Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.1.2009 | 00:15
Var byssustrákurinn einhvern tíma á þessum leikskóla?
Mikilvægt er að semja reglugerð um þá sem hafa leyfi fyrir skotvopnum,
Þeir sem eiga skotvopn, eiga ekki að bjóða upp á það að almenningi stafi hætta af þeim.
Ef einstaklingur getur ekki átt byssu án þess að einhverjir vitleysingar veifi þeim um í
hverfum borgarinnar, svo ekki sé nefnt að verið sé að skjóta á leikskóla, á sá hinn sami
að missa byssuleyfið tafarlaust og öll skotvopn viðkomandi verði gerð upptæk.
T.d. þegar var verið að rannsaka morðið á leigubílstjóranum Gunnari Tryggvasyni, þá
hafði sonur grunaðs morðinga, ásamt vini, verið á fullu að prófa að skjóta úr byssu grunaðs,
Þeir vinirnir voru sem betur fer ekkert að beina byssu að borgurum Reykjavíkur, en voru að
prófa byssu á víðavangi. En það er engin afsökun.
Mikilvægt er að herða reglur um byssuleyfi og byssueign. Ef ekkert veður að gert, eigum við
óöld yfir hausnum á okkur. Skora á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að keyra
![]() |
Skaut úr skammbyssunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 00:15
Vilborg í stjörnufans
![]() |
Mótmælir og stagar í sokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 00:19
Kvakk, kvakk - Bakkabræður braska
BBR ehf., félag í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústar Guðmundssonar, hefur í dag skráð sig fyrir nýju hlutafé í Exista að fjárhæð 50 milljarðar króna í skiptum fyrir 1 milljarð hluta í Kvakki ehf. Þetta þýðir að gengi á hlut er 0,02 krónur. Þeir bræður ætla að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé Exista á sama gengi og hafa óskað eftir undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu hvað varðar reglur um lágmarksverð.
Þessi viðskipti fela í sér að fyrri eigendur Kvakks ehf., Ágúst Guðmundsson og Lýður Guðmundsson, leggja Exista til 1,0 milljarð króna í reiðufé.
Eftir viðskiptin eiga félög fjárhagslega tengd Lýð Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni 56.407.905.675 hluti í Exista, eða samtals 87,9% af heildarhlutafé.
![]() |
Stefna að yfirtöku á stjórn Exista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 03:15
Míg andi við Austurvöll!
![]() |
Gekk örna sinna í runna á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2008 kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 23:49
Atkvæðaveiðar stjórnarandstöðunnar - pöbbinn á Akureyri?
Var þá tjáð að Steingrímur J. alþingismaður ætti það til að mæta út á lífið þarna
fyrir Norðan, standa á barnum, aðhafast ekkert, eða þangað til einhver byði honum í glas.
Kannski sjá Norðlendingar Steingrím í þessu ljósi. Kannski vill Steingrímur bara láta
líta út sem að honum liggi lífið ekkert á. En að skreppa á barinn er þekkt
leið til atvkæðaveiða meðal stjórnmálamanna. (En í kreppu þarf auðvitað að hafa hraðar hendur, eða þannig. ...)
Í eitt skiptið kemur ungur Akureyringur á bar þarna fyrir Norðan til að panta sér drykk,
og sér að Steingrímur stendur við barinn. Um leið og sá ungi pantar sér
bjór, pantar hann í leiðinni mjólkurglas handa alþingismanninum.
Þá varð þessi vísa til:
Steingrímur karlinn staldrar við þyrstur
við barinn hann stendur en vill ekki fyrstur
bjóða í glas, og forðast allt þras
en þiggur með þökkum eitt mjólkurglas.
![]() |
Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.11.2008 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 00:50
Samhengi milli bruna á bílum og frystihúsum?
Mér er í fersku minni fréttir af ýmsum brunum á frystihúsum úti á landi hér áður fyrr, framar öðrum brunum, fyrir utan hlöðubruna á ýmsum býlum í sveitum þessa lands.
Kannski er þetta mér í svo fersku minni, af því að þegar ég var yngri las ég aðallega slysafréttir í blöðum og skrýtlur, frekar en leiðara og aðrar pólitískar greinar.
Man ekki hvort einhverjir frystihúsabrunar hafi orðið á höfuðborgarsvæðinu á 8. 9. og 10. áratugnum.
En það hefur lítið farið fyrir fréttum af frystihúsabrunum yfirleitt s.l. misserin. Kannski er farið að klæða, endurgera og byggja frystihús úr óbrennandi efni, eða hvað?
Og kannski kviknar ekki lengur í frystihúsum af því að eigendur þeirra hafa grætt svo mikið á aflakvótanum? Ég skal ekki segja.
Man eftir einstaka stórbrunum á öðrum fyrirtækjum á 7. og 8. áratugnum, svo sem á athafnasvæði Eimskips nálægt Borgartúni, Klúbbnum gamla við Borgartún og gamla góða skemmtistaðnum við Tjörnina (nú Listasafn Íslands).
En nú brenna bílar landsmanna sem aldrei fyrr. Er eitthvað í gangi? Nú virðast stórfyrirtæi ekki brenna til grunnna, heldur blikkbeljur landsmanna í hrönnum. Skyldi vera eitthvað líkt með gömlum eigendum frystihúsa og núverandi eigendum (dýrra) ökutækja á Íslandi í dag?
Ástandið er ekki eðlilegt.
