Sammála! Enda núverandi stjórnvöld undir smásjánni

Oft var þörf en nú er nauðsyn! Það dugar ekki að fyrrverandi stjórnarsamstarf hafi liðast sundur og ný stjórn hafi litið dagsins ljós 1. febrúar 2009, vegna þrýstings frá almenningi sem hefur staðið mótmælavaktina vikum saman. Ef einhvern tíma þarf að mótmæla, þá er það ákkúrat núna!

Er núverandi stjórn einhvers megnug í því ástandi sem ríkir í samfélaginu? Almenningur er óþolinmóður viðskiptavinur. Hann vil fá svör í dag. En auðvitað verður fólk að gefa stjórnvöldum svigrúm til að vinna að nýrri lagasetningu og reglugerðum sem koma almenningi til góða. En almenningur vill heyra frá stjórnvöldum á formlegum fundum sem eru opnir almenningi. Fæstir fylgjast með nýjum lagasetningum á vefjum stjórnsýslunnar. Það þarf að upplýsa almenning með vikulegum fundum t.d.

Ef ekkert áþreifanlegra verður gert að hálfu stjórnvalda til að sýna almenningi fram á að 'hlutirnir séu að mjakast í átt til betra ástands' eigum við eftir að upplifa 'franska byltingu' hér á Fróni.

 


mbl.is Mótmælt á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Stjórnin verður að fá vinnufrið til að þrifa upp skítinn eftir nýfrjálshyggjunni.

Heidi Strand, 15.2.2009 kl. 08:06

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hvaða stjórn? Þessi 80 daga hringlagastjórn eða ný stjórn sem tekur einhvern tíma við þega Alþingi er komið í frí?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 26.2.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband