Ég elska ný orð í íslensku - en en tönnslast á take-away bolla

Mér finnst orðið "útréttur" fínt orð yfir rétt sem kaupandi tekur með sér út.

Ég hef verið að vinna á kaffihús/bakaríi þar sem viðskiptavinir drekka kaffi og fá sér bakkelsi, annað hvort snæða þeir inni eða taka með sér.

Mér hefur fundist það hallærislegt, þegar Íslendingar koma og kaupa sér kaffi til að taka með sér, að benda þeim á svokallaða "take away" bolla. En þetta hef ég gert.

Nú vantar okkur gott íslenskt orð yfir þessa take-away bolla. Kannski mætti kalla take-away bolla "út-bolla" í samræmi við nýyrðið varðandi take-away rétti.

Ég auglýsi annars eftir góðum orðasmið varðandi þetta "take-away" bolla dæmi.

Kv., Inga

P.S.

Fyrir nokkrum árum settist ég með kunningjakonu minni inn á Kaffi París. Fengum okkur að borða og svo auðvitað kaffi á eftir (sem við ætluðum að drekka fyrir utan), þar sem við reykjum báðar og fínt að fá sér kaffi og sígarettu f. utan, þar sem þeir eru með þessa fínu hitalampa.

 

Þegar við pöntuðum kaffið í lokin, spurði þjónninn, ungur maður af erlendu bergi brotinn, og talaði litla sem enga íslensku: "kaffi fara?" Nei, sagði vinkona mín, enda vorum við ekki að fara. En ég kveikti strax á perunni og sagði "já" þar sem ég vfldi að hann afgreiddi kaffið í "take away" bollum, eða útbollum, þar sem ætluðum að drekka kaffið utan dyra.

Kv. Inga

P.S. Útbollar, ferðabollar, fararbollar, ... Viltu útbolla? ... Viltu ferðabolla? ...

Eigum við ekki að sofa aðeins á þessu?

 


mbl.is Útréttur hið nýja „takeaway“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Kaffi til að fara með....Útfararkaffi....

Már Elíson, 12.10.2014 kl. 00:35

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Á ég að spyrja "viltu útfararbolla" sem er í samræmi við "viltu take-away bolla" þ.e. báðir þessir frasar hafa jafn mörg atkvæði.

En þeir sem nota tungumál, hafa tilhneigingu til að stytta frasa. Útfararbolli yrði líklega útbolli með tímanum. Og þeir sem eru gasalegastir í þessu, væru líklegir til að biðja um "úta."

Ingibjörg Magnúsdóttir, 14.10.2014 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband