Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Börn ein að leik á skólalóðinni - ekki æskilegur kostur

Foreldrar drengjanna sem hafa lent í "afa feita" eiga alla mína samúð.

Ekki er óhætt að ung börn séu ein að leik á skólalóðum eftir skólatíma. Mikilvægt er að fullorðinn einstaklingur fylgi börnum og sé þarna til staðar á meðan á leik stendur.

Ég á sjálf barnabörn á 5 ára aldrinum, og þegar ég er að passa þau, fylgi ég þeim alltaf upp á skólalóð, og er þar til staðar, reyni að leika við þau þarna eins og ég get,  og geri í því að fylgjast með mannaferðum kringum lóðina.

Í flestum tilfellum koma foreldrar með börnum sínum til leiks á skólalóðinna, sem betur fer.

 


mbl.is Lögreglan rannsakar „Afa feita“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælin fóru friðsamlega fram

Held að sá sem skvetti málningunni hafi ekki verið dæmigerður mótmælandi fyrir framan lögreglustöðina. Ekki sá ég grjóti kastað í húsið úr hópi mótmælenda þegar ég kom þar að. Mótmælin sem slík fóru vel fram.

Við mótmælastaðinn hitti ég áhugavert fólk, og þar á meðal nágrannakonu, sem bauð mér far heim. Hún var með bílinn á Laugavegi, ofar við Hlemm. Það var ekki fyrr en við vorum að ganga í átt að bílnum fyrir ofan Hlemm að vatnssprengum var farið að varpa á okkur. Það voru strákapjakkar uppi á húsþaki f. ofan Hlemm sem köstuðu vatnspungum á okkur sem sprungu á götunni rétt við fætur okkar.

 

En þar sem mótmælin fóru fram voru engin læti, á meðan við vorum þar. Strfsmenn lögreglunnar létu sjá sig á endanum, s.s. komu út úr húsi, að lokum. Fóru á Hlemm og handtóku málaramanninn og aðrir spjölluðu við einn af mótmælendum. Allt í góðu.


mbl.is Málningu skvett á lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðin er snilld!

Fyrirkomulagið í þessari litlu 17 fm íbúð er bara snilld. Geri aðrir betur.


mbl.is 17 fermetra íbúðin sem seldist á 53 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýbúar - Taka 4 - Skrýtin íslensk nöfn

Þegar ég var unglingur, hitti ég jafnöldru, og í spjalli okkar tjáði hún mér að systir hennar héti Ellisif. Hafði aldrei heyrt þetta nafn áður og fannst nafnið skrýtið.

Þessa dagana er ég er alltaf að hitta og kynnast nýbúum. Nöfn þeirra hljóma framandlega í mínum eyrum: Soria, frá Jórdaníu), Schnesia frá Júgóslavíu. - Ég varð að læra þessi nöfn utanað til að muna þau. Það eina sem bjargaði til að muna seinna nafnið var að tengja það við "Snæsa" sem er afbakað af  Snædís.

Í dag hitti ég unga stúlku, sem tók við af mér á vaktinni, og þegar ég spurði til nafns, nefndi hún nafn sem ég hafði aldrei heyrt áður. Og nafnið fór inn um annað eyrað og út um hitt (af því ég hafði ekki rænu á því að skrifa það niður). Og af því að nafnið var framandi, þá fattaði ég auðvitað að stúlkan var nýbúi, þó að hún talað lýtalausa íslensku.

Ég tjáði henni að mér fyndist nafnið skrýtið, og spurði: "Ertu fædd hér á Íslandi eða aðflutt?" Stúlkan sagðist vera aðflutt. - Aðspurð sagðist hún vera frá Lettlandi. Ég sagði við hana að líklega fyndist henni einhver íslensk nöfn vera skrýtin. "Jú" sagðí hún og nefndi nokkur nöfn.

Þar á meðal nöfnin Sædís og Hersir.


Nýbúar - Taka 3 - Strætisvagnabílstjóri í smók

Í fyrradag átti ég ágætis spjall við strætisvagnabílstjóra sem notaði 2ja mínútna pásu sem hann hafði milli ferða, til að fá sér smók, og í stað þess að setjast inn í vagninn fékk ég mér líka rettu og spjallaði við hann á meðan. Vagnstjórarnir hafa lítinn tíma milli ferða, fyir pásu, enda er hringurinn hjá þeim áætlaður á lágmarkstíma.

Vagnstjórinn fræddi mig um væntanlegar breytingar á ferðum viðkomandi strætisvagns í nánustu framtíð. Þetta ver hress og greinargóður náungi. Af erlendu  bergi brotinn, talaði með smá hreim, en ég fór ekki útí það að spyrja hvaðan hann var. Enda er það ekki aðalmálið. Þó að ég sé alltaf forvitin um uppruna fólks.


Palli var einn í heiminum - Hvað getum við lært af slíkri reynslu?

Átti erindi í dag í Mjódd, 13.10.  Missti af strætó heim og í stað þess að bíða í hálftíma eftir næsta, ákveð ég að ganga að næstu stoppustöð sem er mun neðar á Breiðholtsbrautinni,  nokkurn veginn á móts við Bústaðaveg. Á leiðinni hvarflar hugurinn að því hversu lengi ég yrði að ganga spölinn. Líka hversu mikil áhætta er að fara í svona göngutúr við hraðbraut, þar sem flestir aka á 100+ Strætisvagnabílstjórar aka yfirleitt glannalega þennan stutta spöl að ljósunum við Bústaðaveg. Í þessu góða veðri geng ég fram hjá svartri kanínu sem er að spóka sig í náttúrinni.

Mér dettur líka í hug Palli var einn í heiminum, þar sem ég er á gangi alein við hraðbrautina í þessu fallega haustveðri. Ef ég væri nú alein í heiminum? Hvernig væri það? Færi ég í tölvuna þegar ég kæmi heim? Á Facebook eða spila tetris? Og ef ég vildi selja einhverjum eitthvað notað, væri enginn kaupandi af vörunni!

Féll maður ekki fyrir því að Palli gat fengið sér allt það gotterí sem hann langaði í? Og keyrði hann ekki sporvagn og stýurði flugvél? Þess vegna féll maður sem krakki fyrir sögunni um Palla. Enginn var til að banna honum neitt.

Hvað væri skemmtilegt að gera ef maður væri einn í heiminum?Ég kemst á þá skoðun, að ef heimurinn yrði mannlaus, og hver og einn yrði bara einn á sveimi, þá yrði allt tilgangslaust. Líka að keyra hratt. Eða hvað?

Einstaklingurinn færi að hugsa öðruvísi um sína nánustu og vildi óska þess að hann/hún gæti skrúfað til baka og fengið þá afturr í líf sitt og einsetti sér að vera hvorki með leiðindi né skítkast við vini og vandamenn ... bara ef þeir kæmu til baka. Og líka á netinu: að vera ekki með skítkast. Það væri líklega ekkert gaman að vafra á netinu ef maður væri einn í heiminum.

Þegar hér er komið sögu, kem ég auga á tvær svartar kanínur í kjarrinu við Breiðholtsbrautina. Greinilega líflegt dýralíf í Elliðárdalnum.

Hugsa líka um hraðann á bílunum ... en kemst svo á leiðarenda. Og fyrsta hugsunin: hverslu lengi þarf ég að bíða eftir vagninum? Þar sem síminn varð eftir heima gat ég ekki litið á klukkuna - í símanum.

Þarna stóðu tær konur í göngufatnaði og önnur var upptekin við símtólið sitt. Kannski gæti ég spurt hana hvað klukkan er. En ákveð að láta það vera, amk í bili.

Kem auga á fleiri göngukonur sem koma upp stigann úr Elliðárdalnum og sú með símann tjáir mér í óspurðum fréttum að ein þeirra hefði dottið og slasað sig og að hjálp væri á leiðinni.

Öll höfum við þörf fyrir að tjá okkur og segja frá þeim atvikum sem við lendum í. Hvort sem það er að missa af strætó, sjá kanínur, verða vitni að slysi, eða lenda í ofsaakstri bílstjóra.

Ef við værumn ein í heiminum gætum við ekki sagt neinum frá því að komast í eins mikið sælgæti og Palli komst í á sínum tíma, og ég væri ekki að deila með ykkur missi af strætó, sjá kanínur og göngukonur, og meira að segja ein slösuð, og hvað þá glannalegt aksturslag strætisvagnabílstjóra.

Og göngukonurnar deildu með mér skoðun sinni á hversu miklum hraða bílarnir keyrðu þarna. Og þessu deili ég með ykkur.

En meira um hraðakstur síðar.


Líklega hægt að lifa af 750 kalli á dag.

Ég skoða hvað ég eyddi í mat í ágúst: 25.396.- sem gerir 819.- krónur á dag. Ég bý ein. Það er alltaf til eitthvað í frystinum hjá manni. Inni í þessari eyðslu eru tvær ferðir á hamborgarastaði.

Í september var matarkostnaðurinn 35.595.- sem gerir 1.186.- á dag. Inni í þessari tölu er ein ferð á Nings kr. 1.390.- man ekki hvort ég keypti mér pulsu og kók í sept.

Ég held að ég fari ekki lægra en 819.- á mánuði, því yfirleitt er matarkostnaður hjá mér ekki lægri en 30 þús.

Mér skilst að fangar í afplánun fái um 40 þús. fyrir mat á mánuði, sem gerir u.þ.b. 1.333.- á dag. Það er ekki svo slæmt. Nema kannski fyrir mikla matháka.

En mín reynsla er sú að mörg okkar lenda í þeirri gryfju að kaupa of mikið inn, t.d. af grænmeti sem er dýrt. Það hefur stuttan líftíma og sumt endar í ruslinu hjá manni. Betra að kaupa minna inn í einu af þessu.

 


mbl.is Sveinbjörg hyggst lifa á 750 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekta vambir til sölu - nauðsynlegt framlag í slátursölu

Fyrir þá sem taka slátur er nauðsynlegt að hafa aðgang að náttúrulegum vömbum. Ef hætt verður að selja þessar vambir, týnist kunnáttan við að útbúa þær til sölu, sem og kunnáttan við að nota þær við sláturgerð, þ.e. sníða og sauma.

Þegar ég hef tekið slátur hef ég reyndar ekki verið nógu dugleg að nota náttúrulegar vambir, en það kemur til af því, að þegar ég tók mikið slátur á sínum tíma, þá dugðu vambirnar ekki sem fylgdu með. Ef ég t.d. vildi útbúa mikið af lyfrarpylsu (og keypti auka lifur til þess), þá varð ég að bjarga mér.

Vinkona á Akureyri kenndi mér að nota svokallaðar grysjur, sem maður fyllti af sláturefni, eða lifrinni. Þá þurfti ekkert að sauma, aðeins binda fyrir í báða enda.

Hef aldrei notað þessar gervivambir. En gamla handverkið við kindavambirnar má ekki tapast hjá þjóðinni.


mbl.is Hefja sölu á vömbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó, las þetta fyrst sem Breiðholtsbraut, en þar keyra þeir hratt

Á stórum hluta af Breiðholtsbraut, ef ekki allri, er hámarkshraði 60 km. Ég ek sjaldnast þarna sjálf, en tek oft strætó frá Mjódd í átt að miðbæ (leið 12 og 17). Þeir keyra rosalega hratt. Mér stendur yfirleitt ekki á sama. Fer aldrei með barnabörnin í strætó á þessari leið. Þeir keyra allt of hratt.

Í eitt skiptið sem ég var í leið 12 í átt að miðbæ endasentist ég í sætinu í látunum og kom niður á rassinn í sæti sem var staðsett á móti.

Átti reyndar leið um Breiðholtsbraut í dag, 13. okt., að mestum hluta sem gangandi vegfarandi. Hraðinn á bifreiðum þarna er gífurlegur. Þeir keyra eins og þeir séu einir í heiminum.

En ég ætla að blogga um þá leið mína, á morgun.

Sá sem les þetta núna, bið ég að hafa í huga söguna um Palla sem var einn í heiminum.

Bestu umferðarkveðjur og akið varlega, gott fólk!


mbl.is Ellefu óku of hratt á Borgarholtsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég elska ný orð í íslensku - en en tönnslast á take-away bolla

Mér finnst orðið "útréttur" fínt orð yfir rétt sem kaupandi tekur með sér út.

Ég hef verið að vinna á kaffihús/bakaríi þar sem viðskiptavinir drekka kaffi og fá sér bakkelsi, annað hvort snæða þeir inni eða taka með sér.

Mér hefur fundist það hallærislegt, þegar Íslendingar koma og kaupa sér kaffi til að taka með sér, að benda þeim á svokallaða "take away" bolla. En þetta hef ég gert.

Nú vantar okkur gott íslenskt orð yfir þessa take-away bolla. Kannski mætti kalla take-away bolla "út-bolla" í samræmi við nýyrðið varðandi take-away rétti.

Ég auglýsi annars eftir góðum orðasmið varðandi þetta "take-away" bolla dæmi.

Kv., Inga

P.S.

Fyrir nokkrum árum settist ég með kunningjakonu minni inn á Kaffi París. Fengum okkur að borða og svo auðvitað kaffi á eftir (sem við ætluðum að drekka fyrir utan), þar sem við reykjum báðar og fínt að fá sér kaffi og sígarettu f. utan, þar sem þeir eru með þessa fínu hitalampa.

 

Þegar við pöntuðum kaffið í lokin, spurði þjónninn, ungur maður af erlendu bergi brotinn, og talaði litla sem enga íslensku: "kaffi fara?" Nei, sagði vinkona mín, enda vorum við ekki að fara. En ég kveikti strax á perunni og sagði "já" þar sem ég vfldi að hann afgreiddi kaffið í "take away" bollum, eða útbollum, þar sem ætluðum að drekka kaffið utan dyra.

Kv. Inga

P.S. Útbollar, ferðabollar, fararbollar, ... Viltu útbolla? ... Viltu ferðabolla? ...

Eigum við ekki að sofa aðeins á þessu?

 


mbl.is Útréttur hið nýja „takeaway“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband