Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fólk fer austur f. fjall, og norður, þrátt fyrir slæma spá.

Ég spurði: "af hverju fóruð þið í þessa ferð?" Svarið: af því að við vorum búin á ákveða þetta fyrir löngu. Þetta er brot úr samtali mínu við kunningja sem fór austur f. fjall á laugardag til að skoða sumarhús vinar. Og þeir komust með herkjum í bæinn þegar Þrengslin opnuðust um kvöldmatarleyti: "við fórum á eftir 30 bíla röð."

Ástandið var svo slæmt síðdegis á laugardag, að Strætó bs. felldi niður ferð sína austur fyrir fjall. Margir eru gáttaðir á þessu tíðarfari, þar sem er vel liðið á apríl. Ég hýsti góða kunningjakonu sen býr í Hveragerði sem komst ekki heim til sín á laugardagskvöldið.

Og svo var það Holtavörðuheiðin í dag: margir voru kannski að fara heim úr fermingar- og skírnarveislum. En ég held að fólk leggji upp í ferðir, þrátt fyrir skítsæmilega veðurspá, og býst ekki við illvirði, blindu og ófærð á þessum árstíma.

Þetta var páskahretið sem kom illa við marga þessa helgi. Veður geta verið válind það sem eftir er mánaðarins. En það er allt of mikið um það að fólk haldi upp á heiðar án þess að kynna sér verðurspána.


mbl.is Búið að opna Þrengslin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er brennisteinsvetni meiri dauðsvaldur en rafmagn?

Í frétt á Mbl. segir frá rannsókn Ragnhildar Finnbjörns. sem kemst að þeirri niðurstöðu að samband sé á milli fjölgunar dauðsfalla á höfuðborgarsvæðnu og hækkunar á styrk brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum. Og hún segir að ástæða sé til að "kanna málið betur."

Auðvitað þarf að kanna þetta mál betur. Þeir sem hafa verið að látast, en gamalt fólk er jú alltaf að deyja, þá þarf að kanna hvort þetta fólk hafi verið í beinu sambandi við rafmagn, t.d. lá bein raflína gegnum heimili viðkomandi, eða bjó viðkomandi nálægt raflínuskúr? Hafði viðkomandi notað farsíma lengi? Og einnig verður að skoða aðrar aðstæður viðkomandi sem er látinn: allt er tengist rafmagni, virkjunum, mengun og öðru sem getur skipt máli.

Fæstir búa í nágrenni við brennisteinsvetni frá jarðhitavirkjun. En á flest öllum heimilum eru tæki og tól sem tengd eru við rafmagn. Og það er þekkt afbrigði, að þegar var verið að þróa farsímana á sínum tíma, að þeir sem voru að prófa þá þegar þeir voru í framleiðsluferli fengu aukaverkanir. En ég man eftir einu tilfelli, þar sem maður fékk krabbamein sem hafði verið stanslaust með Mótóróla á eyranu, þegar verið var að þróa þann síma. Krabbamein í heila.

Verð bara að segja fyrir mig, að margir Íslendingar hafa í áranna rás búið í nálægð við jarðhita, án þess að kenna sér meins og og náð háum aldri. 

Brennisteinsvetni, eldur og reykur, leiða til astma og öndunarörðugleika, en hugsanlega ekki að fólk látist fyrir aldur fram við að búa í nágrenni við jarðhitavirkjun. En þetta er bara mín skoðun.


mbl.is Tengja dauðsföll við mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru unglingar hættir að lesa Harry Potter ...

eða hvað?


mbl.is Hafa ekkert nógu spennandi að lesa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt að afgreiða Katrínu Jakobs.

Í mínum huga yrði Katrín verðugur forsetaframbjóðandi, því að hún er góður viðskiptavinur. Og hún hefur góða menntun. Góða reynslu i stjórnmálum. Er fyrrverandi ráðherra. Er hreinskilin: Hlustaði á viðtal við hana á Páskadag í útvarpinu.

Og hún kom einu sinni, ásamt annari konu, þar sem ég var að afgreiða í fyrirtæki á 101. Þær voru að kaupa eitthvað með kaffinu, sem tengdist líklega flokknum þeirra á Alþingi.

Ég tók sérstaklega eftir Katrínu: hún var svo jákvæð og það var svo létt yfirbragð yfir henni. 

Ég lærði nokkuð af þessu: þegar ég kem inn í verslun, þá ætla ég að reyna að vera jákvæð og hress.

Ekki eins og sumir þekkitir, Alþingismenn eða aðrir frægir, sem hafa komið til mín að versla; sumir með hálfgerðan fýlusvip eða að það nánast rignir upp í nefið á þeim.

 


mbl.is Ekki að undirbúa forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Kópavogsbær byggja tilbeiðsluhús á Nónhæð?

Í frétt á Mbl.is segir af lóðareiganda sem vill byggja tilbeiðsluhús á Nónhæð. Margir héldu að þetta væri aprílgabb. En fréttin birtist fyrst í fréttum í sjónvarpi.

Sjónvarpsmenn og aðrir miðlans menn, eru nefnilega sniðugir að birta fréttir 1. apríl sem við almúginn gætum haldið að væri 1. apríl gabb. T.d. tillögur forsætisráðherra um að nota gamlar teikningar Guðjóns Sam.  af húsi til að hafa til hliðsjónar viðbyggingar við Alþingi.

Og svo birtist tölvugerð mynd af hugsanlegu tilbeiðsluhúsi á Nónhæð og viðtal við lóðareiganda. Þetta hljómaði eins og aprílgabb. En þar sem fréttin bauð ekki upp á neitt hlaup, þ.e. að mæta á einhvern stað fyrir almúgann til að bíta á agnið, hlaut þetta að vera ekki aprílgabb.

En það sem ég rek augun í, er að teikningin að þessu tilbeiðsluhúsi er svo forljót (að mér liggur við að halda að þetta sé aprílgabb), að mér fyndist það móðgun við íbúa Kópavogs ef byggingarnefnd samþykkti þetta.


mbl.is Tilbeiðsluhús á Nónhæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggari vill breytingar á framhlið Alþingishúss: maður gegn "tengdaföður Evrópu."

Þessi bloggari, Haraldur Sigurðsson, sem er vel menntaður og vinnandi maður og líklega fjölskyldumaður, er ósáttur við merkinguna framan á Alþingishúsinu: sem er merkt Kristjáni IX Danakonungi.

Þessu útliti má alls ekki breyta, því kórónan, og það að Ísland var hluti af Danaveldi, er svo tengt sögu Íslands.

Það hljómar ekki vel að óska þess að búsáhalda-byltingamenn hefðu bara brotið táknið niður á sínum tíma. Á meðan bloggarinn sjálfur hefði setið heima í sófa.

Kristján IX fæddist 8. apríl árið 1818 og varð konungur 1863, til ársins 1906. Eiginkona hans var Louise dóttir Wilhelm frá Hessen. Þau eignuðust 6 börn. Frumburðurinn, fæddur 1843, varð síðar Friðrik VIII. Kristján IX eyddi unglingsárunum í Kaupmannahöfn og hlaut góða menntun, áður en hann varð konungur.

Þetta var rólegur náungi sem tók lífinu alvarlega. Hann náði 87 ára aldri, líklega elsti konungur Dana. Börn hans gengu í hjónaband við einstaklinga sem voru ættaðir héðan og þaðan í Evrópu. Þess vegna fékk Kristán IX viðurnefnið "tengdafaðir Evrópu."

Kristjáns IX er ekki hvað síst minnst fyrir stór konungleg ættarmót, eða bara fjölskylduboða, þar sem börn hans og barnabörn komu í heimsókn til afa og ömmu í höllina í Fredensborg.

Þessi konugur þurfti að súpa ýmsa fjöruna, hvað stórnmál varðar, þegar hann var við völd. En er hann lést 1909, var hann mjög virtur sem konungur.


Hversu oft ferðast framkvæmdastjóri Strætó bs með vögnunum?

Í frétt á Mbl. kemur fram að fjögur börn hafi slasast eftir að strætisvagn nauðhemlaði vegna neyðaraksturs slökkvuliðsbíls.

Skv. framkvæmdastjóranum er ekki skylt að hafa bílbelti í vögnum innanbæjar, og að hans sögn keyra flestir vagnar frekar hægt og stoppa oft á ljósum.

Kannski flestir, eða réttara sagt margir, eða nokkrir vagnar, keyra ekki svo hratt. En hvað með vagna sem keyra mjög hratt? Og enginn í bílbelti, ef vagninn þyrfti að nauðhemla.

Mér segir svo hugur um að framkvæmdastjórinn hafi litla sem enga reynslu að vera farþegi í þessum vögnum. Á sumum leiðum aka vagnar ansi greitt, og hef ég kvartað yfir því. En ég á eftir að kvarta yfir standandi farþegum í utanbæjarakstri. Og ég á líka eftir að kvarta yfir einum bílstjóra sem kann ekki að keyra í hringtorgi.

Ætli sé ekki best að ég skrifi framkvæmdastjóranum beint. Hann hefur kannski aldrei tíma til að lesa yfir kvartanir sem koma frá viðskiptavinum, enda fer það allt í gegnum þjónustuverið.

Og yfirleitt eru svokallaðir forstjórar yfirhafnir yfir hið daglega líf þeirra sem þurfa að nota þjónustuna. Þetta eru yfirleitt aðilar sem eru pakkaðir inn í bómull og aka um á rándrýrri einkabifreið sem fyrirtækið skaffar.


mbl.is Fjögur börn slösuðust í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuglar fyrr á ferðinni í vor - en fuglar metsöluhöfunda ennþá fyrr á ferðinni!

Í frétt á Mbl. segir að ýmsir farfuglar séu fyrr á ferðinni. Það er ekki eins og að veðurfarið sé svo gott hér á suðvesturlandinu nú, enda er vorið seint á ferðinni. Það væri áhugavert að heyra álit fuglaáhugamanna varðandi það að fuglar eru fyrr á ferðinni í ár.

Hef verið að gefa fuglum brauð- og matarafganga yfir veturin og vorið í mínu hverfi. Í fyrra sá ég frstu sílamávana 3 apríl og í ár 25. mars. 

Sílamávurinn er áberandi fugl á höfuðborgarsvæðinu og mig grunar að sömu fuglarnir komi hingað ár eftir ár. Fyrir nokkrum árum var hann ágengur við Pylsuvagninn í Laugardal. Ástæðan er að það eru nánast engin fiskvinnslufyrirtæki hér lengur, þangað sem mávurinn getur leitað ætis.

Ég er ekki mjög fuglafróð, en ég tók eftir því í hitteðfyrra, að í september, þá hætti ég að heyra mávagarg. Málið er, að mávurinn yfirgefur landið í september og kemur til baka í mars.

Það eru fleiri en ég greinilega, sem eru ekki nægilega fróðir um fugla, en ég las tvær bækur í fyrra þar sem mávar voru að krafsa í matarafganga í Reykjavík um hávetur. Þetta var í bók eftir Yrsu (sem gerist á Grænlandi) og bókinni Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson.

Ég hef allavega aldrei séð máva á ferð í Reykjavík í desember, leitandi að æti.

En, sem sagt, mávurinn er mættur á svæðið, ásamt fleiri fuglum. Og þar sem tíðin er ekki góð (kalt og ennþá að snjóa) er tilvalið að gefa fuglum matar- og brauðafganga.


mbl.is Fuglarnir smám saman fyrr á ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þota Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag ...

segir í frétt Mbl. Það útskýrir rosalegan hávaða frá flugvél, þegar ég er stödd á matsölustað á 101 Reykjavík síðdegis. Eyrun á manni blaka, og maður spyr sig í huganum: hvað er í gangi? En svona er þetta ... veðrið var slæmt í dag, amk hér á höfðborgarsvæðinu þar sem gekk á með éljum og það var greinilega ekki skárra í Keflavík.

Hávaði frá þotu sem er að lenda á Reykjavíkurflugvelli hefur áhrif á matartíma vinnandi fólks. Sem betur fer er Reykjavíkurflugvöllur ekki alþjóðaflugvöllur :)


mbl.is Lenti í Reykjavík vegna hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir vilja vera fyrstir með fréttirnar

eins og fréttin á Mbl. segir til um: "Flogið viljandi á fjallið? sem er frétt tekin upp af CNN. Þetta hljómar eins og dæmigerð amerísk samsæriskenning. Og jafnvel BBC hefur tekið þetta upp, en ekki í smáatriðum eins og Mbl.

Mér finnst undarlegt að einstaklingur sem á aðild að rannsókninni, komi fram með upplýsingar um orsök þessa flugslyss á eigin spýtur. Annað hvort vill viðkomandi vera fyrstur með fréttirnar og leika hetju eða að þetta sé samsæriskenningarsmiður. Það virðist engin virðing ríkja gagnvart aðstandendum þeirra sem létust í slysinu með því að birta svona frétt. Að mínu mati eiga aðstendur fyrstir að fá að vita hvað orsakaði dauða fórnarlamba flugslyssins.

Halldór Jónsson bloggaði um þetta flugslys samdægurs, 24.3. (Airbus) segir meðal annars:

"Airbus er ekki Boeing. Airbus virðist detta úr loftinu oftar en Boeing." ... og svo framvegis. Hvet lesendur að lesa það.

Ég skrifaði eftirfarandi athugasemd við bloggið hans Halldórs:"Sammála þér Halldór, ég hef einmitt tekið eftir því undanfarin ár, þegar um stór flugslys er að ræða, að þá er það Airbus þota sem á í hlut. - Mig langar ekki að fljúga með Airbus-þotu.

Var að fylgjast með umræðuni í gær og í dag á Sky News og France 24. Þar kom fram að þessi vél væri mjög tæknivædd/tölvuvædd- og örug ... Mér leist ekki á þetta með tækni/tölvur varðandi vélina. Tölvukerfi eiga það til að klikka og jafnvel detta út. Það veit ekki á gott ef ekki er hægt að handfljúga flugvél svona yfirleitt, og hvað þá þegar tölvukerfið dettur út.

Þetta er spurning um hvort hönnun flugvéla og/eða hvernig þeim er stýrt, sé komin fram úr sjálfri sér.

Talvan hjá manni frýs stundum, eða jafnvel hrynur, eins og sagt er. Þá þarf að endurræsa og jafnvel gera einhverjar ráðstafanir. Og sem betur fer, situr maður heima, á jörðu niðri. En það er dýrkeypt að tölvutæknin taki alfarið yfir flugvélar, sem ekki er hægt að handstýra þegar kerfið hrynur."

Einmitt, þegar talvan frýs heima í sfofu, þá hreinlega tekur maður til hendinni og reynir sjálfur að lagfæra ástandið HANDVIRKT, sem virkar í flestum tilfellum. Ef ekki, þá á maður kost á að LABBA með tölvuna út í bíl og setja hana beint í viðgerð.

 


mbl.is Flogið viljandi á fjallið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband