Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vertu kúl beibí, gagnvart þessu bloggi, plís

Það er geggt gaman að lesa um upplifun erlendra á íslensku. En þegar Ísland heyrði undir danska krúnu, var dönskukunnátta hér mun meiri og Íslendingar slettu út í hið óendanlega. Minnir að þetta komi vel fram í leikritinu "Maður og kona."

Sænskur málvísindamaður hefur rannsakað íslensk tökuorð, skv. fréttinni.

Fólk er rosalega kúl gagnvart slettum og lánsorðum í íslenskri tungu. A.m.k. nota allt of margir viðmælendur í viðtölum á ljósvakamiðlum slettur, sérstaklega enskuslettur. Þrátt fyrir að til eru orð á íslensku yfir heitið eða fyrirbærið.

Mér finnst það óvirðing við hlustendur/áhorfendur á ljósvakamiðli þegar viðmælandi slettir. Ekki nærri allir hlustendur skilja t.d. ensk orð sem viðmælendur nota. Stjórnmálamenn eru með þeim verstu.

Plís, viðmælendur: talið pjúra íslensku þegar þið komið í viðtöl. Það er nefnilega kúl að vera góður í sínu tungumáli: íslenska er íslenska og enska er enska.

 


mbl.is Rannsakaði kúl, beibí og plís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakklátir ferðamenn

Hitti oft túrista í strætó eða við bið eftir strætó. Ég reyni alltaf að gera mitt besta til að aðstoða þá á einn og annan hátt. Margir eru óöurggir þegar þeir þurfa að taka strætó á hótelið sitt. Í dag leiðbeindi ég amerískum hjónum í srætó, og þau höfðu orð á því hversu hjálplegir Íslendingar hefðu verið við þau.

Margir ferðamenn láta reyna á eigin getu, sérstaklega yngra fólk, og rýna í götu- og samgönguskrár, án þess að biðja um aðstoð. Það er aðallega eldra fólk sem spyr til vegar. Og þá er auðitað sjálfsagt að leiðbeina þessum túristum eins og hægt er.

Eitt árið lóðsaði ég túrista alla leið upp á Þjóðskrá, en þeir voru að leita eftir ættingja hér á landi. Þjóðskráin var á leiðinni heim til mín, og mig munaði ekki um að fara þarna upp með þeim, og líka til að sjá hvort þau fengju viðeigandi þjónustu, sem ég held að þau hafi fengið.

En mitt álit er að yfirleitt er landinn jákvæðúr gagnvart ferðamönnum og aðstoði þá við að rata, eins og hægt er.


Gullfoss hvarf

Í frétt Mbl. segir að hætta hafi skapast við Gullfoss og að erlendir ferðamenn hætti sér of nálægt brún þar sem er snjór og snjóhengjur sem geti skapað hættu fyrir gangangi vegfarendur. Fossinn rennur í mjög djúpu gljúfri, og útlendingar gera sér enga grein fyrir hversu hættulegar aðstæðirnar geta verið.

En nýlega las ég magnaða frásögn af miklum leysingum sem urðu á svæðinu árið 1930. Þá urðu flóð í Ölfusá við Selfoss, Sogið varð eins og stöðuvatn alla leið upp í Álftavatn. Og ábúandi í Haukholtum í Hrunamannahreppi lýsti ástandnu þannig að Gullfoss hefði gjörsamlega horfið (dag einn seint í febrúar), gljúfrið hefði verið bókstaflega alveg barmafullt ... 


mbl.is Mildi að ekki varð mannskætt slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlendingum seld gisting í sumarhúsi uppi sveit þar sem ekki er mokað

Í dag átti ég tal við kunningjakonu sem kom Japönum til hjálpar uppi á Skeiðum um daginn og í dag lóðsaði ég tvær amerískar konur úr miðbænum, þar sem var skítaveður og ekkert fyrir túrista að gera, en þær þurftu leiðbeiningu um að komast á sitt hótel með strætó.

Ísland er ferðamannaland, eins og svo mörg önnur. Og við getum ekkert gert að því, þó að veðrið sé slæmt. Hitti tvær amerískar konur sem höfðu komið hingað síðdegis á mánudag og fara heim á morgun, laugardag. Þær fóru í ferð í Bláa Lónið s.l. þriðjudag. Man einhver hvernig veðrið var þann dag? Það var skítlegt og ekki út úr húsi farandi. Þær sögðust hafa verið í síðustu rútunni sem komst þaðan áður en Keflavíkurvegurinn lokaðist.

Þær voru ótrúlega jákvæðar, þrátt fyrir veðrið og ég sagði þeim auðvitað að það væri nú ekki algengt að svona óveður gengi yfir landið marga daga í viku.

En það er ekki víst að Japanska parið, sem kunningjakona mín, ásamt öðrum, hjálpaði, eftir að hafa keyrt inn í skafl, á leið í bændagistingu uppi á Skeiðum. Það að selja bændagistingu í sumarhúsi, eða kofa, hér um hávetur, og ætlast til þess að kaupandinn skilji bílinn eftir við þjóðveg eitt, og rogist með farangurinn, það sem eftir er, marga kílómetra ... 

...það kann ekki góðri lukku að stýra. Slíkt atvik getur eyðilagt orðstýr Íslands sem ferðamannalands. Enginn á að bjóða upp á gistingu í húsi, skúr eða kofa, þangað sem kolófært er.

Japanir og margir erlendir ferðamenn eru alls óvanir íslenskri veðráttu og ófærð. Þessir ferðamenn eiga ekki eftir að hrósa Íslandi sem ferðamannalandi.

Heldur ekki ferðamenn sem farið er með út úr bænum í aftakaveðri og lenda í bílveltum eða öðrum hremmingum í þeim rútum sem þeim er smalað í, hvernig sem viðrar.

En ferðamenn sem eru staðsettir kringum miðbæ Reykhavíkur, og eru ekki að fara neitt út á land, finnst æðislegt þegar veðrið hér í Reykjavík er slæmt. T.d. þegar sjórinn frussast hér upp að ströndinni í háum öldum. En það er ekki bjóðandi akandi ferðamönnum á litlum bílaleigubílum sem lenda í glerhálku, snjó og sköflum, að vera að selja þeim gistingu, gull og græna skóga hér um hávetur. 

Það er bara vísun á neikvæða umsögn um landið sem ferðamannalands.


mbl.is Fólk ferðist ekki að óþörfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúmálin snúast um peninga og kukl.

Eins og ég hef alltaf haft grun um: trúmál eru bara eins og hver önnur viðskipti; bara bisness. Mikið fjármagn fylgir helgislepjunni. Á Íslandi eru svokallaðar kirkjujarðir sem sérar sækjast eftir. Á Ítalíu rekur Vatíkanið banka. Og ekki virðist skorta fjármagn fyrir nýbyggingu mosku fyrir Múslema í Reykavík.

Það er meira að segja áhyggjuefni innan islensku þjóðkirkjunnar, hversu margir hafa sagt sig úr henni. Sem þýðir minni tekjur.

Þegar almúginn fer að lesa fréttir um trúfélög sem peningamaskínu eða hreinan bisness, þarf almúginn að fara að hugsa sinn gang. Trúfélög eru nefnilega mjög dugleg að draga til sín einstaklinga sem eru leitandi í lífinu, með því að lofa þeim gulli og grænum skógum ef þeir fari á trúa á guð og biðja bæna.

Þetta minnir á skottulækningar: ef þú trúir á okkar guð, öðlastu eilíft líf, segir trúarleiðtoginn, sem þarf að fá fleiri í söfnuðinn. Skottulæknirinn segir við leitandi sjúkling: þú getur öðlast bata ef þú ferð í þessa meðferð og ef þú drekkur nanóvatnið gætir þú losnað við hjólastólinn áður en þú veist af.

Trúarbrögð eru tengd menningarsögu þjóða. En því miður hafa óprúttnir náungar notfært sér þetta til að hafa fólk af féþúfu með ýmsum gylliboðum í gegnum tíðina.

Nærtækasta dæmið sem ég man eftir, er þegar Kaþólikkar seldu almúganum syndaaflausnir. Einstaklingur greiddi kirkjunni ákveðna upphæð og fékk í staðinn bréf upp á að viðkomandi væri syndlaus. Þetta er bara eitt dæmi um trúarlegt kukl.


Sem betur fer fæðast börn þrátt fyrir órafræna Reykjavík

Hvernig heldur þú, lesandi góður, að ástandið sé á fæðingardeildinni, þegar netsambandið dettur út? Getur ljósmóðir yfirleitt tekið á móti barni ef hún kemst ekki á netið í tölvunni? - Ófætt barn spyr ekki um netsamband og kemur í heiminn samkvæmt kalli náttúrunnar. En það er öllu verra þegar á líður, ef ekki er hægt að þjónusta börn sem vilja sækja um á frístundaheimilum. Það er auðvitað hægt, en það frestast. En börn sem eru að fara að fæðast bíða ekki eftir að ljósmóðirin kemst í tölvna. En getur hún, nú til dags,örugglega tekið á móti barni, þó að netið sé niðri?

Þetta er stóra spurningin hjá mér í dag.


mbl.is Rafræn Reykjavík liggur niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikfléttan í Kaupþingsmálinu

Ólafur sem hefur verið dæmdur í málinu á auðvitað fullan rétt á að leita til Mannréttindadómstólsins í Evrópu.

Ólafur var leikmaður í þvílíkri leikfléttu og braski í Kaupþingi, að það liggur við að maður öfundi hann (+ framsóknarmanninn, þarna, hvað hann nú heitir) ásamt fyrrverandi Kaupþingstjórum um að hafa verið í þeirri stöðu að koma þessu í gagnið. - Á endanum auðvitað á kostnað hluthafa.

Neyðarlánið frá Seðlabankanum til Kaupþings upp á 500 millj. evra fór í að lána einu af hlutafélögum þeirra sem voru dæmdir í þessu Al Thani/Kaupþingsmáli, að því er mig best minnir.

Téður Ólafur, vísar í skrif Jóns Steinars, þar sem sá síðarnefndi hefur gagnrýnt dómara í Hæstaréti fyrir að snúa hlutunum við. En dómur Hæstaréttar var sammála í þessu dómsmáli. Kannski er téður Ólafur og Jón Steinar flokksfélagar. Ef svo er, gæti það verið að Jón Steinar hafi haft vit á því að hypja sig úr Hæstarétti áður en dæmt yrði í Al Thani málinu?

Af hverju fór Kaupþing yfirum? Kannski vegna þess að fé var mokað í skóflum út úr bankanum í formi lána til tengdra aðila. Og það á kostnað hlutfafa, sem töpuðu öllu sínu.

Það segir sig sjálft að einhver verður að axla ábyrgðina. Þökk sé ráðgjöf Evu Joelie, á sínum tíma. Þeir sem dæmdir eru, eru vitanlega ekki ánægðir með úrslitin, enda líta greinilega á sig að þeir séu upphafnir út fyrir lög og reglur. 

Þessir dómar snúast alls ekki um að róa samfélagið á neinn hátt. Ef enginn er dreginn til ábyrgðar, er hætt við að spillingin í bankakerfinu haldi áfram.


mbl.is Ólafur Ólafsson: „Ég er saklaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líður hluthöfum í Kaupþingi betur, eftrir dóminn í dag?

Þessu er erfitt að svara. Þó að ég hafi verið hluthafi í bankanum þegar hann hrundi.

Í kvöld var ég með matarboð og einn gestanna, sem kominn er á eftirlaun, sagði eftir að hafa hlustað á fréttirnar af dómnum á Stöðd 2, að "þetta hafi verið það eina sem hann tapaði i hruninu" þ.e. hlutabréfunum í Kaupþing. Hann hafði ætlað að selja, og var kominn með hlutabréf sín á sölu og þegar Al Thani keypti hluti í bankanum, var einhvern veginn hætt við allt saman. Og var það í samráði við verðbréfamiðlara bankans.

Ég spurði viðkomandi hvort að það gæti verið að verðbréfamiðlarinn hefði fengið þau fyrirmæli um að hvetja hann sem hluthafa til að selja ekki sína hluti í Kaupþing. Hann gat litlu svarað um það.

Held að engum líði vel eftir að hafa tapað fjárfestingum sínum í Kaupþingi, burtséð frá þeim dómum sem stjórnendum og/eða stórum eigendum í bankanum verða að una skv. Hæstarétti.


mbl.is Mikilvægt að ekki skapist friðhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk falleinkunn á þessu prófi!

Ég vissi það fyrirfram, að ég þekki frekar fáa þingmenn. Suma þekkir maður með nafni og í sjón, eða bæði. En maður þekkir greinilega ekki nema brot af kosnum þingmönnum.

Mbl. mætti gera meira af því að búa til svona alls konar próf fyrir lesendur, hvort sem það er á sviði stjórnmála eða annarra málefna. Svona "krossapróf" eða "quiz" sem eru vinsæl á veraldarvefnum hjálpa öllum til að halda heilastarfseminni á manní í góðum gír!


mbl.is Þekkir þú þingmanninn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að spá fyrir um veturinn?

Frægastur á Íslandi er hópur frá Dalvík sem les í innyfli búpenings, en hef ekki heyrt af þeim nýlega.

Nýverið las ég gamla bók um dulsagnir og ein frásögnin ber heitið "Merkisdagur." Maður að nafni Jón var ráðsmaður í Múla í Biskupstungum fyrir og eftir aldamótin 1900. Hann hugsaði mikið um veðrið eins og títt var, og var eftirtektarsamur.

Guðlaug Sæmundsdóttir var alin upp á þessum bæ og hafði komið þangað á þriðja ári og þekkti Jón vel. Hún dvaldist þar fram yfir tvítugt og eftir að hún fluttist þaðan og nokkrum árum eftir lát Jóns dreymdi hana að hann kæmi til hennar hugsandi á svip og mælti:

"Taktu nú eftir því, að síðasti miðvikudagurinn í október er fyrsti miðvikudagur í vetri - og eftir honum fer veturinn." Guðlaug hafði ekki hugsað út í þessa reglu fyrr, en fór að fylgjast með og hafði oft þótt veðurfarið ganga eftir veðurfari þessa dags.

Einmitt. Mér finnst þessi frásögn áhugaverð og fór t.d. að velta fyrir mér hvernig síðasti miðvikudagurinn í október 2014 hafi verið, hér í Reykjavík. - Það var 29. október: sól, kalt, en mjög gott veður, að mínu mati.

Í vetur hefur einmitt verið frekar kalt hér á höfuðborgarsvæðinu og þessi 29. okt. hefur einmitt endurspeglað þó nokkra daga undanfarið, sem eru kaldir, sólríkir og logn hefur verið til staðar.

En vissulega þarf að fylgjast með síðasta miðvikudegi í október í langan tíma, til að komast að raun um hvort regla Jóns ráðsmanns fær staðist.


mbl.is Kaldur og umhleypingasamur janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband