Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.4.2009 | 21:41
Lögreglan bæði keyrir bifreið og eltir hana í sömu andránni!
Hvernig er þetta hægt? Jú, þetta er hægt á prenti. En í frétt mbl segir að "Lögreglan á höfuðborgarsvlðinu keyrði bifreið sem þeir eltu út af Víkurvegi í Grafarvogi eftir æsilega eftirför."
Jú, allt er hægt á prenti, þó að við þikjumst vita að orðið "á" vanti í textann í fréttinni. Sömuleiðis ætti að standa "bifreið sem hún elti ..." þ.e. lögreglan. Það er allt of mikið af svona flausturslegum vinnubrögðum við vinnslu frétta á mbl.is- minnist þess ekki að hafa séð svona vinnubrögð á bbc.co.uk og bt.dk - Virtur íslenskur fréttavefur eins og mbl verður að fara að taka sig á.
![]() |
Bíllinn þvingaður út af veginum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2009 | 14:55
" ... darraðardans með Stjórnarskrá Íslands ... Stjórnarskráin er ekkert tyggigúmmí."
Var meðal þess sem Árni Johnsen sagði í ræðu á Alþingi í dag. Hann talaði lengi og blaðlaust. Sagði að þetta væri enginn leikur, heldur darraðardans með stjórnarskrá Íslands. Talaði um að þetta væri ekki stórt plagg, bara lítill pési upp á 16 blaðsíður (held að þær séu reyndar 19). "Stjórnarskráin er ekkert tyggigúmmí. Stjórnarskráin er heimspeki ..."
Árni er örugglega með málþóf og það voru töluverð læti í þingsal, mikið um ráp, þrusk, frammíköll og suss. Og til að teygja á lopanum gerði Árni t.d. athugasemd þegar fjármálaráðherra gekk úr þingsal (líklega var hann að fara í mat) og í sömu setningunni sagði Árni að "þarna gengur Atli Gíslason í salinn" og hældi honum með nokkrum orðum og hafði jafnvel orð um að Atli væri að snýta sér!
Eftir að Árni varð vitni að snýtiklút þingmannsins, sagðist honum svo frá að þegar hann var staddur á Grænlandi er verið var að taka upp þjóðfána Grænlendinga, hafi hann komið að máli við Grænlending einn og spurt hann hvort hann væri ekki ánægður að fá þjóðfána. Sá aðspurði lét sér fátt um finnast og hafði sagt að sér dygði nú bara vasaklúturinn sinn.
Já, Árni karlinn kom inn á ýmislegt í málþófinu og talaði t.d. líka um fjárglæframenn sem hefðu selt Ísland eins og hvert annað "kók og buff."
![]() |
Þingmenn syngja og dansa darraðardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2009 | 10:01
Gasgrill stórhættuleg! - Hvar eru gömlu góðu kolagrillin?
Í frétt mbl.is í gær segir að gaskútur hafi sprungið á svölum á 5. hæð í Asparfelli. Mér skilst að allt slökkviliðið hefði verið sent á vettvang til öryggis. En sem betur fer varð ekki mikið tjón af þessu í þetta skipti.
Þetta atvik sýnir enn og aftur hversu hættulegir gaskútar eru. Það ætti alfarið að banna fólki að hafa gasgrill á svölum í sambýlishúsum. Slysahættan er alltaf fyrir hendi og getur sett tugi manns í hættu. Af hverju ekki að taka upp gamla góða kolagrillið. - Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég blogga um gassprengjufréttir.
![]() |
Gaskútur í ljósum logum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 00:04
Löggan aftur og nýbúin ... Allir þessir strákar hafa greinilega ræktunargenið í sér!
Lögreglan stöðvaði kannabisræktun, í frétt á mbl.is:
"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti enn eina kannabisverksmiðju í dag. Nú var stórtæk verksmiðja stöðvuð í nýbyggðu einbýlishúsi í Hafnarfirði. Ekki var flutt inn í húsið en um 300 plöntur í fullum blóma voru í húsinu. Tveir menn hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins."
![]() |
Stórfelld kannabisræktun stöðvuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 22:59
Viðskipti felast í listinni að ná fé úr annars manns vasa án þess að beita ofbeldi. – Max Amsterdam.
Í fréttinni á mbl.is segir m.a. "Bankarnir eru taldir hafa stuðlað að sýndarviðskiptum með því að lána mikla fjármuni til þess að kaupa bréf í bönkunum sjálfum. Veð fyrir lánunum voru oftast nær bréfin sjálf. Með þessum aðferðum eru bankarnir taldir hafa haft veruleg áhrif á verðmyndun eigin bréfa á markaði en á sama tíma staðið sjálfir að stórum hluta af heildarveltu með bréf sín."
Til 'gamans' læt ég fljóta hér með nokkrar tilvitnanir í framhaldi af titli þessa bloggs:
Ef þú heldur að engum sé sama hvort þú ert lifandi eða dauður, prófaðu þá bara að sleppa nokkrum afborgunum af bílnum eða húsnæðinu. Earl Wilson.
Ef þú lánar einhverjum 20 þúsund kall (eða 20 milljónir, eða milljarða, ef því er að skipta), og sérð hann/hana aldrei aftur, var það kannski þess virði. Óþekktur höfundur.
Kannski komum við auga á gildi Guðs fyrir smá auðlegð, með því að skoða þá sem hann útdeildi auðnum til. Alexander Pope, Thoughts on Various Subjects, 1727.
Á hverjum degi þegar ég fer á fætur, les ég Forbes listann yfir ríkustu menn Ameríku. Ef ég er ekki á listanum, fer ég í vinnuna. Robert Orben.
Þegar hlutirnir snúast um peninga, eru allir í sama trúfélaginu. Voltaire.
![]() |
Markaðsmisnotkun banka til skoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 01:41
Obama dælir fé í svartholið og hangir í símanum – En hvað gerir Jóhanna? Mjakast truntan úr sporunum?
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur hringt um alla jörð frá því hann tók við embætti í janúar. Í dag hringdi hann svo út í geim og ræddi við geimfara, sem eru í alþjóðlegu geimstöðinni. skv. frétt á mbl.is - En tekst honum að koma skikki á bykkjuna?
Efast um að það hefði fallið í góðan jarðveg að Jóhanna Sig. og Steingrímur J. hefðu legið í símanum sínkt og heilagt eftir að þau tóku við völdum hér á dögunum. En þau gerðu það eflaust, þótt það væri ekki opinbert. Kannski hringdu þau vegna áherslunnar á að stugga við mansali og rekstrti á nektarbúllum hér um daginn. En þau símtöl sem þau hefðu fengið prik fyrir, væru vissulega símtöl til skattaparadísa til að afla sér upplýsinga um falið fé útfararvíkinganna. Kannski heldur Jóhanna og co. að hún geti bjargað málum hér á stuttum ríkisstjórnarferli eftir Búsáhaldabyltinguna.
En fjármálasérfræðingar vestanhafs eru uggandi um hræðilegar afleiðingar af inngripi stjórnvalda í Washington varðandi fjármálamarkaðina. Þeim finnst sorglegt hversu margir heilaþvegnir íbúar trúa að ríkisstjórnin sé lausnin á öllum vandamálum.
Álíka viðhorf virðist vera í gangi hér á Íslandi: allir leggja traust sitt á nýja forsætisráðherrann Jóhönnu Sigurðardóttur á sama hátt og Kaninn leggur allt sitt traust á nýja forsetann Obama. Og Obama hangir í símanum! Hugmyndir hafa komið fram hér frá ýmsum spekúlöntum um að skera niður húsnæðisskuldirnar um 20%, einhver kom fram með hugmynd um að lengja lánin í 90 ár, og svo kom hugmynd frá Lilju Móses um að skera lánin um 4 milljónir, o.s.frv.
Obama er ákveðinn í að bjarga bandaríska húsnæðismarkaðnum með því að hjálpa húsnæðiseigendum með greiðslur á veðlánum og þrýsta á lánveitendur um að gefa eftir ákveðinn hluta af lánunum.
En hvað er raunhæft að gera? Hvað virkar? Líklega veit það enginn.
Fjármálasérfræðingar vestan hafs segja að markaðsaðstæður hafi aldrei batnað þó að ríkisstjórnir hafi gripið inn í. Og þeir staðhæfa einnig að það sé ekki eitt dæmi í sögunni er ríkið ætlaði að hafa stjórn á fjármagnsmörkuðum að það hafi leitt til góðæris. En samt virðist Obama áfjáður í að dæla ómældu fé inn á markaðinn af því að hann er allur af vilja gerður.
Auðvitað: hann er nýr! Nýr forseti og allt. Og nú et tími Jóhönnu líka kominn. Og kannski tími Steingríms J. Eða hvað? En spurningin er: lætur bykkjan af stjórn?
Það er hollt fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með því sem er að gerast í Bandaríkjunum, því við erum að glíma við svipuð vandamál. Fyrst og fremst veðlán húsnæðiseigenda m.m. En sérfræðingar vestanhafs vita sínu viti og eru uggandi um stöðu mála. Þeim hryllir við þeirri hugmynd um að skera einhliða niður veðlán vegna þess að það hefur gífurlega neikvæð áhrif á hagkerfið og benda á að dómurum í gjaldþrotamálum hefur aldrei verið leyft að stytta veðlán.
Nú er Obama við völd í USA og vill vel, og Jóhanna & co. við völd hér og vilja vel. Bandarísku fjármálasérfræðingarnir eiga til orð eða samlíkingar yfir ýmis fyrirbæri í stjórnsýslunni og mig grunar að þeir eigi jafnvel við einhverja forseta þegar þeir tala um að kjánar geti verið skemmtilegir (var það Reagan?), lygarar eru, oftast, áhugaverðir (hm... hver?), gráðugur maður getur fært þér ríkidæmi, jafnvel fyrir tilviljun (á það kannski við Bush??), en sá velviljaði er alltaf hversdagslegur, jafnvel leiðinlegur og getur líka verið illskeyttur (á það kannski við Obama? eða hvað?). Nei varla, hann er alltaf í símanum þessa dagana!
Bandarískir fjármálasérfræðingar líta á USA sem frjálst ríki, stað þar sem heimsfjármagnið á sér heimkynni enda eru stærstu og öflugustu fjármálamarkaðir heims staðsettir þar. Sem er satt. En það sem þeim finnst hryllilegt er að stjórn landsins ætli að fjármagna allt hagkerfið með ferli sem þeir segja vera Stalínískt. Þeir kalla þetta að velviljaður stjórnandi sé orðinn brjálaður. Og þessi velviljaði aðili, meistari Obama, sem er bakkaður upp af alríkisstjórninni, er í þann veginn að eyðileggja það sem eymir eftir af efnahagslífinu, með því að kasta því litla sem eftir er í USA inn í hina endalausu svörtu holu fasteignamarkaðarins. Þeir líkja þessu við að spikfeitur karl ríði óviljugri bykkju. Og sá er á fullu að tala í gemsann sinn!
Kannski er Obama og Jóhanna & co. rétta fólkið, en bara ekki á rétta tímanum: þau settust viljug á bak óviljugri truntu, og ætla að reyna að koma henni af stað. Tekst þeim það?
![]() |
Obama hringdi út í geim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2009 kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2009 | 00:33
Hryllileg skjálftafóbía og kraftaverk eftir stórskjálfta í USA
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 23:41
Fékk útrás fyrir AIG 18. mars s.l.
og hef því ekki þörf á að kasta sýndartómötum.
En skv. frétt á mbl.is fær fólk útrás í að kasta sýndartómötum í fyrirtækið!!
En mikilvægt er fyrir þig lesandi góður að átta þig á hlutverki AIG í bankahruninu. Þú getur lesið um mitt innlegg um það hér neðar á blogginu, frá 18. mars 2009.
![]() |
Sýndartómötum kastað í AIG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.3.2009 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 22:23
Snemmbúið aprílgabb hjá Alaskamönnum???
Vegna fréttar á mbl.is : Eldgos í Alaska
Árið 2004 tók ég saman nokkur mögnuð aprílgöbb og ég man alltaf eftir aprílgabbinu frá Alaska:
![]() |
Eldgos í Alaska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)