Ýmsir brunar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu á s.l. misserum, eða frá árinu 2000. Þeir eru ólíkir brunum á bílum, frystihúsum og eldi (íkveikju) í húsum/blokkum. Þar hafa líklega annarlegar hvatir legið að baki, svo sem ítrekaðar íkveikjur í ónefndu húsi við Vatnsstíg, íkveikjan við Laugar þegar það var í byggingu, bruninn mikli í Faxafeni, stuttu eftir aldamótin 2000.
Tryggingafélögin hér á landi munu líklega fara að hugsa öðruvísi, eftir alla bílabrunana að undanförnu. Bílaeigendur gætu átt von á mikilli hækkun á tryggingagjöldum.
En umfram allt þurfa yfirvöld að fara að huga að meiri löggæslu og eftirliti í ÖLLUM hverfum á höfuðborgarsvæðinu og úti um allt land. Því það virðist sem svo, og tilfinningin er slík að ein aðferðin í að mótmæla ástandinu í niðursveiflunni og kreppunni hér sé jafnvel að birtast í því að kveikja bara í eigum sínum. Sé sjaldan lögreglubíl á sveimi um nætur í miðri viku, og þaðan af síður um helgar, í mínu hverfi. Kannski ekki skrítið, enda mannekla og líklega yfirvinnubann hjá lögreglunni.
Og það sem meira er, að þeir sem kveikja bál af öðrum og annarlegum ástæðum, muni notfæra sér kreppuástandið og fara að kveikja í líka.
![]() |
Enn einn bílabruninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 22:46
Útilokum gastæki - þetta eru stórslysagildrur
![]() |
Sex ungmenni flutt á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 22:29
Skrípaleikur í launum bankastjóra
Hvernig má það vera að laun bankastjóra nýju ríkisbankanna eru hærri en laun yfirmanns þeirra, viðskiptaráðherra?
Nýráðinn bankastjóri KB banka skammast sín svo mikið að hann fer fram á launalækkun til að verða ekki milli tannanna á fólki af því að hann er á hærri launum en annar kvenkyns bankstsjóri eins ríkisbankans.
Og svo er annað: einn nýr kvenbankastjórinn vill ekki gefa upp sín laun. Skammast hún sín fyrir að hafa samið um lág laun? Hefur hún kannski bara 900 þúsund í laun á mánuði, sem er dágott, en vill ekki að fjármálaheimurinn viti það, af því að það er svo 'niðurlægjandi.' Ég nefni töluna 900 þúsund, af því að ég heyrði þessa tölu um þessi laun í vikunni.
Bankableðlarnir hafa að mínu mati verið að skammta sér ofurlaun á undanförnum árum og misserum. Þeir eru bara að apa eftir stórum fjármálafyrirtækjum í Ameríku sem borga góð laun + bónusa. Íslenskir bankar eru litlir og hafa ekki efni á slíkum ofurlaunum. Því fór sem fór.
Nýjustu upplýsingar sem ég hef er að starfsmenn hjá Goldman Sacs hafi verið að fá í laun + bónusa á ári sem nemur $660.000.-
Ef þetta er reiknað í íslenskum krónum (þó að dollarinn sé bara reiknaður á hundrað kall), kemur stjarnfræðileg upphæð í ljós í íslenskum. A.m.k. í mínum huga. Það eru ofurlaun.
![]() |
Bað um launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.11.2008 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 01:09
Jón Ásgeir enn og aftur fórnarlamb Séð&Heyrt aðferðarinnar?
Ótrúleg umræða á netinu er búin að vera um hvernig Jón Ásgeir stóð sig í Silfri Egils, eða öfugt, þ.e. hvernig Egill stóð sig; japl, jaml og fuður út af engu. Egill var samur við sig í þessu viðtali, var ekkert æstari en vanalega. Þarna voru bara tveir menn að ræða saman um hitamál. Og Jón Ásgeir má eiga það að hann hélt stillingu sinni, ef honum fannst kannski Egill vera æstur (sem mér fannst ekki), enda í mjög erfiðri stöðu eftir hrun Glitnis. Hann stóð frammi fyrir erfiðum spurningum, sem hann kannski reyndi að svara út úr, en hann æsti sig ekki.
Egill var hvorki vel né illa undirbúinn undir þetta viðtal, vegna þess að þetta var 'stutt' viðtal miðað við umfang, og gæti aldrei orðið eitthvað bitastætt þannig séð. Í svona 'Silfur Egils' viðtalsþætti verða málefnin aldrei annað en smávegis yfirklór og Egill virðist lifa á því.
En getur Egill unnið rannsóknarefni til birtingar í sjónvarpsþætti eða blaðagrein, sem tæki á málunum?
Við verðum að gera greinarmun á sjónvarpsþætti með 'æsifregnastíl' og einhverju virkilega bitastæðu þar sem að þáttarstjórnandi/greinarskrifandi fer virkilega ofan í málin þar sem hann/hún fléttar viðtölum við viðkomandi sem tengjast efninu (ef þeir þora).
Jafnvel grunnskólanemandi getur spjallað við þjóðþekktan Íslending sem lendir í skandal.
En málið er að Íslendingar, eins og svo margir aðrir, gleypa við æsifregnastílnum og skandalnum,
þannig að svona þættir eins og Silfur Egils eru í rauninni ekki á hærra plani en Séð & Heyrt og DV.
10.10.2008 | 23:51
Kokgleypir þú loforð pólitíkusa?
![]() |
Rússar og IMF sameinist um lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |