" ... darraðardans með Stjórnarskrá Íslands ... Stjórnarskráin er ekkert tyggigúmmí."

Var meðal þess sem Árni Johnsen sagði í ræðu á Alþingi í dag. Hann talaði lengi og blaðlaust. Sagði að þetta væri enginn leikur, heldur darraðardans með stjórnarskrá Íslands. Talaði um að þetta væri ekki stórt plagg, bara lítill pési upp á 16 blaðsíður (held að þær séu reyndar 19). "Stjórnarskráin er ekkert tyggigúmmí. Stjórnarskráin er heimspeki ..."

Árni er örugglega með málþóf og það voru töluverð læti í þingsal, mikið um ráp, þrusk, frammíköll og suss. Og til að teygja á lopanum gerði Árni t.d. athugasemd þegar fjármálaráðherra gekk úr þingsal (líklega var hann að fara í mat) og í sömu setningunni sagði Árni að "þarna gengur Atli Gíslason í salinn" og hældi honum með nokkrum orðum og hafði jafnvel orð um að Atli væri að snýta sér!

Eftir að Árni varð vitni að snýtiklút þingmannsins, sagðist honum svo frá að þegar hann var staddur á Grænlandi er verið var að taka upp þjóðfána Grænlendinga, hafi hann komið að máli við Grænlending einn og spurt hann hvort hann væri ekki ánægður að fá þjóðfána. Sá aðspurði lét sér fátt um finnast og hafði sagt að sér dygði nú bara vasaklúturinn sinn.

Já, Árni karlinn kom inn á ýmislegt í málþófinu og talaði t.d. líka um fjárglæframenn sem hefðu selt Ísland eins og hvert annað "kók og buff."


mbl.is Þingmenn syngja og dansa darraðardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband