Trúmálin snúast um peninga og kukl.

Eins og ég hef alltaf haft grun um: trúmál eru bara eins og hver önnur viðskipti; bara bisness. Mikið fjármagn fylgir helgislepjunni. Á Íslandi eru svokallaðar kirkjujarðir sem sérar sækjast eftir. Á Ítalíu rekur Vatíkanið banka. Og ekki virðist skorta fjármagn fyrir nýbyggingu mosku fyrir Múslema í Reykavík.

Það er meira að segja áhyggjuefni innan islensku þjóðkirkjunnar, hversu margir hafa sagt sig úr henni. Sem þýðir minni tekjur.

Þegar almúginn fer að lesa fréttir um trúfélög sem peningamaskínu eða hreinan bisness, þarf almúginn að fara að hugsa sinn gang. Trúfélög eru nefnilega mjög dugleg að draga til sín einstaklinga sem eru leitandi í lífinu, með því að lofa þeim gulli og grænum skógum ef þeir fari á trúa á guð og biðja bæna.

Þetta minnir á skottulækningar: ef þú trúir á okkar guð, öðlastu eilíft líf, segir trúarleiðtoginn, sem þarf að fá fleiri í söfnuðinn. Skottulæknirinn segir við leitandi sjúkling: þú getur öðlast bata ef þú ferð í þessa meðferð og ef þú drekkur nanóvatnið gætir þú losnað við hjólastólinn áður en þú veist af.

Trúarbrögð eru tengd menningarsögu þjóða. En því miður hafa óprúttnir náungar notfært sér þetta til að hafa fólk af féþúfu með ýmsum gylliboðum í gegnum tíðina.

Nærtækasta dæmið sem ég man eftir, er þegar Kaþólikkar seldu almúganum syndaaflausnir. Einstaklingur greiddi kirkjunni ákveðna upphæð og fékk í staðinn bréf upp á að viðkomandi væri syndlaus. Þetta er bara eitt dæmi um trúarlegt kukl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Ingibjörg,Ég hef sagt það margoft að prestar og biskubar eru og hafa ekki verið trúaðir þér eru í æfiráðnu djobbi og þeir nota trú þeirra sem trúa á Guð sem féþúfu svo einfalt er það,ALGJÖRLEGA MÍN SKOÐUN OG STEND ÉG VIÐ ÞAÐ,...

Jón Sveinsson, 7.3.2015 kl. 11:52

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Jón, já ég man eftir virtum presti, sem var nágranni, og hann játaði einu sinni að hann var efins í trú sinni. Prestskapur er launað starf, og þarft, og oftast eru 'viðskiptavinirnir' þakklátir fyrir þjónustuna. Kirkjan og þjónusta hennar er vissulega þarft apparat, enda þurfum við öll að hafa ákveðinn ramma utan um ákveðna athafnir í lífi okkar.

En þetta fyrirbæri "kirkjan" þarf ekki endilega að vera þjóðkirkjan. Sumir eru kaþólikkar, múslemar eða ásatrúarmenn. Og svo eru aðrir Búddatrúar eða annarrar trúar. Hér ríkir trúfrelsi. Og vissulega þurfa öll trúfélög að hafa sinn vettvang fyrir athafnir, hvort sem það nefnist kirkja eða annað.

Og allt þetta snýst um peninga: það þarf fjármagn til að reka trúfélag.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 8.3.2015 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband