Palli var einn í heiminum - Hvað getum við lært af slíkri reynslu?

Átti erindi í dag í Mjódd, 13.10.  Missti af strætó heim og í stað þess að bíða í hálftíma eftir næsta, ákveð ég að ganga að næstu stoppustöð sem er mun neðar á Breiðholtsbrautinni,  nokkurn veginn á móts við Bústaðaveg. Á leiðinni hvarflar hugurinn að því hversu lengi ég yrði að ganga spölinn. Líka hversu mikil áhætta er að fara í svona göngutúr við hraðbraut, þar sem flestir aka á 100+ Strætisvagnabílstjórar aka yfirleitt glannalega þennan stutta spöl að ljósunum við Bústaðaveg. Í þessu góða veðri geng ég fram hjá svartri kanínu sem er að spóka sig í náttúrinni.

Mér dettur líka í hug Palli var einn í heiminum, þar sem ég er á gangi alein við hraðbrautina í þessu fallega haustveðri. Ef ég væri nú alein í heiminum? Hvernig væri það? Færi ég í tölvuna þegar ég kæmi heim? Á Facebook eða spila tetris? Og ef ég vildi selja einhverjum eitthvað notað, væri enginn kaupandi af vörunni!

Féll maður ekki fyrir því að Palli gat fengið sér allt það gotterí sem hann langaði í? Og keyrði hann ekki sporvagn og stýurði flugvél? Þess vegna féll maður sem krakki fyrir sögunni um Palla. Enginn var til að banna honum neitt.

Hvað væri skemmtilegt að gera ef maður væri einn í heiminum?Ég kemst á þá skoðun, að ef heimurinn yrði mannlaus, og hver og einn yrði bara einn á sveimi, þá yrði allt tilgangslaust. Líka að keyra hratt. Eða hvað?

Einstaklingurinn færi að hugsa öðruvísi um sína nánustu og vildi óska þess að hann/hún gæti skrúfað til baka og fengið þá afturr í líf sitt og einsetti sér að vera hvorki með leiðindi né skítkast við vini og vandamenn ... bara ef þeir kæmu til baka. Og líka á netinu: að vera ekki með skítkast. Það væri líklega ekkert gaman að vafra á netinu ef maður væri einn í heiminum.

Þegar hér er komið sögu, kem ég auga á tvær svartar kanínur í kjarrinu við Breiðholtsbrautina. Greinilega líflegt dýralíf í Elliðárdalnum.

Hugsa líka um hraðann á bílunum ... en kemst svo á leiðarenda. Og fyrsta hugsunin: hverslu lengi þarf ég að bíða eftir vagninum? Þar sem síminn varð eftir heima gat ég ekki litið á klukkuna - í símanum.

Þarna stóðu tær konur í göngufatnaði og önnur var upptekin við símtólið sitt. Kannski gæti ég spurt hana hvað klukkan er. En ákveð að láta það vera, amk í bili.

Kem auga á fleiri göngukonur sem koma upp stigann úr Elliðárdalnum og sú með símann tjáir mér í óspurðum fréttum að ein þeirra hefði dottið og slasað sig og að hjálp væri á leiðinni.

Öll höfum við þörf fyrir að tjá okkur og segja frá þeim atvikum sem við lendum í. Hvort sem það er að missa af strætó, sjá kanínur, verða vitni að slysi, eða lenda í ofsaakstri bílstjóra.

Ef við værumn ein í heiminum gætum við ekki sagt neinum frá því að komast í eins mikið sælgæti og Palli komst í á sínum tíma, og ég væri ekki að deila með ykkur missi af strætó, sjá kanínur og göngukonur, og meira að segja ein slösuð, og hvað þá glannalegt aksturslag strætisvagnabílstjóra.

Og göngukonurnar deildu með mér skoðun sinni á hversu miklum hraða bílarnir keyrðu þarna. Og þessu deili ég með ykkur.

En meira um hraðakstur síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband