Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.10.2015 | 00:38
Verður næsta hrun hótelhrun?
Það jaðrar nánast við þriðju heimstyrjöldinni. Útlitið er ekki gott hvað varðar frið í heiminum.
Og hér á Íslandi getur allt gerst: yfirleitt stutt í næsta eldgos. Sem gæti stöðvað flugsamgöngur til og frá landinu.
Stríð og stopp á flugi er samansemmerki um mikla fækkun ferðamanna hingað til lands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2015 | 00:13
Nýbúar - Taka 7 - Tungumálakunnátta eða ekki?
Þegar nýbúi kvartar undan lélegri afgreiðslu í búð á 101 R., vegna tungumálaerfiðleika, er þá ekki eitthvað að?
Átti ágjætt spjall við kunningjakonu mína, s.l. laugardag. Hún er nýbúi hér á landi, ung kona frá Marokkó, og vinnur í fyrirtæki á 101 R. Hún talar íslenskuna alveg þokkalega. Hún kvartaði undan því að starfsmaður í bakaríi sem hún hefur verslað við, skildi ekki það sem hún var að biðja um, og var spurð hvort hún gæti ekki talað ensku.
Kunningjakonan sagðist vera hneyksluð á þessu, þ.e. að starfsmaður í íslensku fyrirtæki skildi ekki það sem hún væri að biðja um.
Ég nefndi það við hana, að það væri erfitt að fá starfsflólk til starfa í bakaríum, og þess vegna yrði stundum að ráða fólk með takmarkaða tungumálakunnáttu í svona störf.
OK. Nýbúar meö reynslu og tungumálakunnáttu, gera vissulega sömu kröfur og Íslendingar um að afgreiðslufólk veiti viðunandi þjónustu og geti svarað spurningum í þeim fyrirtækjum þar sem það vinnur.
16.10.2015 | 23:05
Í hvora áttnia var Hörður að fara?
Nú er lýst eftir Herði á fjölmiðlum og ég samhryggist fjölskyldu hans innilega. Það hlýtur að vera hryllileg tilfinning að sonur manns sé týdur.
Það sem vekur athygli mína, er að í fjölmiðlum er sagt að hann hafi sést á Laugarásvegi síðast. En ekki í hvaða átt hann var að ganga. Var hann á suðvesturleið í átt að Langholtshverfi, eða norð-vesturleið í átt að Laugarneshverfi?
Mér skilst að leitarhópar hafi leitað að Herði við ströndina. Og fólk beðið um að leita í hýbílum og skúrum hjá sér. Var Hörður þá á leið eftir Laugarásvegi í suð-vesturátt, á leiðinni í Laugarneshverfi?
Birta fleiri myndir af Herði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2015 | 23:24
Enn ein pýramídabólan að springa?
Og hvað springur næst?
Það er með ólíkindum að fólk sem hefur keypt sér kaffivélar fyrir tugi þúsundir króna fái ekki kaffí í vélarnar, þar sem kaffið er nú skammtað til Íslands.
Auðvitað kemur upp svona snobb kaffi menning. Þetta er selt í píramídakerfi eins og keðjubréfin voru hér í gamladaga. Fullt af fólki beit á agnið. Og svo hrynur þetta.
Af hverju getur fólk ekki bara hellt upp á, heima hjá sér, á gala mátann. Og ekkert vesen.
Íslendingar eru nýjungagjarnir, og halda að píramídakaffi sem er selt á netinu sé betra, en uppáhellt kaffi heima.
Næsta bóla sem springur hér á Íslandi, verður þegar hótel fara í gjaldþrot: hótelhrun.
Kaffisnobb Íslendinga er bara litlabóla, sem er að hrynja núna.
Kaffið skammtað til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.10.2015 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2015 | 00:15
Nú er veturinn kominn
sagði bílstjóri við mig kl. 6 í morgun. En viðkomandi var svo sætur að skutla mér í vinnuna. Vetur hvað, sagði ég. En það var ekki fyrr en farið var að birta til, að ég sá að Esjan var hvít niður í miðjar hlíðar. Og auðvitað vissi ég að það hafði verið spáð snjókomu fyrir norðan.
Já, veturinn er greinilega byrjaður að gera innrás inn í íslenskt samfélag.
Esjan skartar hvítum klæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2015 | 00:45
Fjárdráttur bankamanna farinn að hljóma kunnuglega
Þegar landsmenn lesa fréttir af banka- eða sparisjóðs starfsmönnum, sem eru handteknir árið 2015, fyrir fjárdrátt, fer hrollur um fólk. Nú eru sjö ár frá bankahruninu. Það er ekki eins og að bankahrun sé í aðsigi eins og það sem átti sér stað árið 2008. En þessi frétt staðfestir grun minn um að það sé sífellt verið að stela og víla og díla inni í bönkum. Og mismunandi hversu viðskiptavinir bankanna tapa mikið á skúrkum sem vinna þar.
En í gegnum tíðina hefur orðið hvers konar hrun á mörkuðum á 7-10 ára fresti. En það er bara spurning hvort næsta hrun hér á landi tengist fjármálamarkaðnum eða ferðamannaiðnaðinum.
Handteknir grunaðir um fjárdrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2015 | 00:08
Skyrið bjargar deginum - Hvað þá heilu landi!
Hef oft byrjað daginn á því að þurfa að fara eldsnemma til vinnu. Fæ mér þá nokkrar skeiðar af skyri, enda enginn tími til að útbúa hefðbundinn morgunverð. Ég fær mér nokkrar skeiðar af skyri og það bjargar morgninum.
Hér í gamla daga var engu hent. Heldur ekki skyri. Því var safnað í tunnu og það súrnaði. En það varð ekki ónýtt. Amma min sagði mér að þegar hún var ung, að þá fór hún ásamt annari stúlku í heimsókn á bæ. Þetta var um lamgan veg að fara. Kannski hálf dagleið eða svo. Amma borðaði súrt skyr áður en hún lagði upp i heimsóknina, en hin stúlkan fékk sér ekki skyr. Að sögn ömmu varð stúlkan hálf máttlaus við því að fara þarna á milli bæja, af því að hún fékk sér ekki skyr áður en hún fór af stað. En ég reikna með, að þær stöllurnar hafi ekki haft neitt nesti með sér til fararinar.
En skyið bjargaði ömmu. Og mér líka: nokkrar skeiðar af skyri, og deginum er bjargað.
Útnefndir heimsmeistarar í skyrsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2015 | 22:25
Ýmsir á ferli á götum borgarinnar um nætur
Gagnleg frétt á mbl.is um það sem er að gerast í borginni að næturlagi.
Í fyrra átti ég leið um Borgartún eldsnemma að morgni. Ók þar fram hjá manni sem var að létta á sér við turninn. Greinilega erlendur útigangsmaður. Kannski Letti eða Pólverji. Hann stendur þarna að eftir að gera þarfir sínar, og það sem mér finnst merkilegt, er að hann var með hvítan pappír í hendinni til að skeina sig á. Hvítur pappírinn blakti þarna í golunni, í kolsvarta myrkri.
Og svona í framhaldi af þessu, þá varð ég vör við nokkra pissfulla Slvava eða Pólverja á Lækjartorgi í dag. Tveir drukknir höfðu rogast með bjórkút á Lækjartorg, og fleiri drukknir voru mælttir á svæðið. Áður en ég gæti spjallað við þá og gert smá grín að þeim, voru þeir á bak og burt. Kúturinn og karlarnir bara farnir. Og bara einn pissfullur Pólverji sitjandi á bekk á Lækjartorgi.
En það eru ekki einungis nýbúar sem eru á ferli á götum borgarinnar eldsnemma á morgnana, þó að yfireitt sé allt með kyrrum kjörum. Landinn setur líka svip sitt á götulífið í myrkrinu.
Í svörtum kufli með ljá í hendi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2015 kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2015 | 02:30
Borgin setur sig á háan hest - Íslenski trjojuhesturinn??
og þegar borgarstarfsmaður dettur af baki, verður fallið hátt. Það er með undarlegum hætti að borgarstarfsmenn hafi samþykkt tillögu fráfarandi borgarfulltrúa að sniðganga vörur frá Ísrael. Í fyrsta lagi hafa borgarstarfsmenn ekkert með utanríkismál að gera, og í öðru lagi, langar almenna borgarfulltrúa ekkert endilega að detta ef hestbaki.
Borgarfulltrúar eru greinilega meðvirkir og eru til í að samþykkja hvað sem er. Hversu arfavitlaust sem það er, bara til að halda friðinn og til að hafa nógu gott "good-bye" partý fyrir fráfarandi borgarstarfsmann, sem átti tillöguna að banni við Ísrealsvörum.
Ég skammast mín núna fyrir að búa í bog sem vlll sniðganga vörur frá Íarael.
En ég er stolt af að búa á ÍSLANDI, en ef borgin er ekki í lagi, þá er erfitt fyrir mann að státa sig af einhverju hvort sem það heitir, land, þjóð eða borg.
Dugar ekki að breyta tillögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2015 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.9.2015 | 00:35
Frábært framtak hjá Alþjóðasetri
Það er bara verst að maður kann ekki að lesa arabískuna. Þó að maður kunni nokkur orðatiltæi utanað eftir að hafa umgengist arabísku talandi fólk í gegnum tíðina.
Velkomin til Íslands á arabísku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)