Mannleg mistök orsaka alvarlegt slys í Alcoa

Mér skilst að slysið sem varð í Alcoa í gærkveldi,

hafi verið af völdum mannlegra mistaka. Sprauta þurfti

þann slasaða niður vegna kvala. Sendi honum mínar bestu

óskir um bata. En svona slys gerast vegna galgopaháttar

án þess að gæta fyllsta öryggi. Eftir minni bestu vitneskju

er ökuhraði á tækjum á Alcoa svæðinu 20 km. Þeir sem fara

fram úr þessu fá líklega tiltal.

 

Átti samtal við konu um daginn sem vinnur þarna og nefndi hún

það sérstaklega við mig að þetta væri hættulegur vinnustaður.

Skildi ekki alveg hvert hún var að fara, en skil það núna eftir þetta

slys. Eitthvað apparat var tengt við lyftarann sem lamdist í manninn

sem slasaðist, á sá sem keyrði lyftarann var greinilega ekki að hugsa,

þrátt fyrir að nýjir starfsmenn fari á mánaðar námskeið áður en hafið

er störf, og í því námskeiði felst öryggisþátturin.  


mbl.is Vinnuslys í álveri Alcoa-Fjarðaáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband