Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ekkert er ömurlegra en að ganga yfir sviðinn fjárvanginn ...

... en bankamenn ættu að þekkja sína sauði.

Atburðir síðustu daga koma öllum fjármálastofnunum hér á landi við, að öðrum fyrirtækjum ónefndum.

Kaupþing þar ekki undanskilið. 

Ja, ég spyr nú bara hvort Stoðir eigi skuldir í Kaupþingi. Stærsti lánadrottinn Stoða er Landsbankinn, en ekki þykir mér ólíklegt að menn með þvílík umsvif eins og Jón Ásgeir  og co. hafa verið með, að Hannesi Smárasyni ógleymdum, séu með einhver viðskipti í öðrum bönkum hér, ef ekki nánast öllum, þ.m.t. sparisjóðum.

Bankar virka svipað og tryggingafyrirtæki: þau deila með sér tryggingum/ábyrgðum/lánum.

Ef einn banki lendir í vanda, fylgja hinir á eftir. Blóðtaka sauðanna þýðir blóðtöku allra.


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsmenn hafa áhyggjur - næturgistingin hækkar

Áhyggjur núna eru raunhæfar

Held að það sé kominn tími til að hafa virkilegar áhyggjur af efnahagsástandinu.

Veislunni er lokið og við landsmenn þurfum að fara að taka okkur á.

Mikið sparast ef þak yrði sett á innflutning á alls konar óþarfa drasli.

Við höfum lifað eins og olíugreifar með kaupum á öllum þessum fínu

bílum og ofurfjárfestingum í húsnæði – mikið á erlendum lánum.

Olíupeningarnir

eru ekki ennþá komnir til okkar, en þeir koma.

Við þurfum bara meiri þolinmæði til að bíða eftir því að olían fari að spýtast

upp úr jarðlögunum á sjávarbotninum umhverfis landið. Því það er nóg

af henni þarna úti, en þetta ferli tekur tíma.

 

En við gætum alveg eins átt von á því að farið verði að

skammta okkur gjaldeyri hér á nýjan leik. Ég segi nú bara svona,

en auðvitað vill enginn hverfa til afturhaldstímabils, en sparnaður

í kaupum á innfluttu dóti og alls konar óþarfa og færri

utanlandsferðir gæti hjálpað til.

Erlendar ofurskuldir

Bankar, fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklingar skulda mikið í formi erlendra lána, og gjaldeyrisþörfin er mjög mikil þannig að eftirspurnin á krónunni hefur minnkað og hún fellur alltaf í gildi ef enginn vill hana, þegar gjaldeyriskaup eru mikil.

Seðlabankinn getur ekki látið prenta evrur eða dollara, til að hægt sé að greiða afborganir af erlendum lánum, heldur verður hann að fara bónleiðir í erlenda banka, eða seðlabanka til að redda málunum.

Er sérstök ástæða fyrir háum stýrivöxtum?
Mig grunar að ástæðan fyrir því að stýrivextir hér hafa ekki verið

lækkaðir ennþá, hafi verið til að laða að erlenda fjárfesta til að gefa

út krónubréfin sem þeir greiða fyrir með erlendum gjaldeyri.

Það hefur verið að redda skútunni undanfarin misseri.

Hvað verður gert ef þeir forðast íslenska markaðinn, þó að

vextir séu í hæstum hæðum? Ef stór banki jaðrar við falli,

þá er hætt við að það sjáist undir iljarnar á þeim.

Glitnir á rauðu ljósi

 Glitnir 001

Sváfu einhverjir á verðinum? Glitnir mætti bara rauðu ljósi hjá erlendum banka þar sem þeir höfðu sótt um lán hjá.
Glitnir er of stórt dæmi til að hann verði látinn rúlla, því hann tæki það marga með sér, aðra banka líka. Seðlabankar eiga að vera bönkum til trausts og halds og vitanlega hafa reglubundið eftirlit með þeim og síðasta hálmstráið á að vera að bjarga banka. Voru Glitnismenn of seinir á að taka við sér og leita til Seðlabanka Íslands?

Fróðlegt verður að heyra hvaða úrræði verða hrist fram úr erminni í stefnuræðu forsætisráðherra nú í upphafi þings.

Ástandið hér núna er að verða snælduvitlaust; það fer að vinda hraðar

og hraðar ofan af snældunni. Þess vegna verðum við að hægja á okkur.

 

Litlar eignir – minni áhyggjur

Margir hafa áhyggjur sem eiga eftir að aukast.

En sá sem á lítið sem ekkert, nema daglaunin sín eða launin sem koma um mánaðamót hafa kannski minnstu áhyggjurnar og eru nægjusamastir.

 

 Sofandi

Gekk fram á þennan (útigangs)mann sem svaf værum blundi um hádegið á sunnudegi nú um miðjan ágúst s.l. Veit engin deili á honum, en hann hafði komið sér fyrir á bretti nálægt höfninni í Reykjavík, greinilega verið að staupa sig kvöldið áður ásamt því að róta í einhverjum ruslagámi og síðan sofnað þarna.

Það sem er skondið við þennan gaur, sem á sér líklega engan samastað annan en þann sem hendi er næst, var að hann lét sér nægja að nota ímyndunaraflið til að gera heimilislegt í kringum sig:

hann fann lampaskerminn líklega í bláa plastgámnum og bjó til lampa með hjálp vodkaflöskunnar og innihaldið líklega lýst upp einmanna  tilveru hans kvöldið áður. Hann ‘hlustaði’ greinilega á tónlist þarna um kvöldið og spilaði vinylplötuna með því að nota aflóga háhælaðan skó sem nál. - Ef þú smellir á myndina stækkar hún og þannig sést 'draslið' betur.

Draslið sem hann hirti úr gámnum notaði hann í skemmtilega endurvinnslu. Hann hefur ekki áhyggjur af gengi krónunnar og erlendra gjaldmiðla og hvort úrvalsvísitalan falli og falli. Kannski það eina sem hann hefur áhyggjur af er næsti næturstaður og hvort hann á fyrir næstu bokku.

EnnþaSofandi

 

En margir landsmenn gætu lent í að hafa áhyggjur af sínum ‘næturstað’ á næstunni, a.m.k. mun verðið á næturgistinguni hækka verulega.


mbl.is Fjármálafundi Glitnis frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað mikið í aðsigi??

Frétti í gærkvöldi hér í netheimum að stjórnarráðið hefði verið upplýst allt kvöldið og menn hlaupandi þar út og inn með möppur og laptops. Og mikil fundahöld voru víst í Landsbankanum líka. Þessi heimildamaður segist þekkja einhverja sem þekkja til í stéttinni og segir allt benda til að eitthvað mikið sé í aðsigi.

 

Eru kannski einhver tengsl milli mikilla fundahalda í Landsbankanum og mikilla viðskipta með bréf bankans í Kauphöllinni í gær? En ég sá frétt á visir.is þar sem segir: “Það sem af er degi hafa viðskipti með hluti í Landsbankanum numið yfir 9 milljörðum króna. Þar voru ein stök viðskipti í morgun upp á 4,5 milljarða króna.” Og: “Viðskiptin í kauphöllinni með hluti í Landsbankanum voru þau mestu hjá einstöku félagi í Evrópu í dag.”

 

Manni dettur helst í hug að einhver kjölfestufjárfestir í Landsbankanum hafi verið að selja hlut sinn. Og þá til hvers? Af því að þeir vita eitthvað og þá kannski til að kaupa hluti í Glitni. Af tvennu illu fyrir Glitnismenn, og ríkið, er skárri kosturinn að Landsbankinn geri ‘fjandsamlega yfirtöku’ frekar en ríkið. Kannski hafa spunameistarar ríkis og Landsbanka verið að plotta í gærkvöldi um að það liti betur út ef Landsbankinn gerði Glitnismönnum tilboð sem þeir gætu ekki hafnað í stað þess að ríkið stæði í slíku, enda hefur slíkt fengið mjög slæmar viðtökur víða. En hver skyldi þá hafa keypt hlutinn í Lsb uppá 4,5 milljarða. Kannski bara ríkið sjálft!

Bjorgunarhringur

Undanfarið hafa ríkisstjórnir víða verið með björgunarhringi á lofti til að bjarga efnahagslífinu á sínu svæði. En yfirleitt er það gert með löggjafarvaldinu. - Og svo verður Alþingi sett í dag!

 


mbl.is Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týnir upp í sig brauðmylsnuna

Þessi fallega dúfa sem ég hitti í útjarðinum á lóð Glitnisbanka við sjóinn í gær, hvíslaði því að mér að hún væri tákngervingur hluthafa bankans.

Dufa2

Hún trítlaði þarna í grýttri urðinni og reyndi að týna sér eitthvað í gogginn, en það var ekki mikið að hafa þarna.

 

En lífið hinum megin við götuna virtist ganga sinn vanagang, viðskiptavinir bankans komu og sinntu sínum erindum, eins og ekkert hefði í skorist.

 

En hinn almenni hluthafi er búinn að tapa rúmlega 70 prósendum af hlutum sínum í bankanum frá því á föstudaginn.

 

Glitnir 002


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkaði um 16,59%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að ákveða allt fyrirfram? - Samsæriskenningar víða

Einstaklingar hugsa sitt þegar þeir lesa í fréttum að forsætisráðherra hafi fundað með Björgólfsfeðgum í gærkvöldi. Þorsteinn Ingimarsson bloggar í dag að hann hafi tekið því trúanlega í fyrstu að bankinn (Glitnir) væri á hausnum, en að fundur Landsbankamanna í gærkvöldi með forsætisráðherra hefði sett atburðina í allt annað samhengi.

 

OpidStjornarradÁ fréttum á RÚV kl. 16 í dag kom fram að engar “formlegar” óskir hefðu komið fram um að Landsbankamenn hefðu áhuga á Glitni en Geir Haarde sagði varðandi fundinn að hann geri ráð fyrir að þeir hafi vissan áhuga en gæti ekki farið nánar út í það.

 

Í framhaldi af síðustu bloggfærslu um kunningjakonu mína sem hafði sofið með peningana sína undir koddanum mánuðum saman og sendi mér tölvupóst seint í gærkvöldi: “Jæja þetta er nú ástæðan fyrir því að ég vildi hafa peningana mína heima fyrir, en ekki í bankanum mínum Glitni, þar munaði mjóu,” – sendi ég henni póst til baka og samskipti okkar urðu á þessa leið, en til gamans má geta að hún hafði sagt mér frá ‘samsæriskenningu’ um rússneska mafíupeninga þegar við vorum að spjalla saman fyrir rúmum þremur árum síðan:

 

Ég: Þú ert að djóka, er það ekki? Þú sagðir mér að þú vildir "sjá peninga" þannig að þú sæir 
að þú hefðir eitthvað milli handanna. Þú nefndir ekki að þú treystir ekki bönkum, eða hvað? 
Eða snérist þetta ekki aðallega um að þú vildir bara alls ekki hafa bankareikning, af því að 
þú féllir alltaf í þá gryfju að taka bara endalausan yfirdrátt? En hvað gerðir þú í dag? 
Fórstu í bankann í hádeginu og tókst allt út?


Hún: Hehehehe uðvitað var ég að djóka Inga mín. Nei ég fór ekki í bankann,
en geri það örugglega í dag eða á morgun.
 
Ég: En heldur þú að Davíð Oddsson hafi verið að leika útspil sitt gagnvart Jóni Ásgeiri 
og þar með ná sér niðri á honum í dag með því að láta ríkisstjórnina kaupa mestan hluta í Glitni?
 
Hún: Nú er búið að bola Jóni Ásgeiri út og þá á að tala Landsbankann inn með þeim feðgum, 
hef séð þetta fyrir lengi marga mánuði jafnvel ár aftur í tímann, hefur þessi
tilfinning varað í mér. En ég segi ekki meira um það. 
Nema þetta er rotið þjóðfélag og allt planað fyrirfram frá æðstu stöðum, 
ég endurtek litlu söguna mína um orð manns fyrir umþað bil 25 árum: 
þeir ætla Geir Haarde forsætisráðherra embættið. Og hana nú.
 
Ég: En meðal annarra orða, heldur þú að kallinn í matarboðinu í Boston 
hafi verið alvara með því að halda því fram að Björgólfur hafi komið með 
'mafíupeninga' til að kaupa eignir á Íslandi (hér er ég að vitna í frásögn hennar fyrir rúmlega þremur árum). 
Og hvaða maður var þetta nákvæmlega?
 
Hún: Þessi "Kall frá Boston" var ungur viðskipta kóngur á Nantucket í boði hjá
John Kerry og frú, sem sagði þetta fyrir 5 árum, já ég er 100% viss um 
að hann veit hvað hann var að tala um, enging spurning.
Enn og aftur við ráðum engu og höfum enginn áhrif, heldur er þessu öllu 
stjórnað af "Þeim." Við ráðum því hvort við förum til hægri eða vinstri eða hvort við lærum eða vinnum 
og þar um kring, en allt sem við lesum, hlustum á og annað er matað til okkar og þess háttar. –
 
Þar höfum við það. Þetta var smá innlegg í umræðuna, 
en alltaf gaman að heyra sem flestar raddir um menn og málefnin þessa dagana.

mbl.is Engar viðræður um sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sefur þú með 'peningana undir koddanum' í nótt?

En hvernig skyldi viðskiptavinum Glitnis hafa liðið eftir að hafa frétt um atburði dagsins?

 

Í vetur átti ég í viðræðum við góða kunningjakonu mína. Tjáði hún mér, er hún var að ráða sig í nýja vinnu nú í janúar að hún vildi ekki að launin sín yrðu greidd inn á bankareikning. Hún vildi ekki hafa bankareikning. Ég sagði henni að það væri líklega ekki hægt: öll laun í dag fara beint inn á bankareikning.

Hún sagðist vilja hætta með debetkortareikning af því að hún færi alltaf í mikinn yfirdrátt.

 

Haldbærir peningar

Síðan þá hefur hún ‘sofið með peningana undir koddanum’ og fjárinn auðvitað vaxið í hennar augum við hver mánaðamót, þó að féð væri ekki að bera neina vexti. Hún sagðist vilja geta ‘horft upp á og þreifað á eigninni’ ...

Haldbæra seðlana geymdi vinkonan í boxi sem hún stakk inn í ofn á eldavél. – Jæja, þetta er næsti bær við að geyma fé undir koddanum.

Auðvitað voru vinir og vandamenn á fullu að ráðleggja henni að setja peningana í ‘örugga’ fjárfestingu, ég þar á meðal hér í sumar, og hafði hún loks látið undan, því aðspurð um helgina sem leið, sagðist hún vera að fá um 15% vexti af þessum peningum í banka, en í kvöld ...

... fékk ég stuttan og laggóðan tölvupóst frá henni: “Jæja þetta er nú ástæðan fyrir því að ég vildi hafa peningana mína heima fyrir, en ekki í bankanum mínum Glitni, þar munaði mjóu,”

Taktu eftir, hún setur ekki einu sinni punkt í lok setningarinnar. Hún hefur greinilega eitthvað meira að segja um þetta mál.

Ef svo verður, mun ég setja framhald á okkar viðræðum hingað á bloggið.

 


mbl.is Óánægja meðal starfsfólks Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr 'Íslandsbanki'

Sagan á það til að endurtaka sig. Nú erum við búin að eignast, enn og aftur, “Íslandsbanka.” Íslandsbanki var til í eldgamla daga og síðan varð til nýr Íslandsbanki seint á síðustu öld, sem var reyndar samsafn nokkurra gamalla banka, sjóða og Fjárfestingabanka atvinnulífsins (FBA).

 

Danir óttast keðjuverkun vegna yfirtöku íslenska ríkisins á Glitni banka og þeirrar lækkunar sem hefur orðið á gengi bankans og tengdra félaga. Og það verður engin gúrkutíð hjá dönskum blaðamönnum á næstunni í þessu máli. Nú láta þeir okkur fá það óþvegið.

 KristjanIX29908

Í dag voru fjölmiðlafarartæki og blaðasnápar fyrirferðamikil fyrir framan stjórnarráðið. Kristján IX sem lætur yfirleitt lítið yfir sér og hefur fylgst með mannaferðum fyrir framan stjórnarráðið gegnum tíðina getur varla verið að segja “lofið bönkunum að koma til mín.” En samt ... kannski er hann þarna í dag tákngervingur fyrir það sem koma skal: skyldu leiðtogar, emerítar, og aðrir með stóra titla í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eiga eftir að eignast íslenska banka? Nú geta þeir sem eiga fjármagn verslað ódýrt á Íslandi og víðar.

 

En kannski er Kristján IX bara að hughreysta og róa blaðamenn og landslýð sem gengur þarna framhjá. Hann hefur staðið þarna árum saman, í sól og blíðu sem og norðannepju án þess að haggast.


mbl.is Danir hafa áhyggjur af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílstjóri blæðir fyrir verk Bin Laden.

Ætli Bin Laden hafi einhvern tíma lánað bílstjóranum kuflinn sinn? Þann bláa eða hvíta?

Sagan endurtekur sífellt sig hjá Kananum.

Já, einmitt: það er alltaf lítilmagninn sem þarf að líða fyrir verk „stóru strákanna.“ Bara eitt dæmi - innskot - það eru konur, menn, börn og gamalmenni þegar Bush fer inn í Íran og Írak - Einn af fáum sem Bandaríkjamenn hafa neglt eftir 911 er bílstjórinn Bin Ladens! Það er með ólíkindum að þeir hafi dæmt þennan mann í lífstíðarfangelsi. Manni fer að finnast skrýtið að engin skúringarkerling eða skúringarkall hafi fengið dóm vegna Watergate-málsins. Nú eða bílstjóri, hvað þá! Eða fékk kannski einhver í hreingerningum eða ‘leigubílaakstri’ dóm vegna þess máls?

Sagt er að herdómstóllinn í Guantanamao hafi verið sérstaklega valinn m.t.t. sakfellingar. Í þessu máli virðist sem betur fer möguleiki á áfrýjun. En það sem er áhugavert við þetta mál er að þetta er fyrsti herdómsstóllinn síðan í heimstyrjöldinni síðari þegar 6 menn voru teknir af lífi eftir málaferli fyrir herdómsstól. Þau réttarhöld fóru fram fyrir luktum dyrum, með mikilli leynd, án kviðdóms, án blaðamanna, án möguleika á áfrýjun og þar sem reglurnar voru samdar jafn óðum.

 

275px-Nazi_saboteur_trial_3c34579r

 Réttarhöldin fóru fram í dómsmálaráðuneytinu fyrir luktum dyrum frammi fyrir herdómstól. Sá fyrsti síðan í borgarstyrjöldinni - the Civil War - Sagan endurtók sig í vikunni í máli bílstjórans Bin Laden, enda var búið að ákveða að dómsmálið frá því í seinni heimstyrjöldinni yrði prófmál og líkan fyrir mál sem yrðu síðar tekin upp er tengdust ætluðum hryðjuverkamönnum.

 

 

 

 

 

Dasch Þessi gæji, þjónn og uppvaskari, fékk lífstíðardóm í USA í máli meintra hryðjuverkamanna árið 1942, eins og bílstjóri Bin Laden, og án þess að hafa gert neitt, nema uppljóstra um áætlanir um meint hryðjuverk Þjóðverja í USA í seinni heimstyrjöld. Sem sagt: landráðamaður sem fékk aldrei uppreisn æru. Þrátt fyrir loforð FBI um annað.


Mennirnir sex voru dæmdir til dauða og leiddir í rafmagnsstólinn í stafrósröð og voru jarðaðir í grafreit fyrir utangarðsmenn í Washington. Og án þess að hafa gert neitt í USA, þrátt fyrir ráðabrugg Þjóðverja, en höfðu verið vélaðir af Gestapó til að fremja hryðjuverk í USA. Tveir mannanna í aðgerðinni fengu að lokum dóm sinn mildaðan, (annar þeirra hér á myndinni), vegna þess að verjendur þeirra unnu vinnuna sína, þó að þeir hafi í raun aldrei fengið uppreisn æru, og þó að FBI hafi á sínum tíma lofað að þeir yrðu látnir lausir á endanum, a.m.k. annar þeirra, enda handtakan sögð formsatriði, en þeir uppljóstruðu um ráðabrugg Þjóðverja um að ætla að lama stríðsrekstur Bandaríkjamanna í heimstyrjöldinni, með því að sprengja í loft upp ýmis mannvirki.

 

– Þú getur lesið um þetta sanna 'hryðjuverka'-sakamál í næsta eintaki tímaritsins Spennu, sem kemur út eftir u.þ.b. mánuð. Fyrsta tölublað tímaritsins er núna til sölu í Eymundsson og helstu bókabúðum, Hagkaup, Lyfju, Leifsstöð o.fl. stöðum, og þar má núna lesa m.a. um frægasta glæpapar síðustu aldar, sem fékk aldrei færi á að koma inn í réttarsal í Bandaríkjunum og hvað þá láta dæma sig frammi fyrir kviðdómi. Nei, nei, parið var tekið af lífi á götum úti, án dóms og laga.

En veit einhver hvort kviðdómur var í þessu máli bílstjórans Bin Laden? Eða var bílstjórinn bara dæmdur af handpikkuðum dómurunum?

 


Dorrit veifaði til mannfjöldans - Frábær heitur dagur

Það var æðislegt að mæta niður á Austurvöll í dag, 1. ágúst 2008, en þangað
gerði ég mér sérstaka ferð til að geta hlustað á lúðrasveit spila í
tilefni dagsins, en eins og alþjóð veit var forsetinn okkar settur inn í embætti
sitt í dag, og byrjar þar með fjórða kjörtímabil sitt sem forseti.
 
Bowling160306 058 Þurfti líka að skreppa í bankann, Landsbankann,
með smá erindi og fór þangað um þrjúleytið,
í miðjum lúðrablæstri, og vonaði að ég missti
ekki af neinu á Austurvellinum á meðan.
 
Ég dró gjaldkeranúmerið 77 en þá var verið að
afgreiða viðskiptavin númer 13. Þar sem ég hef ekki
þolinmæði til að bíða lengi í biðröð, fór ég bara aftur
út á Austurvöll og ætlaði að kíkja í bankann eftir
kortér eða svo, í von um afgreiðslu.
 
 
 
 
 
"Einn-tveir - Einn-tveir" sagði fyrirliði lögregluliðsins sem var að mæta til að standa
vörð um Alþingishúsið í dag:
 
Bowling160306 054 Á Austurvellinum var þverskurður þjóðfélagsins mættur,
ásamt erlendum ferðamönnum sem undu sér vel í góða veðrinu eins og aðrir. Þarna fór allt fram með spekt og ró.
 
Þess vegna skil ég ekkert í Jóni nokkrum Guðmundssyni, sem virðist hafa allt á hornum sér varðandi þessa uppákomu í dag, en hann bloggar um þessa frétt:
"Nú er öldin önnur. Forsetinn er settur í embætti í miðbæ Reykjavíkur, innan um skyndibitastaði, útlendinga og  bandvitlausa hjólabrettakrakka." 'Eru það ekki bara gamlir skunkar sem hafa svona hugsunarhátt', hugsaði ég með mér.
 
Ég varð hvorki vör við hjólabrettakrakka né skyndibitastaði þegar ég átti þessa stund á Austurvellinum í dag. Efast um að Jón sjálfur hafi mætt á svæðið. Einu erlendu áhrifin sem ég varð fyrir þarna í dag var bara gott fólk: ferðamenn, nýbúar og Paul McCartney, vegna þess að mér datt í hug lagið hans sem hann söng um árið "When I'm 64" vegna þess að það voru 64 einstaklingar á undan mér til gjaldkera í Lansanum (77 mínus 13, sko). Enda eru þetta alltaf stærstu mánaðamót ársins.
 
Og lögreglan stóð sína plikt og á skilið hrós fyrir vel unnið dagsverk:
 
Bowling160306 060
Dagurinn í dag var einn sá heitasti á árinu,
og kannski var það bara gott að það væri
skýjað, þó að það kæmi smá sólarglenningur
í athöfninni þarna á Austurvellinum. 
 
Mikil eftirvænting var þegar svartur fornbíll ók að
Alþingishúsinu. Forsetahjónin stigu út og gengu síðan
inn í Alþingishúsið. Eigi löngu síðar komu þau út með
fríðu föruneyti nokkurra ráðherra og héldu til
guðþjónustu í Dómkirkjunni. 
 
 
 
 
 
Á leið til kirkjunnar - Dorrit veifar til mannfjöldans á Austurvellinum:
 
Bowling160306 063
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Því miður veit ég ekki hvað lúðrasveitin heitir sem spilaði fyrir okkur í góða veðrinu í dag! 

mbl.is Forsetinn settur í embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur sólar sig - það er frelsið

Heitasti dagur ársins 30.7.2008 – Hvað gerði ég – og aðrir?

Byrjaði daginn á kaffi og stauta mig gegnum blöðin úti á svölum. Heitasta umræðan núna greinilega ‘nauðgunarboðskapur’ dægurlagatexta sbr. “Stolt siglir fleyið mitt” og “Síðan ætla ég að sofa hjá þér, María, María, María” í anda nýjasta texta þjóðhátíðarlagsis.

Fór síðan á hádegisverðarfund í Norræna húsinu – frábær aspas-súpa- og síðan heimsókn á bókasafn hússins.

Lallaði mér síðan upp í HÍ til að sækja bók sem ég hafði pantað í gegnum Bóksölu stúdenta (besta verðið þar). Þaðan lá leiðin niður í miðbæ og ég velti fyrir mér hvernig ég átti að eyða þessum heitasta degi ársins. Fullt af fólki á ferli á Laugavegi og Austurstræti.

Mundi svo allt í einu að ég ætti erindi í  bankann minn, Landsbankann, og gekk að aðalstöðvunum í Austurstrætinu til að eiga viðskipti við einhvern góðan gjaldkera á vakt. Það var fremur líflegt fyrir utan Lansann í dag. Aðaleigandinn sjálfur, Björgólfur, sat á sillu við uppgang bankans, í köflóttri skyrtu og ljósum buxum, á tali við tvo karla. Þetta leist mér vel á: hvaða karl vill hanga inni á kontór á svona góðvirðisdegi. Um að gera að koma út úr hýðinu og fanga frelsið.

Fór síðan heim og velti fyrir möguleikum góðvirðisdagsins. Ákvað að hjóla niður í Laugarnes og kíkti aðeins á “bí-bí” á tjörninni hjá Hrafni Gunnlaugs. Þetta er vin í eyðimörkinni (sjá mynd). Nokkrir túristar voru á ferli þarna á hjólum, og forstöðukona Sigurjónssafnsins var að sóla sig ásamt annarri fyrir utan safnið. Ég kom mér síðan fyrir á grasbala við sjóinn til að lesa krimma-bókina sem ég hafði keypt fyrr um daginn. Þetta var kuldaleg lesning í hitanum í dag. Ég kom svo auga á grjót með mynd af hauskúpu eða draug, þegar ég fékk mér pásu frá lesningunni. Ætlaði að taka mynd af þessu.

 EndurHrafnGunnlaugs

Svo komu tveir strákar til að veiða, og staðnæmdust við myndagrjótið mitt. Fylgdist með ferlinu og aðalveiðimaðurinn var með rækjur til beitu og horfði á hann kasta langt út. “Rækjur eru dýrar” hugsaði ég með mér. Sagði unga veiðimanninum, sem ég þekki í sjón úr hverfinu, að ég hefði einu sinni búið niðri við Miðjarðarhaf og að þar notuðu gæjarnir sem kæmu niður að strönd til að veiða sér í soðið, deig til beitu; svona pizzu deig úr vatni og hveiti. Þeir fengu ekkert á krókinn og sögðust ætla að færa sig um set, en ég hélt áfram að lesa kuldalegan krimmann í hitanum, en sem betur fer var góður vindsvali þarna við hafið í sumarhitanum.

 

Tók síðan mynd af  ‘drauga-grjótinu’ og það minnti mig á það sem ég var að lesa:

Ghost

 

 

 

Tveir krimmar halda að þeir hafi losað sig við tvær stelpur með því að henda þeim fram af brú. Önnur þeirra lifir af og afleiðingarnar eru að í rauninni dóu fjórir þennan dag: morðingjarnir tveir og stúlkurnar tvær (þó að önnur þeirra hafið lifað af), en ég er að vona að hún hafi fengið uppreisn æru í sögunni (sem ég er rétt nýbyrjuð að lesa), því að skv. myndinni af grjótinu er eins og að lítil manneskja eða vera sé að kyssa hauskúpuna/vofuna (morðingjana), þessi litla vera birtist á myndinni til hægri, þarna á grjótinu.


Dagurinn endaði vel, þrátt fyrir glæpasagnalestur og að skemtiferðaskip sigldi svo út úr Faxaflóanum rétt fyrir kvöldmat í fylgd lóðsins. Hef séð stærri skip en þetta sigla þarna út, og stundum hef ég fengið minnimáttarkennd við að horfa á tiguleg fleyin sigla þarna út um kvöldmatarleytið og séð fyrir mér farþegana mæta í gala-kvöldverðina uppábúna í kjól-og-hvítt um leið ég er að læða ýsu í pottinn.

En frelsi er númer eitt: það að getað sest út í náttúruna og lesið sér að vild og spjallað við veiðigutta; sest á syllu á Landsbankanum og spjallað við karla um landsins gagn og nauðsynjar; og bara verið til. Það að lífið.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband