Útlendingum seld gisting í sumarhúsi uppi sveit þar sem ekki er mokað

Í dag átti ég tal við kunningjakonu sem kom Japönum til hjálpar uppi á Skeiðum um daginn og í dag lóðsaði ég tvær amerískar konur úr miðbænum, þar sem var skítaveður og ekkert fyrir túrista að gera, en þær þurftu leiðbeiningu um að komast á sitt hótel með strætó.

Ísland er ferðamannaland, eins og svo mörg önnur. Og við getum ekkert gert að því, þó að veðrið sé slæmt. Hitti tvær amerískar konur sem höfðu komið hingað síðdegis á mánudag og fara heim á morgun, laugardag. Þær fóru í ferð í Bláa Lónið s.l. þriðjudag. Man einhver hvernig veðrið var þann dag? Það var skítlegt og ekki út úr húsi farandi. Þær sögðust hafa verið í síðustu rútunni sem komst þaðan áður en Keflavíkurvegurinn lokaðist.

Þær voru ótrúlega jákvæðar, þrátt fyrir veðrið og ég sagði þeim auðvitað að það væri nú ekki algengt að svona óveður gengi yfir landið marga daga í viku.

En það er ekki víst að Japanska parið, sem kunningjakona mín, ásamt öðrum, hjálpaði, eftir að hafa keyrt inn í skafl, á leið í bændagistingu uppi á Skeiðum. Það að selja bændagistingu í sumarhúsi, eða kofa, hér um hávetur, og ætlast til þess að kaupandinn skilji bílinn eftir við þjóðveg eitt, og rogist með farangurinn, það sem eftir er, marga kílómetra ... 

...það kann ekki góðri lukku að stýra. Slíkt atvik getur eyðilagt orðstýr Íslands sem ferðamannalands. Enginn á að bjóða upp á gistingu í húsi, skúr eða kofa, þangað sem kolófært er.

Japanir og margir erlendir ferðamenn eru alls óvanir íslenskri veðráttu og ófærð. Þessir ferðamenn eiga ekki eftir að hrósa Íslandi sem ferðamannalandi.

Heldur ekki ferðamenn sem farið er með út úr bænum í aftakaveðri og lenda í bílveltum eða öðrum hremmingum í þeim rútum sem þeim er smalað í, hvernig sem viðrar.

En ferðamenn sem eru staðsettir kringum miðbæ Reykhavíkur, og eru ekki að fara neitt út á land, finnst æðislegt þegar veðrið hér í Reykjavík er slæmt. T.d. þegar sjórinn frussast hér upp að ströndinni í háum öldum. En það er ekki bjóðandi akandi ferðamönnum á litlum bílaleigubílum sem lenda í glerhálku, snjó og sköflum, að vera að selja þeim gistingu, gull og græna skóga hér um hávetur. 

Það er bara vísun á neikvæða umsögn um landið sem ferðamannalands.


mbl.is Fólk ferðist ekki að óþörfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband