Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.2.2009 | 18:11
Rússar þekktir fyrir peningaþvætti.
![]() |
Segir Rússa hafa keypt Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 23:20
Sammála! Enda núverandi stjórnvöld undir smásjánni
Oft var þörf en nú er nauðsyn! Það dugar ekki að fyrrverandi stjórnarsamstarf hafi liðast sundur og ný stjórn hafi litið dagsins ljós 1. febrúar 2009, vegna þrýstings frá almenningi sem hefur staðið mótmælavaktina vikum saman. Ef einhvern tíma þarf að mótmæla, þá er það ákkúrat núna!
Er núverandi stjórn einhvers megnug í því ástandi sem ríkir í samfélaginu? Almenningur er óþolinmóður viðskiptavinur. Hann vil fá svör í dag. En auðvitað verður fólk að gefa stjórnvöldum svigrúm til að vinna að nýrri lagasetningu og reglugerðum sem koma almenningi til góða. En almenningur vill heyra frá stjórnvöldum á formlegum fundum sem eru opnir almenningi. Fæstir fylgjast með nýjum lagasetningum á vefjum stjórnsýslunnar. Það þarf að upplýsa almenning með vikulegum fundum t.d.
Ef ekkert áþreifanlegra verður gert að hálfu stjórnvalda til að sýna almenningi fram á að 'hlutirnir séu að mjakast í átt til betra ástands' eigum við eftir að upplifa 'franska byltingu' hér á Fróni.
![]() |
Mótmælt á Lækjartorgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 22:57
Einmitt, og í boði Landsbankans!
Skv. kvöldfréttum í sjónvarpi RÚV voru kaupin fjármögnuð af Landsbankanum á sínum tíma. Vonandi með veði í íbúðinni. Allir landsmenn og aðrir sem áttu hlut í bankanum eru búnir að tapa sínu. Banki sem vinnur svona við að lána fólki til að það geti borist á (það er ekki eins og það hafi verið að lána einhverjum rekstri til að skapa atvinnu fyrir almúgann, eða hvað?) er ekki verður þess að landsmenn eigi hlut í slíku fyrirtæki, né versli við það. Enda er það fyrirtæki gjaldþrota; gamli Landsbankinn.
Maður skammast sín. Maður leyfir sér að læðast eins og mús, inn í útibú sömu stofnunar, þó að það heiti núna "nýji" Landsbanki, til þess að biðja um 50 þúsund króna viðbótar yfirdrátt á hin 50 þúsundin.
En kannski þarf maður ekkert að skammast sín þó að maður hafi hvorki verið að fjárfesta í ofurbílum né ofuríbúðum á okurlánum eða myntkörfulánum síðustu misserin. Kannski kemur maður bara vel út úr kreppunni þrátt fyrir allt? A.m.k. þarf ég ekki að hafa áhyggjur hvort einhver eign mín seljist niðri á Mannhattan eða ekki, vegna þess að ég hef ekki verið að ofurselja mig með lánum frá gráðugum lánastofnunum (en þær eru enn að: sparisjóður einn er stanslaust að reyna að fá mig í viðskipti; þeir fatta bara ekki að að ég myndi aldrei byrja í viðskiptim við banka á yfirdrætti, sama hvað er í boði ...).
Bestu helgarkveðjur!
P.S. Í það eina skipti sem ég hef komið á Manhattan man ég sérstaklega eftir einni sýn: negrafjölskylda sem var mætt niður á miðja Manhattan með sófasettið sitt og sat sem fastast í því. Stórt og mikið fólk sem hafði hátt. Þorði ekki að taka mynd af þessu dæmi. Greinilega húsnæðislaus og mótmæltu ástandinu á sinn hátt. Þetta var árið 1991. Ætli margir séu heimilislausir í New York þessa dagana?
![]() |
Selja íbúð á Manhattan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2009 | 01:38
Heimilislegur skítkokkur eða ofur eldamennska keðjubakkafyrirtækis?
![]() |
Fangar ósáttir við matinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2009 | 00:19
Smá snjóföl á Írlandi - en skólastarfi aflýst!!
Mér blöskrar alltaf þega svona fréttir berast. Það snjóar smávegis á N-Írlandi eða einhvers staðar í Ameríku og allt verður STOPP.
Eru ekki seld nagladekk þarna á N-Írlandi eða hvað?
Eða kannski snjóar svona sjaldan þarna, að hjólbarðafyrirtæki sjá sér ekki hag í því að vera með snjó- eða vetrardekk á boðstólum. Bretlandseyjar heita ekki "græna eyjan" fyrir ekki neitt.
![]() |
Enginn skóli sökum snjókomu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 02:30
Skipti á ráðuneytisstjóra er bara annað orð yfir 'uppsögn' eða vera 'vikið úr starfi'
vegna stjórnarskiptanna, en það má ekki segja það. Það er alltaf verið að tala undir rós. Hvað þýðir það í rauninni að starfsmaður ráðuneytis, sem hefur sinnt starfi sínu árum saman, sé settur í 'sérverkefni'? - Vonandi snúast sérverkefnin um að finna lausnir á hvernig heimilin eigi að fara að því að komast af eftir að hafa verið sett á skuldaklafa vegna óreiðu þeirra sem skuldsettu íslensku bankana upp í rjáfur. Þ.m.t. kjölfestufjárfesta og fyrrverandi bankastjóra þerirra og starfsmenn sem kóuðu með þessu liði.
![]() |
Skipt um ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigmundur hefur ekkert bakland í Framsókn og þessir auðmenn geta tryggt honum það. Framsókn fengi þá góðan frest til að byggja sig upp, því þá yrði kosningum ekkert flýtt.
Læt vita um leið og ég fæ frekari staðfestingu á þessum orðrómi."
Þetta fólk getur ekki verið svona veruleikafirrt að vilja leggja landið í rjúkandi rústir... - "Skaz"
klærnar á Framsókn komi við bakið á þessari stjórnarmyndunarviðræðum Samfó og V-grænna?
Ég fæ aulahroll þegar ég heyri þessi nöfn nefnd: Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson.
Djísús kræst.
Hvað eigum við eiginlega að gera????????????? Nú er landið stjórnlaust og vitræn stjórnvöld óskast.
![]() |
Þríeykið þingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.3.2009 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 00:57
Kaupum hlut í mogganum!
Mogginn er góður og mbl.is er enn betra. Hvað gerum við bloggarar og aðrir lesendur ef mogginn væri ekki til staðar fyrir okkur?
Áhugahópur einstaklinga ætlar að stofna fjárfestingarfélag utan um Árvakur sem gefur út moggann. Ég hef áhuga á að fjárfesta í þessu félagi, en er ekki aflögufær með 100 þúsund kall eftir bankahrunið.
Af hverju ekki að bjóða bloggurum og velunnurum moggans að kaupa hluti í mogganum allt frá 10 þúsund króna hlutum? Þá geta ótal margir verið með sem styðja málefnið en eiga ekki 100 þúsund kall á lausu.
Hvet áhugamennina að gera almenningi fært um að eignast hlut og um leið styrkja moggann með því að bjóða upp á lægri upphæðir til kaupa á hlutafé í félaginu.
![]() |
Vilja stofna hlutafélag um Árvakur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2009 | 03:01
Skúra almennilega út við fyrsta tækifæri!
Er ekki bara kominn tími til að hvítskúra stjórnarráðið í eiginlegri merkingu?
Hefði átt að moka valdablokkum út úr húsinu fyrir langa löngu.
Og Alþingishúsinu líka. En reyndar hefur það verið skúrað í hverri viku
síðan í haust vegna eggja- og tómatskasts. En það er bara yfirborðsklór.
Nú er gott tækifæri til að skúra, skrúbba og moka út og endurnýja innviðina.
Gömlu flokkarnir eru orðnir of spilltir til að vera trúverðugir til að verma sætin í Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu.
Framsókn er lang-lang spilltust þó að hún eigi ekki inni í Stjórnarráðinu lengur.
En stundum þarf að skúra gólf til að má út löngu gengin spor.
Þannig að mótmælin fyrir utan Stjórnarráðið í gær fengu eins konar framlengingu
á athæfinu í táknrænum skilningi.
![]() |
Hvítskúrað stjórnarráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2009 | 21:03
Ekkert betra að gera í kreppunni en að búa til börn!
Bandarísku klámkóngarnir hafa greinilega skemmtilegan húmor og notfæra sér hann í miðri kreppunni:
"Larry Flynt, sem gefur út klámtímaritið Hustler, og Joe Francis, sem er maðurinn á bak við Girls Gone Wild myndböndin, segja að Bandaríkjamenn séu að missa kynhvötina. Þeir hafi of miklar áhyggjur af efnahagsástandinu og því að geta greitt reikningana um hver mánaðarmót."
En það er eitt annað í þessu, sem snilldarklámkóngarnir hafa ekki tekið með í
reikninginn (og þá eru þeir líklega bara að 'ljúga') er að þegar kreppir að, hefur fólk
ekkert annað betra að gera en að búa til börn. - Og það gerir það.
Kreppan kemur á engan hátt í veg fyrir kynlífslöngun, þó
að klámkóngarnir staðhæfa annað, líklega bara í gamni og eru vitanlega að auglýsa sinn bransa í leiðinni, enda er þetta besta auglýsingaplott sem ég hef séð lengi.
Kreppan hefur kannski gert mann agndofa og hálf
máttlausan, vegna óvissu um það sem verða skal, en alls ekki á kynferðislegan hátt.
Nú verður gaman að sjá, og reikna út, hversu mörg börn munu fæðast í byrjun júní 2009 (þau komu þá undir í byrjun október 2008) Og hversu mörg börn munu fæðast í júlí 2009, þ.e. þau sem komu undir í nóvember 2009 o.s.frv.
Mannlegt eðli er einmitt þannig að þegar eitt starf fellur niður með viðkomandi ábyrgð, t.d. þegar einstaklingur verður atvinnulaus, fær sá hinn sami meira svigrúm til að sinna öðrum störfum.
![]() |
Ríkisstyrkt klám? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)