Nýbúar - Taka 2 - Pólverjar keyra strætó

Fyrir nokkrum árum átti ég erindi til Hafnarfjarðar. Tók strætisvagn nr. 1 frá Rvík í Fjörðinn. Þar vissi ég að ég átti að skipta um vagn. Um leið og ég geng upp í skiptivagninn spurði ég vagnstgjórann hvort hann færi ekki á viðkomandi stað. Hann hristi hausinn og sagðist ekki skilja. Ég snéri mér að næsta farþega sem hristi líka hausinn. Hún var enskumælandi.

Nú voru góð ráð dýr, fáir í vaginum til að spyrja, en sem betur fer var þarna Íslendingur sem gat tjáð mér að vagninn færi nálægt viðkomandi stað, þangað sem ég átti erindi.

En í dag hef ég tekið eftir að pólsku vagnstjórarnir eru enn að störfum og þeir tala flestir orðið þokkalega íslensku, þannig að farþegar geta spurt þá til vegar. Og pólsku vagnstjóarnir eru alltaf kurteisir og gefa íslenskum vagnstjórum ekkert eftir í þeim efnum, sem og akstri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband