Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nýbúar - Taka 2 - Pólverjar keyra strætó

Fyrir nokkrum árum átti ég erindi til Hafnarfjarðar. Tók strætisvagn nr. 1 frá Rvík í Fjörðinn. Þar vissi ég að ég átti að skipta um vagn. Um leið og ég geng upp í skiptivagninn spurði ég vagnstgjórann hvort hann færi ekki á viðkomandi stað. Hann hristi hausinn og sagðist ekki skilja. Ég snéri mér að næsta farþega sem hristi líka hausinn. Hún var enskumælandi.

Nú voru góð ráð dýr, fáir í vaginum til að spyrja, en sem betur fer var þarna Íslendingur sem gat tjáð mér að vagninn færi nálægt viðkomandi stað, þangað sem ég átti erindi.

En í dag hef ég tekið eftir að pólsku vagnstjórarnir eru enn að störfum og þeir tala flestir orðið þokkalega íslensku, þannig að farþegar geta spurt þá til vegar. Og pólsku vagnstjóarnir eru alltaf kurteisir og gefa íslenskum vagnstjórum ekkert eftir í þeim efnum, sem og akstri.

 


Nýbúar - Taka 1 - Pólverjar keyra strætó

Í fyrra tók ég strætó, eins og ég geri nánast dags daglega. Var, eins og alltaf, með ferða-kaffibollann minn í farteskinu, eins og alltaf. Þ.e.a.s. í veskinu og þar sem ég geng inn í vagninn var barasta kaffislóðin eftir mig, þar sem bollinn hafði farið á hliðina og veskið míglak.

Vagnstjórinn, pólskur, tók eftir þessu, sem og kollegi hans, sem var að spjalla við hann áður en vagninn lagði af stað. Þeir bentu mér kurteislega á slóðaskapinn í mér,  og sem betur fer sáu þeir ekki að kaffið hafði líka lekið niður í sætið sem ég valdi í vagninum.

Ég reyndi að þurrka upp eins og best ég gat, enda með einhverja bréfsnepla á mér.

En það sem ég hugsaði þarna, var að ef það hefði verið íslenskur bílstjóri á vagninum, hefði hann líklega hent mér öfugri út, útaf sullinu hjá mér.

Ég nota strætó nokkuð oft, og hef tekið eftir að margir Pólverjar eru í vinnu hjá Strætæó bs. og mín reynsla er sú að allir þessi bílstjórar eru mjög kurteisr við viðskiptavini og keyra strætisvagnana án þess að vera með nokkurn glannaskap.


Betra að fara um Borgartún eftir breytingar

Mér finnst auðveldara að fara um Borgartún, bæði sem gangandi og akandi vegfarandi eftir breytingar sem gerðar hafa verið á götunni. En ég á ekki við um nýja rauða ljósastaura eða mjókkun götunnar.

Í Borgartúni eru amk þrjár umferðareyjar, og tvær af þeim voru gjörsamlega ofvaxnar trjágróðri, og var mér sérstaklega illa við umferðareyjuna á móts við Umferðarstofu.

Sú eyja var ofvaxin trjágróðri og mér var alltaf illa við að fara yfir götuna á heimleið úr vinnu, nú eða öfugt, á heimleið gangandi úr öðrum erindagjörðum í Borgartúninu.

Bifreiðar koma yfirleitt á miklum hraða "fyrir hornið" á umferðareyjunni, þannig að maður gat ekki séð hvort bílar voru að koma að gangbrautinni, fyrir 'helvítis' trjágróðrinum.

En borgaryfirvöld hafa sem betur fer klippt gróðurinn niður á þettum tveimur umferðareyjum, um leið og gatan var endurnýjuð. Sem er gott og vel.'

En þar sem ég þarf einnig að sækja vinnu í önnur hverfi borgarinnar, og sinna einkaerindum, á bíl, hef ég tekið eftir að ýmsar umferðareyjar eru yfirhlaðnar gróðri. Mér er alltaf illa við að koma að þessum hringtorgum.  Ég veit raunar aldrei hvort mér er óhætt að leggja af stað inn í hringinn.

Legg til að garðyrkjudeild borgarinnar setji sér það markmið að það verði hafður lággróður á öllum umferðareyjum í borginni.

Ég man bara að í tíð Ingibjargar Sólrúnar, að þá spruttu einfaldlega upp túlípanar á hringtorgum á vorin. En svo hefur líklega einhver tjrá-maður verið ráðinn í gróðurdeildina hjá Borginni. Og þetta bara vex og vex.

Þessu má líkja við að vegfarandi, á bíl eða gangandi, sé með bundið fyrir augun að hætta sér inn í hringinn.

 


Góð lausn fyrir ríkisstofnanir

enda er bland vefurinn reyndar orðin aðal söluvefurinn þar sem hægt er að selja og kaupa nánast hvað sem er.
mbl.is Ríkið selur á Bland.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

E-bola er hættuleg vestrænum þjóðfélöum, þátt fyrir afneitun

Á 9. áratugtnum varaði ég vinnufélaga við að gera grín af eyðni og hugsanlegum afleiðingingum sjúkdómsins. Á þeim tíma var sjúkdómurinn óþekktur hér á landi.

Síðan þá, hafa margir Íslendingar látist úr eyðni.

Nú er faraldur í gangi  í Afríku,  en yfir 700 manns hafa látist af E-bola sýkingu og spurning er hvort þessi vírus nái víðar.

Bara nafnið, Ebola, minnir mann á nafnið bólusótt, en Ebola kom fyrst upp í Kongó í þorpi við fljótið Ebola sem sjúkdómurinn er kenndur við.

Hjúkrunarfólk sýkist auðveldlega af sjúkdómnum, nema ýtrustu aðgæti sé höfð. Mér líður seint úr minni myndskeið sem hefur oft verið sýnt á erlendum sjónvarpsstöðum, er sjúkraliðar meðhöndlu afríska hjúkrunarknu sem var komin með ebola. Hún var slpöpp, að eigin sögn, þeir meðhöndluðu hana í fullum varnar-klæðum ... Ég veit bara ekki hvað skal segja eins og staðan er í dag, en vonandi ná bandarísku félagarnir bata sem hafa fengið þennan sjúkdóm.

Og vonandi verður e-bolla ekki skæður faraldur eins og svartidauði ... eða eyðni.


mbl.is Brantly með ebólu til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverðasta frétt sem ég hef lesið í langan tíma

það er skemmtilegt að lesa frétt um kornungan mann sem hefur náð langt á sínu sviði. Auðvitað er því að þakka að að miklu leyti að hann var alinn upp í kringum svona starfsemi. Og auðvitað hefur áhugi stráksins á að taka til hendinni mikið vægi. Gangi Hinrik Erni vel í öllu í framtíðinni.

Því miður segja einhverjar EES tilskipanir að börn megi ekki vinna. En það er innvafið í þjóðargenið að krakkar vinni og taki til hendinni. A.m.k. var það þannig þegar ég var að alast upp. En því miður eiga ekki allir krakkar foreldra sem eiga og reka fyrirtæki, þar sem þeir geta fengið að vinna af og til.

Því miður eru ungmenni sem eru að stíga sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn t.d. um 15 ára aldur, ekki alveg í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þarf að inna af hendi. Margir þeirra vita jafnvel ekki hvað er þvegill, borðtuska eða viskustykki. Og flestir þeirra hafa enga reynslu á því að þrífa salerni, eða skúra gólf!


mbl.is Byrjaði barn í eldhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar áhugavert fólk - en hvort lið vinnur í kvöld

í þessum töluðu orðum þegar leikur CostaRica og Hollendinga er á suðupunkti, og staðan 0-0, sendi ég þetta blogg í loftið. Ég held, að ég held, með báðum liðum, eða hvorugu, hvernig maður á svo sem að orða þetta.

En mig langar til að deila með ykkur lesendum bloggsins smá frásögn af því þegar ég hitti Hollenendinginn fljúgandi síðastliðinn föstudag, ásamt eiginkonu sinni.

Nei, nei nú er ég að ljúga. Ég vil frekar kalla Hollendinginn virkan Íslandsvin, frekar en fljúgandi. Hann var staddur ásamt eiginkonu sinni á litlu kaffihúsi/bakaríi s.l. föstudag og þar sem var verið að vísa honum á blaðið Grapevine, en sagðist vera kunnugur hér hélt kannski að hann væri íslenskur í aðra ættina.

En svo var ekki. Hollendingurinn 'fljújgandi' tjáði mér að hann væri reyndar konsúll Íslands í Hollandi. Þetta þótti mér áhugavert og hélt að hann væri maður með einhvern bisness og skrifstofu, og væri í sjálfboðaliðastarfi sem konsúll samhliða.

Jú, jú, hann tjáði mér að hann væri konsúll, án þess að þiggja laun fyrir starfið, og að hann væri jafnframt bæjarstjóri þarna í Hollandi í bæ á stærð við Kópavog.

Og þegar kosningar eru á Íslandi, þá geta landarnir komið heim til hans til að kjósa! Aðspurður sagði hann að þetta væri auðveldara fyrir Íslendinga í Hollandi, þ.e. að geta komið heim til hans eftir vinnu. Þetta lýsir manninum, þ.e. að vera til í að taka á móti Íslendingum á jafnvel hvaða tíma sem er, launalaust.

Og svo fær landinn í glas hjá Hollendingnum eftir að hafa kosið. Ég spurði í gamni hvort hann gæfi landanum aldrei í glas áður en hann kysi, en svo var ekki, að hans sögn.

Ég þurfti auðvitað að afla mér smá upplýsinga, talandi við aðila frá landi, sem maður hittir ekki oft: spurningin var: "eru eiturlyf leyfð í Hollandi?. Konsúllinn tjáði mér að að það væri aðeins leyfilegt að selja hass í ákveðnum verslunum, sem hefðu leyfi. Og þessar verslanir mættu einungis hafa 100 grömm á lager hjá sér í sölu. Punktur og basta.

En það allra þjóðlegasta sem kom fram í samtali mínu við Hollendinginn var, en hann er miðaldra ca. um sextugt, að hann segist hafa ákveðið að þegar hann fellur frá, þá vill hann láta brenna sig og láta kasta öskunni í Gullfoss!

 

 


mbl.is HM í beinni - laugardagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háar prófeinkunnir í skriflegum prófum segja ekki til um tilfinningagreind

Ég óska Gísla Þór Axelssyni velfarnaðar í væntanlegu læknanámi. Það er ekki nægilegt að væntanlegir læknastúdendar séu bara góðir á bókina, eins og sagt er, en mikilvægt er að starfandi læknar geti tekist á við mannleg samskipti, sem eru ekki alltaf auðvelt í læknastétt. En mér skilst að væntanlegir eða núverandi læknastúdentar séu nú ekki prófaðir svo mikið í þeim geiranum.

 

Sá þáttur vill svolítið gleymast og það kemur vissulega niður á sjúklingum og væntanlega starfandi lækni þegar út í atvinnulífið er komið.

 

En það verður athyglisvert að fylgjast með Gísla Þór í framtíðinni, og vonandi farnast honum vel í væntanlegu læknanámi og störfum. Enda finnst mér ungt fólk í dag yfirleitt mjög jákvætt enda hefur það upp til hópa verið alið upp af einstæðum mæðrum.


mbl.is Hæstur á inntökuprófi læknadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm grunaðir um nauðgun á ungri stúlku

lausir ú gæsluvarðhaldi. Og hvað næst spyr maður?

Nígerumenn námu á brott fjölda skólastkúlkna og hótuðu að selja þær í vændi.

Ég sé ekki mikinn mun á grunuðum íslenskum nauðgurum og Nígeríumönnunum.

Munurinn er að Nígeríubúar, og konur, hafa staðið með sínu fólki og flykkst út á götur til að mótmæla ráninu.

Á Íslandi stendur enginn með meintu fórnarlambi. Það mætti halda að það sé einhver manndómsvígsla að gera það, í fyrsta skipti, kannski, með því að nauðga hér á landi, eða stunda hópnauðgun, ef því er að skipta.

 

Nú er komið að því að einhver sé gerður ábyrgur fyrir uppeldinu. Ekki er hægt að skrfa allt á framhaldsskólann, eða hvað?

 


mbl.is Lausir úr gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhaldsskólar bjóði uppá uppbyggjandi kynlífsfræðslu

og vari við atferli sem krakkar á þessum aldri viðhafa eftir að hafa verið að skoða erlendar klámsíður hér og þar. Greinilega þörg á fyrirbyggjandi fræðslu.

 

 Í ljósi nauðgaunarmálsins um síðustu helgi þar sem nokkrir nemendur FB hafa setið í gæsluverðhaldi eftir að hafa verið grunaðir um að nauðga samnemenda sínum, hlítur það að vera nauðsynlegt að fræða nemendur um afleiðingar óábyrgs kynlífs.

 

Það sem slær mig mest í þessu máli, er að enginn hefur haft orð á þessu; enginn vill tala um þetta. Enda viðkvæmt.

En það sem þetta mál minnir mig mest á, er að þegar fjölmörgum stúlkum var rænt úr skólanum sínum í Nígeríu á dögunum. Mannræningjarnir, þó að þeir hefðu ekki nauðgun á stúlkunum í huga, hafa samt hótað að selja stúlkurnar vændi, nema liðsmönnum þeirra veði sleppt úr haldi.

Aðstandendur stúlknanna og ættingjar hafa flykkst og mótmælt ráninu á götum úti. Í Nígeríu. Þær hafa orðið fyrir amk andlegri nauðgun.

 

Hér í Reyjkjavík talar enginn um þetta nauðgunarmál. Það mætti halda að það sé bara sjálfsagt mál að strákar nauðgi stúlku, til að sanna sig, og sýna "að ég er komminn til manns." Engin einasta mamma, kona, eða pabbi, hefur komið út, til að mótmæla.

Það er greinilega eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi.

 

 


mbl.is Starfsmenn hafa þegið áfallahjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband