Líður hluthöfum í Kaupþingi betur, eftrir dóminn í dag?

Þessu er erfitt að svara. Þó að ég hafi verið hluthafi í bankanum þegar hann hrundi.

Í kvöld var ég með matarboð og einn gestanna, sem kominn er á eftirlaun, sagði eftir að hafa hlustað á fréttirnar af dómnum á Stöðd 2, að "þetta hafi verið það eina sem hann tapaði i hruninu" þ.e. hlutabréfunum í Kaupþing. Hann hafði ætlað að selja, og var kominn með hlutabréf sín á sölu og þegar Al Thani keypti hluti í bankanum, var einhvern veginn hætt við allt saman. Og var það í samráði við verðbréfamiðlara bankans.

Ég spurði viðkomandi hvort að það gæti verið að verðbréfamiðlarinn hefði fengið þau fyrirmæli um að hvetja hann sem hluthafa til að selja ekki sína hluti í Kaupþing. Hann gat litlu svarað um það.

Held að engum líði vel eftir að hafa tapað fjárfestingum sínum í Kaupþingi, burtséð frá þeim dómum sem stjórnendum og/eða stórum eigendum í bankanum verða að una skv. Hæstarétti.


mbl.is Mikilvægt að ekki skapist friðhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband