Fjárdráttur bankamanna farinn að hljóma kunnuglega

Þegar landsmenn lesa fréttir af banka- eða sparisjóðs starfsmönnum, sem eru handteknir árið 2015, fyrir fjárdrátt, fer hrollur um fólk. Nú eru sjö ár frá bankahruninu. Það er ekki eins og að bankahrun sé í aðsigi eins og það sem átti sér stað árið 2008. En þessi frétt staðfestir grun minn um að það sé sífellt verið að stela og víla og díla inni í bönkum. Og mismunandi hversu viðskiptavinir bankanna tapa mikið á skúrkum sem vinna þar.

En í gegnum tíðina hefur orðið hvers konar hrun á mörkuðum á 7-10 ára fresti. En það er bara spurning hvort næsta hrun hér á landi tengist fjármálamarkaðnum eða ferðamannaiðnaðinum.


mbl.is Handteknir grunaðir um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband