Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af hverju mismunar Strætó bs. farþegum?

Farþegar Strætó sem kaupa far út á land ferðast með vögnum sem hafa öryggisbelti. Farþegar innanbæjar á stór-Reykjavíkursvæðinu ferðast með vögnum án bílbelta.

Ég nota strætó töluvert, bæði innan- og utanbæjar. Hér innanbæjar aka vagnar á gífurlegum hraða á sumum leiðum, þannig að ferðin verður ónotanleg og óþægileg. Oft eru foreldrar með börn á þessum leiðum og mér sendur ekki á sama um þau, óbundin í sætunum. En hef tekið eftir að bílstjórar sem aka milli landshluta, aka á skynsamlegum hraða.

Þessa dagana standa yfir "Öryggisdagar Srætó og VÍS." Örygisþættirnir eru sjö, og sá sjöundi segir "Gætið vel að litlum börnum á leið inn og útúr vagninum." Sem er gott og vel.

En það er ekki nægilegt. Lítið barn sem situr óbundið í sæti í strætisvagni er alls óvarið. En margir foreldrar taka barn sitt úr kerru og halda á því, eða láta það sitja eitt og óbundið í sæti. Þeir byðu barni sínu líklega ekki upp á slíkt ef um fólksbíl er að ræða.

Af hverju telur Strætó bs. það ásættanlegt að bjóða upp á strætisvagna innanbæjar sem hafa engin bílbelti og þar sem farþegar geta átt von á að bílstjóri keyri á miklum hraða á vissum leiðum, jafnvel hraðar en bílstjóri á leið út á land?


Jón Þórhallsson minnir á Kristniboðsdaginn 9.11 og ég minni á

Feðradaginn sunnudaginn 9.11.2014. Heiðra skaltu föður þinn og móður, er þekktur frasi í kristni. Við skulum muna eftir að gera feðrum okkar hátt undir höfði þennan dag.

Téður Jón Þórhallsson gefur ekki kost á að ég skrifi athugasemd við bloggið hans; það er bara fyrir einhverja útvalda. Þess vegna blogga ég um þetta.

Téður Jón spyr: "Haldið þið að það sé "Guði" þóknanlegt að 2 einstaklingar af sama kyni gangi í það heilaga gifti sig í kirkjum. Ættu biskupar landsins ekki að vera ákveðnir siðgæðisverðir?"

Í stuttu máli sagt, þá lagði "Guð" upp með þá áætlun að karl og kona ættu mök saman en ekki tveir karlar eða tvær konur.

Hvað getur þetta sagt okkur? Jú, "Guði" bara mistókst áætlun sína um hinn fullkomna mann, og konu. "Guð" hefur bara farið af stað í framleiðslu sinni á kynjunum, en karlgreyjinu fataðist bara aðeins flugið, þar sem að kynin hafa sjálfstæða hugsun og svoleiðis ...

Spyr mig hvort Jón Þórhallsson hafi einhvern tíma velt fyrir sér hvort "Guð" hafi einhverja menntun í lífefnafræði og álíka?

En í mínum huga, þegar ég hugsa út í "Guðsmálin," þá er ég nú ansi hrædd um að guðskallinn félli á fyrsta misseri í háskólanámi í dag, í bio-engineering, eða hvað sem þetta heitir, kannski lífefnatæknifræði.

Miðað við stöðuna eins og hún er í dag, og að "Guð" hafi skapað manninn, þá er ég handviss um að hann myndi kolfalla í háskólanámi í dag: karlar giftast körlum, og öfugt; menn og konur drepa hvert annað; mannkynið er mergsogið af sjúkdómum ...

Þetta er mjög svo ófullkomin framleiðsla. Þannig að það þyrfti öflugri aðila en "Guð" til að búa til karla og konur.

Biskupar geta lítið gert í málunum til að takast á við vitræn öfl mannkyns sem einhver tossi á borð við "Guð" skapaði á sínum tíma. 

 

 

 


Hraðakstur strætóbílstjóra á Öryggisdögum Strætó og VÍS

Mig hefur oft langað til að kvarta undan hraðakstri bílstj. hjá Strætó, á ákveðnum leiðum. Lét verða af því áðan. Af því að ég tók strætisvagn í dag, og bílstjórinn ók mjög hratt. En það vill svo til að nú standa yfir "Öryggisdagar Strætó og VÍS, skv. vefsíðu Strætó. Svona "öryggisdagar" virðast ekki hafa áhrif á ákv. harðsvíraðan bílstjóra sem fílar það að stíga á pinnann.

Það er mjög óþægilegt að sitja í strætisvagni sem keyrir á ofsahraða. Og mér hefur stundum ekki litist á blikuna þegar t.d. ung móðir kemur með barn í kerru inn í vagn. Tekur barnið úr kerrunni og heldur á því, í strætisvagni sem ekur svo á miklum hraða. Mín tilfinning er sú, að betra sé að barnið sé bundið í kerrunni í vagninum.

Ef einhver sem les þetta blogg, og sem tekur strætó, og verður var við hraðakstur eða undarlegt háttalag í akstri, þá hvet ég hinn sama að hafa samband við Strætó.is og láta vita. 


Horfir þú mikið til himins?

"Frakkar leita fljúgandi furðuhluta" er frétt sem vakti athygli mína, en ég hef áhuga á þessum fyrirbærum. Og þegar ég smellti á þessa fyrirsögn á mbl.is kom allt önnur fyrirsögn á fréttina, sem sagt. "Í Frakklandi horfa menn til himnanna." Ég spyr: hvaða himna? Er ekki bara einn himinn? Áhrifaríkari fyrirsögn væri t.d.: "Frakkar horfa til himins."

En ég hvet þann sem skrifar þessa frétt að koma með meira af álíka fréttum, enda gert allt of lítið af þessu í íslenskum fjölmiðlum. En í fréttinni segir að Geipan sé eina teymið í Evrópu sem rannsakar fljúgandi furðuhluti á kostnað hins opinbera.

En mig grunar nú að þetta sé rannsakað í fleiri löndum, þó að ríkisstjórnir viðurkenni það ekki opinberlega.


mbl.is Frakkar leita fljúgandi furðuhluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf fyrirspurn á Alþingi um þetta?

ÁTVR er opinbert ríkisfyrirtæki og eftir að ég las þessa frétt, þá datt mér í hug hvort það þyrfti virkilega sérstaka fyrirspurn á Alþingi til að fá upplýsingar um rekstrarkostnað og rekstrartekjur ÁTVR? Eru þetta ekki upplýsingar sem eiga að liggja frammi fyrir þjóðinni í almennum ársreikningi?


mbl.is Spyr um rekstrarkostnað ÁTVR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrifamiklar myndir af máf í ætisleit á Blönduósi

Magnaðar myndirnar sem Höskuldur B. Erlingsson tók af þessum máf sem var að leita sér að æti á Blönduósi. En getur einhver frætt mig, og aðra lesendur væntanlega, hvaða mávategund þetta er?

Ég er ekki fróð um fugla almennt, og einu máfarnir sem ég hef séð eru þeir sem koma niður að tjörn í Reykjavík og eru í hverfunum nálægt sjónum. Held að sá fugl kallist sílamáfur. Fallegur fugl, hvítur með svartan lit í stélinu og með gult nef.

Og orðabók Menningarsjóðs nefnir tegundirnar bjartmáfur, hettumáfur, hvítmáfur. Fuglafræði er greinilega flókin, það eru til svo margar tegundir af máfum, sem og öðrum fuglum.

Og þegar ég er að skrifa þetta fatast mér flugið, málfræðilega - farin að ryðga í þessu eða hef aldrei vitað þetta: er Höskuldur í eignarfalli Höskulds eða Höskuldar. Og á að skrifa mávur með vaffi eða effi?

Skv. orðab. er heiti fuglsins már í nf. og hann er af máfaætt. En þetar við tölum um máf, kemur f-hljóðið ekki fram heldur v-hljóð. Þannig að stafsetning á heiti fuglsins er að breytast m.t.t. framburðar. En það er bara spurning hvort nemanda væri gefið rétt fyrir að stafa "mávur" á stafsetningarprófi. En það er önnur saga.

Ég hef aðallega áhuga á að fræðast um hvaða máfategund mætti í hádegismat á Blönduósi.


mbl.is Ýsuflakið endaði í goggi mávs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eina Clinton" takk

Já, það má segja að Bæjarins bestu sé að verða að frægasta pylsusölustað í heimi.

Fyrir nokkrum árum átti ég tal við eigandann er ég var að kaupa mér pylsu, og rak augun í mynd af Clinton sjálfum að kaupa sér pylsu þarna. Eigandinn tjáði mér að þegar Clinton kom, hafi þau komist að samkomulagi að hann vildi bara sinnep á pylsuna, ekkert annað.

Svo leið einhver tími, og ég kem að pylsuvagninum til að kaupa mér eina. Tek strax eftir að myndina af Clinton vantar. Hún hangir ekki lengur þarna á vegg vagnsins og venjulega. Ég hef orð á þessu við pylsusalann um leið og hann afgreiðir mína. Svarið einfalt: myndinni af Clinton var stolið!


mbl.is „Frægasti pylsusali heims“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáfuglarnir elska afgangsbrauð

Heyrði í fréttum í kvöld að almenningur væri hvattur til að fylgjast með og telja fugla í sínum garði. Þetta er frábært framtak fuglavina. Hægt er að sækja talningareyðublöð og kynna sér verkefnið á vefnum fuglavernd.is

Ég er ekki fróð um fuglategundir, og er ekki mikið heima á daginn til að skoða fugla í garðinum. En þetta verkefni er tilvalið fyrir fólk sem er með litla garða.

En þegar kólnar í veðri verður hart í búi hjá smáfuglum og tilvalið að safna saman afgangsbrauði og matarafgöngum og láta fuglana njóta góðs af öllum afgöngum.

Undanfarið hefur verið kalt í veðri, og í kvöld fór ég fyrstu ferðina til að gefa fuglum á mínu svæði brauð og matarafganga. Ég reyni að fylgjast með fuglum og gefa þeim afganga yfir veturinn, en er því miður ekki með lítinn garð, en fylgist með þeim og gef á hól utan við lóðina þar sem ég bý.


mbl.is Garðfuglarnir taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó, ó, enn eina ferðina

Eldlfaugaslysin eru hryllileg, og þetta er ekki í fyrsta skipti sem eldflaug frá NASA springur, eða stórslys hlýst af geimtilraunum þeirra. Sem betur fer var hún ómönnuð. En það sem situr helst í manni eru slys sem hafa orðið á s.l. áratugum, og dettur mér helst í hug þegar Challanger sprakk í loft upp nokkru eftir flugtak, árið 1986.

Þar innanborðs voru sjö manns og þar af tvær konur: önnur var stjarneðlisfræðingur og hin var kennari sem var sérstaklega valin til ferðarinnar eftir að hafa sótt um.

Það að geimfarið hafi sprungið í loft upp sat lengi í mínum huga. Sá alltaf fyrir mér að áhafnarmeðlimið hafi sjálfir sprungið í loft upp með geimfarinu. En sem betur fer var það ekki þannig. Þeir voru inni í flauginni, sem var stórt hylki. Hylkin komu til jarðar og sukku á hafsbotn. Eitt hylkið þar sem tveir geimfaranna voru staddir í fannst ekki strax. Minnir að það hafi tekið tvo daga að finna það á hafsbotni. Það var gert með því að tvö skip sigldu samhliða og drógu keðju á milli sín. Þegar viðnám kom á keðjuna og þeir fundu að þeir voru með eitthvað þungt að draga, þá reyndist það hylkið sem hýsti tvo geimfara úr Challanger.


mbl.is Sprakk í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert nýtt að kallar sýni tillann á sér

Vildi deila með ykkur reynslu minni af svona manni, eftir að hafa lesið fréttina um "Afa feita" ´hér á mbl.

Þetta gerðist fyrir mörgum árum. Við krakkarnir í Laugarneshverfi þurftum að fara alla leið upp á Laugardalsvöll í leikfimi. Við stelpurnar urðum varar við að einhver maður var að sniglast þarna, og þá sérstaklega kringum litlu stelpurnar, 7-8 ára. En við vorum þá 10-12 ára, man ekki nákvæmlega, en þetta var líklega árið 1967 eða 8.

Við gengum að manninum þar sem hann sat i bíl sínum, með opna buxnaklauf og hann hélt um tillan á sér. Maður á besta aldri, 40-50. Við skildum þetta ekki. Enda orðið "kynferðisaftrotamaður" "perri" eða slíkt ekki til í okkar orðaforða.

Við spurðum hann: "er þér illt í honum?" Það varð eithvað lítið um svör. Þetta er það eina sem ég man eftir að við umkrindum hann í bílnum. Síðan keyrði hann á brott. Við reyndum að hafa uppi á honum, enda sáum við að hann keyrði áleiðis upp á Teiga. Bönkuðum þar uppá á nokkrum stöðum, en án árangurs.

Síðan héldum við heim á leið í okkar hverfi og þessu lauk með því að við fórum inn í skóbúð á Hrísateig, þar sem núna er bakaríið Kornið, og með hjálp afgreiðslumannsins, hringdum við í lögregluna og tilkynntum atvikið. Ég man alltaf hver okkar talaði í símann, en það var Jóna.

En þegar maður fer að hugsa til baka, þá var ekki til í okkar orðaforða "kynferðislegt áreiti" og álíka, en því miður urðu ungar stúlkur í okkar skóla fyrir slíku af hendi eins kennara sem starfaði þarna.

Vandamálið er að litlir krakkar og eldri, eru kannski ekki endilega að segja frá því sem gerist dags daglega, þetta er bara eitthvað sem þau lenda í. Og halda að þetta sé bara hluti af lífinu.

Okkur finnst kannski ekki auðvelt að ræða svona hluti við litla krakka. En kannski er mikilvægt að segja við litla krakka að þau eigi að segja okkur frá ef að einhver maður/kona geri eða segi hitt og þetta og reyni að tæla þau til sín með gylliboðum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband