveg hvert hún var að fara, en skil það núna eftir þetta
slys. Eitthvað apparat var tengt við lyftarann sem lamdist í manninn
sem slasaðist, á sá sem keyrði lyftarann var greinilega ekki að hugsa,
þrátt fyrir að nýjir starfsmenn fari á mánaðar námskeið áður en hafið
er störf, og í því námskeiði felst öryggisþátturin.
![]() |
Vinnuslys í álveri Alcoa-Fjarðaáls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2008 | 23:29
Aftökuklefar á hjólum - í Kína
Nei, Kínverjar eru greinilega ekki að fara að afnema dauðarefsingar á næstunni, enda nýbúnir að fjárfesta í heilum flota af sérútbúnum Toyotum sem eru aftökuklefar á hjólum. Þeir fara vítt og breitt um Kína og hafa verið í almennri notkun síðan 2004.
Það ku vera ríkisleyndarmál hversu margir bílar eru komnir á götunar, en bara á Yunnan svæðinu eru 18 farartæki í notkun. Það mun vera mikið um eiturlyfjaverslun á því svæði og farartæki munu einnig vera komin í notkun á nýjum iðnaðarsvæðum þar sem glæpir hafa stóraukist, t.d. í Zhejiang.
Mannréttindasinnar staðhæfa að fleiri glæpamenn séu líflátnir á hverju ári í Kína en í heiminum samanlagt. Fjöldi aftaka er ríkisleyndarmál. Kínverjar segja að þeir séu að breyta aftökuaðferðum, þ.e. að í stað þess að leiða dæmdan glæpamann fram fyrir aftökusveit, þá eigi þessir færanlegu aftökuklefar að taka við þar sem deytt er með dauðasprautu. Kínverjar segja að þessi að ferð sé mun hagkvæmari en hin hefðbundna.
Ólíkt því sem gerist (og er að eiga sér stað ennþá) þegar aftökusveit tekur einstaklinga af lífi, þá eru einstaklingar teknir af lífi í þar til gerðum bifreiðum (sjá mynd neðar) sem hefur nánast andrúmsloft sjúkrahúss. Sá dæmdi er lagður á sjúkrabörur og er dreginn til dauða með dauðasprautu. Mixtúran í dauðasprautunni er aðeins framleidd í Beijing og þurfa aðilar frá fjarlægum héruðum að kosta til miklu til að nálgast mixtúruna til að framfylgja dauðarefsingum í sínu héraði.
Þar sem að færanlegur dauðaklefinn er byrjaður að rúlla hljóðlega til æ flriei borga í Kína, þá hafa mannréttindafrömuðir og andstæðingar dauðarefsinga í Kína áhyggjur af þeirri stefnu Kínverja að treysta æ meir á dauðasprautuna, þar sem að fjársvelt heilbrigðiskerfið er að treysta í æ ríkara mæli á daupasprautuna til að geta keypt líffæri úr dæmdum glæpamönnum, þar sem að eftirspurn eftir líffærum hefur aukist gríðarlega í Kína á undanförnum árum, vegna mikillar eftirspurnar eftir aðgerðum er tengjast líffæraflutningum.
Kínversk sjúkrahús byrjuðu á aðgerðum í líffæraflutningum á 7. áratugnum og framkvæma nú um 10-20 þúsund aðgerðir árlega. Þar sem að sjúklingar frá Malasýu, Japan, Hong Kong og Singapore flykkjast til Kína ár hvert í líffæraskiptaaðgerðir, hefur það fært fjársveltu heilbrigðiskerfi Kínverja milljónir dollara í tekjur.
En mannréttindasinnar og andstæðingar dauðarefsinga grunar að nýleg aðferð Kínverja við aftökur á glæpamönnum í formi aftökuklefa á hjólum sé einmitt tengd þessari auknu eftirspurn á líffæraflutningum.
Þegar einstaklingur er tekinn af lífi fyrir glæp í Kína, eru yfirvöld ekki tilbúin að afhenda fjölskyldunni líkið strax. Ekki fyrr en búið er að smyrja það. Eftir slíka meðferð er ekki auðvelt að meta hvort einhver líffæri hafa verið fjarlægð af líkinu.
![]() |
Dauðarefsing verður ekki afnumin í Kína í bráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 22:02
Þetta er hrottalegt af hálfu NYC lögreglunnar
Já, ég get ekki annað sagt: hrottar í byssuleik.
Það virðist vera eins og að NYC lögreglan hafi engin tök
á öðrum aðferðum en að skjóta úr byssu, þegar þeir þurfa að takast
á við mál á götum borgarinnar. Manni kemur þetta fyrir sjónir eins
og að starfsfólkið (þ.e. lögreglan) fái enga þjálfun fyrir utan að
æfa sig á skotbökkum. Nú þarf greinilega nýjan lögreglustjóra
í stafninn, hver man ekki eftir Bratton lögreglustjóra á tíunda áratugnum
sem tók rækilega til í NYC, og án þess að láta liðið hleypa af.
Vona að enginn stjóri innan íslensku lögreglunnar sé að kynna sér
skotgleði NYC lögreglunnar nú á dögum, heldur ætti sá hinn sami að
lesa sér til gagns, gamans og lærdóms ævisögu Bratton lögreglustjóra.
![]() |
Lögregla sýknuð í New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2008 | 23:16
Ikeadraumurinn
Jenný Anna Baldurs fer á kostum í dag þegar hún útlistar í bloggi sínu um að nú eigi hún erindi í Ikea a.k.a. dótabúð almúgans og húsbandinu" hennar hryllir við hillusvipnum sem kemur á hana þegar hún fær tækifæri til að heimsækja þetta gímald þarna úti í hrauninu. Reyndar meira en það, það ku vera fokkings hillusvipur sem kemur á hana, þegar hún kemst í ástandið, þ.e. fær tækifæri til að lifa Ikeadrauminn sinn.
Ég hef einu sinni verið dregin inn í risagáminn þann arna, sem stendur þarna úti á hrauninu, og merkilegt nokk, ég keypti mér pottasett á góðum 990.- krónu prís, og þó að mér hafi tekist að mölva hölduna á einu pottlokinu þegar heim var komið þar sem ég uppgötvaði mér til hryllings að ég þyrfti að setja pottana saman sjálf (þetta er jú Ikea-draumurinn!), þá hefur potturinn með nothæfu loki + höldu fengið það hlutverk að sjóða margan ýsubitann sér til ánægju, enda átti ég tröllagrip-lím sem reddaði málunum (það kemur sér vel að eiga föndurdót eftir að hafa verslað í föndurvörugámnum.
En ég prísa mínum sæla fyrir að eyðileggja ekki potta nema kannski annað hvert ár með því að óvart láta kartöflur eða hafragraut sjóða niður í stálin stinn, vegna utanaðkomandi truflana sem ég fæ engu um ráðið.
En þetta með Ikeadrauminn (lesist = martröð margra 'húsbanda') eins og ég nefni það að gera sér ferð í gáminn úti á hrauninu, minnir mig á dægurlegatexta, sem ég man ekki lengur hver á eða hver syngur; þar er eitthvað sungið um þau spila yatsí ... og Ikeadrauminn ... eitthvað svoleiðis. Man einhver hver söng þetta lag og eftir hvern það er. Þetta var 80's lag, sko!
Jenný Anna talar um að Ikea sé dótabúð almúgans og á sínum tíma var (og er ennþá) ég á þeirri skoðun að Ikeadraumurinn væri Nr. 1 og svo fann ég Ikeadraum Nr. 2: það var að komast í þáttinn til hennar Sirrý sem áheyrandi. Þar stóð almúginn víst í biðröðum um að komast að. Nú er engin Sirrý, þannig að ég auglýsi eftir: hver er Ikeadraumur Nr. 2 árið 2008???
18.12.2007 | 01:39
Geitur aðstoða auðmenn - og vonandi öfugt - Asnaleg sorphirða?
Getur verið að eitthvað sé asnalegt við sorphirðu? Kannski fyndist þér asnalegt að vinna á öskubíl hjá borginni, eða að það sé fyrir neðan þína virðingu, eða að þurfa að sjá um öskutunnurnar í þínu húsi. En er sorphirða ekki eitthvað sem þú fæst við daglega: þú hendir afgangs matarleyfum og pappír í ruslafötuna þína. Þegar hún er orðin full, ferðu með þetta sorp út í tunnu eða fleygir því niður um ruslalúguna. Þetta er eðlilegur þáttur í lífi okkar allra og við eigum að leggjast á eitt um að ganga eins vel frá sorpi eins og við getum; binda vel fyrir pokana og henda ekki of umfangsmiklum hlutum niður um ruslalúgur. Það er ekkert asnalegt við það.
Næstum það eina sem ég veit til að er asnalegt við sorphirðu er hvernig þeir hirða sorpið í litlum bæ á Sikiley. RÚV sýndi fréttapistil frá ítölskum bæ fyrir skemmstu, man ekki hvað hann heitir, og það sem er svo asnalegt við sorphirðuna þar, er að þeir nota asna við sorphirðuna, í bókstaflegri merkingu.
Sorpbíll bæjarins söng sitt síðasta á árinu. Bílar eru rándýrir, hvað þá sérútbúnir sorpbílar, þannig að nú eru asnar í vinnu hjá bænum fimm tíma á dag ásamt umsjónarmanni sem teymir asnann sinn, um sitt hverfi. Asninn reiðir tvo kassa: í annan fer endurvinnanlegur úrgangur en annað sorp fer í hinn. Þetta er frábært framtak hjá þessum litla ítalska bæ á tímum endurvinnslu, grænorku, endurvinnanlegrar orku og átaks um minni útblástur á koldíoxíði.
Kveikjan að þessum pistli varð til um daginn þegar ég las fyrirsögn í Fréttablaðinu þann 6.12. s.l. Vona að auðmenn sinni geitum og fjallaði um að íslenska geitin væri í útrýmingarhættu og frásögn í bók sem ég las fyrr í sumar þar sem kom fram að geitur hefðu sinnt auðmönnum í Saudi Arabíu. Bókin er heit lesning enda var reynt að koma í veg fyrir útgáfu hennar. Sjá nánar hér síðar í þessu bloggi.
Síðan þá hefur meira af geitaefni komið fyrir mín augu, og má þar nefna skemmtilegt og fróðlegt viðtal Evu Maríu við Jóhnnu B. Þorvaldsdóttur í Sunnudagskvöld með Evu Maríu þann 16. desember s.l. En Jóhanna hefur ræktað geitur í Borgarfirðinum um árabil og rekur í dag geitabú sem telur rúmlega 100 geitur, en þarf fjármagn, stuðning og skilning stjórnvalda og annarra áhugamanna, til að geta haldið rekstrinum áfram. Jóhanna hlýtur að vera réttnefnd geitamamma Íslands.
Það þarf áhuga og natni til að sinna geitum. Kom það skýrt fram í viðtalinu við geitamömmuna. Það er spurning hvort að auðmenn (lesist = fjárfestar) hafi það sem til þarf, tilfinningalega, til að geta sinnt slíku starfi. Það dugar hvorki fyrir auðmann, nei geit, að stofnað sé geitabú og því sinnt þegar að færi gefst milli þess sem auðmaðurinn flýgur á einkaþotunni sinni milli funda, sumarfría og hanastéla í skattaparadísum. Sumir eiga góða konu, eða mann, og börn, sem væru kannski til í að dvelja í sveitasælunni og sinna geitunum, því þær þurfa athygli. Sumir gætu kannski ráðið Pólverja eða aðra samviskusama nýbúa til að sinna slíkum búskap. Það er allt hægt, en tilfinningagreindin og áhuginn er mikilvægasti þátturinn.
Ekki amalegt fyrir auðmann að geta varpað öndinni léttar frá City og Wall Street andrúmsloftinu og stöðugum fundahöldum með því að fljúga/keyra heim uppí sveit og geta endurnýjað orkuna og slappað af með því að klappa og kjassa eigin geitahjörð. Velti fyrir mér hvernig staða geitarinnar er núna í Saudi Arabíu í dag, t.d. m.v. fyrri hlutverk hennar þar, þar sem að hún sinnti mikilvægu hlutverki meðal auðmanna, kauplaust, en á fríu fæði.
Ef að geitur hafa einhvern tíma aðstoðað auðmenn í raunveruleikanum, þá er alveg örugglega kominn tími til að dæmið gæti snúist við; að auðmenn fari að sinna geitum. En þeir verða einnig að ver áhugamenn.
En þú kannt að spyrja: hvenær hafa geitur sinnt auðmönnum? Jú, alveg örugglega á ýmsan hátt í gegnum aldanna rás, enda mjólkin, kjötið og feldur geitarinnar þjónað mannfólki á gæfuríkan máta. Athena dóttir Seifs klæddist t.d. kjólum úr geitaskinni. Ekki verður langt að bíða þar til hönnuðir hér á landi fari að vinna með geitafeldinn, ef stjórnvöld bregðast við og geri ráðstafanir til að vernda og auka geitastofninn. Sem sagt: þeir sem áttu margar geitur á sínum tíma gátu nýtt afurðir hennar til hins ítrasta og sér til frama.
En þar með er öll sagan ekki sögð, því að árið 1974, sýndi Saudi arabískur diplómat nokkur, John Perkins viðskiptafræðingi, myndir frá Saudi Arabíu. Myndirnar voru frá höfuðborginni Riyadh, og meðal þeirra voru myndir af geitum að gramsa í sorpi og éta, fyrir utan stjórnarbygginguna í höfuðborginni. Þegar Perkins spurði diplómatinn út í þær myndir, þá sjokkeraði svar hans Perkins. Diplómatinn sagði að geiturnar væru aðal sorphirðukerfi borgarinnar. Enginn Saudi með sjálfsvirðingu myndi nokkurn tíma vinna við sorphirðu, sagði diplómatinn, Við látum skepnurnar sjá um þetta.
Perkins, sem fer á kostum í bók sinni, og sem hefur starfað í mörgum löndum, er gáttaður á þessu háttalagi og/eða þessum hugsunarhætti: Geitur! Í höfuðborg mesta olíuríkis heims. Þetta virtist ótrúlegt. En tekið skal fram að reynt var að koma í veg fyrir útgáfu bókar John Perkins, Confessions of an Economic Hit Man (2004).
Já, Saudarnir græddu á starfsemi geitanna á sínum tíma, og Perkins sá geiturnar sem lykilinn að aðkomu auðmagnsins inn í Saudi Arabíu í formi stórra amerískra sorphirðufyrirtækja, enda mikið fjármagn í sorphirðustjórnunar bransanum.
Kannski getum við Íslendingar sýnt fordæmi á þann veg að auðmenn aðstoða geitur í stað þess að geitur aðstoði auðmenn, með því að viðhalda og auka við stofn geitarinnar. Mjólk geitarinnar virðist t.d. vera mun betri til manneldis en kúamjólkin, eins og kom fram í viðtalinu við geitamömmuna þar sem að hún er auðmeltari en kúamjólkin.
Ungabarn hafði fengið geitamjólk hjá Jóhönnu, eftir að búið var að prófa allt: brjóstamjólk, kúamjólk, mjólkurduft, o.s.frv. Barnið svaf loks rólega eftir að hafa fengið geitamjólk á pelann. Merkileg saga.
Nú er kominn tími fyrir stjórnvöld til að hlusta á þá sem starfa í grasrótinni. Það er nefnilega ekkert sem heitir asnalegt' í dag því að hvernig svo sem hlutirnir eru, eða það sem er gert í dag, þó að það þyki asnalegt, öðruvísi eða sérviturt, þá hefur það tilgang, þó að það sé ekki endilega sýnilegt, en tilgangurinn skýrist yfirleitt í (nánustu) framtíðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)