Viðskipti felast í listinni að ná fé úr annars manns vasa án þess að beita ofbeldi. – Max Amsterdam.

Í fréttinni á mbl.is segir m.a. "Bankarnir eru taldir hafa stuðlað að sýndarviðskiptum með því að lána mikla fjármuni til þess að kaupa bréf í bönkunum sjálfum. Veð fyrir lánunum voru oftast nær bréfin sjálf. Með þessum aðferðum eru bankarnir taldir hafa haft veruleg áhrif á verðmyndun eigin bréfa á markaði en á sama tíma staðið sjálfir að stórum hluta af heildarveltu með bréf sín."

Til 'gamans' læt ég fljóta hér með nokkrar tilvitnanir í framhaldi af titli þessa bloggs:

Ef þú heldur að engum sé sama hvort þú ert lifandi eða dauður, prófaðu þá bara að sleppa nokkrum afborgunum af bílnum eða húsnæðinu. – Earl Wilson.

 

Ef þú lánar einhverjum 20 þúsund kall (eða 20 milljónir, eða milljarða, ef því er að skipta), og sérð hann/hana aldrei aftur, var það kannski þess virði. Óþekktur höfundur.

 

Kannski komum við auga á gildi Guðs fyrir smá auðlegð, með því að skoða þá sem hann útdeildi auðnum til. – Alexander Pope, Thoughts on Various Subjects, 1727.

 

Á hverjum degi þegar ég fer á fætur, les ég Forbes listann yfir ríkustu menn Ameríku. Ef ég er ekki á listanum, fer ég í vinnuna. – Robert Orben.

 

Þegar hlutirnir snúast um peninga, eru allir í sama trúfélaginu. – Voltaire.

 

 


mbl.is Markaðsmisnotkun banka til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband