Ikeadraumurinn

Jenný Anna Baldurs fer á kostum í dag  þegar hún útlistar í bloggi sínu um að nú eigi hún erindi í Ikea a.k.a. “dótabúð almúgans” og “húsbandinu" hennar hryllir við “hillusvipnum” sem kemur á hana þegar hún fær tækifæri til að heimsækja þetta gímald þarna úti í hrauninu. Reyndar meira en það, það ku vera “fokkings” hillusvipur sem kemur á hana, þegar hún kemst í ástandið, þ.e. fær tækifæri til að lifa Ikeadrauminn sinn.

Ég hef einu sinni verið dregin inn í risagáminn þann arna, sem stendur þarna úti á hrauninu, og merkilegt nokk, ég keypti mér pottasett á góðum 990.- krónu prís, og þó að mér hafi tekist að mölva hölduna á einu pottlokinu þegar heim var komið þar sem ég uppgötvaði mér til hryllings að ég þyrfti að ‘setja pottana saman’ sjálf (þetta er jú Ikea-draumurinn!), þá hefur potturinn með  nothæfu loki + höldu fengið það hlutverk að sjóða margan ýsubitann sér til ánægju, enda átti ég tröllagrip-lím sem reddaði málunum (það kemur sér vel að eiga föndurdót eftir að hafa verslað  í föndurvörugámnum.

En ég prísa mínum sæla fyrir að eyðileggja ekki potta nema kannski annað hvert ár með því að óvart láta kartöflur eða hafragraut sjóða niður í stálin stinn, vegna utanaðkomandi truflana sem ég fæ engu um ráðið.

En þetta með Ikeadrauminn (lesist = martröð margra 'húsbanda') eins og ég nefni það að gera sér ferð í gáminn úti á hrauninu, minnir mig á dægurlegatexta, sem ég man ekki lengur hver á eða hver syngur; þar er eitthvað sungið um “þau spila yatsí ... og “Ikeadrauminn” ... eitthvað svoleiðis. Man einhver hver söng þetta lag og eftir hvern það er. Þetta var 80's lag, sko!
 

Jenný Anna talar um að Ikea sé “dótabúð almúgans” og á sínum tíma var (og er ennþá) ég á þeirri skoðun að Ikeadraumurinn væri Nr. 1 og svo fann ég Ikeadraum Nr. 2: það var að komast í þáttinn til hennar Sirrý sem áheyrandi. Þar stóð almúginn víst í biðröðum um að komast að. Nú er engin Sirrý, þannig að ég auglýsi eftir: hver er Ikeadraumur Nr. 2 árið 2008???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband